Fávitinn ég biðst afsökunar

Ég bloggaði ég gær um frétt á mbl.is og sagði höfundinn fávita. Orðið vísar til einhvers sem veit fátt og var áður notað klínískt um fólk með greindarvísitölu undir 50.

Í skrifum mínum reyni ég að halda mér við þá reglu að segja aldrei neitt um neinn sem ég ekki væri tilbúinn til að segja viðkomandi augliti til auglitis. Og tilfellið er að ég myndi seint segja einhvern fávita.

Ég bið höfund fréttarinnar afsökunar og vona að hann fyrirgefi mér fávisku mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er drengilega mælt og mættu margir, þeirra á meðal ég, taka sér það til fyrirmyndar. 

Ómar Ragnarsson, 16.2.2015 kl. 11:58

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Gott hjá þér. En væri þá ekki ráð að taka út bloggfærsluna sem um ræðir - annars er nú lítið að marka þessa afsökunarbeiðni og hún jafnvel verri en umrædd bloggfærsla og til marks um óheilindi þín. Biðjast afsökunar á orðum en taka þau ekki aftur.

Sem fyrrverandi blaðamaður á mbl.is verð ég að segja eins og er að ekkert af öllu því endalausa bulli og rakalausa þvaðri sem flæðir fram á blogginu þínu hefur mér þótt verra að sjá. Þarna var í skapvonskukasti vegið að starfsheiðri fólks sem ég veit vel að vinnur af heilindum og gerir sitt besta.

Ég held að bloggið þitt sé botninn á skólpræsi íslenskrar fréttamennsku.

Kristján G. Arngrímsson, 16.2.2015 kl. 14:11

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Kristján, þú hefur lítið við tíma þinn að gera, þykir mér, þegar þú liggur yfir endalausu bulli og rakalausu þvaðri i skólpræsunum. Ertu kominn á eftirlaun?

Páll Vilhjálmsson, 16.2.2015 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband