Val múslíma, verkefni ríkisvaldsins

Múslímar á vesturlöndum standa frammi fyrir því vali að samþykkja veraldlegt samfélag, þar sem trú er einkamál og lög og réttur byggður á mannréttindum en ekki trúarsetningum, eða finna sér annað samfélag að búa í.

Á þessa leið eru skilaboð borgarstjórans í Rotterdam í Hollandi. Ahmed Aboutaleb er sjálfur múslími og veit gerst á eigin skinni hvaða kostir eru í boði.

Verkefni ríkisvaldsins undir þessum formerkjum er að upplýsa múslíma og aðra trúarhópa um hornsteina veraldlegs samfélags.

Það er ekki verkefni ríkisvaldsins að uppfræða almenning um trú múslíma til að komast hjá fordómum, líkt og örlaði á hjá sumum íslenskum stjórnmálamönnum sem kunna sér ekki hóf í ítroðslu í nafni pólitísks rétttrúnaðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Verkefni ríkisvaldsins undir þessum formerkjum er að upplýsa múslima og aðra trúsrhópa um hornsteina veraldlegs samfélags. Þar sem konur eru jafnréttháar körlum. 

Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2015 kl. 09:07

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Varst þú ekki á fullu hér fyrir jólin að berjast fyrir því að skólabörn færu í kirkju og andmæla þeim sem vilja veraldlegt samfélag þar sem trú sé einkamál?

Ertu búinn að skipta um skoðun síðan?

Skeggi Skaftason, 15.1.2015 kl. 11:10

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Skeggi, ég rökstuddi krikjuferðir barna með þjóðmenningunni; til að skilja íslenska þjóðmenningu þarf að skilja kristni. Trú er aukaatriði í kirkjuheimsóknum barna.

Páll Vilhjálmsson, 15.1.2015 kl. 11:25

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Segðu prestum og Þjóðkirkjunni það, að trúin sé aukaatriði í kirkjuheimsóknum barna og að trú og trúleysi barna og foreldra þeirra sé þeirra einkamál. 

Skeggi Skaftason, 15.1.2015 kl. 15:28

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ætli þetta sé ekki helsta ástæða þess að önnur og þriðja kynslóð innflytjenda "eiga sér ekkert föðurland" í fjölmenningarsamfélögum Vesturlanda. Þ.e. að innflytjendum er bara sturtað inn og ekki kennt neitt um hið nýja samfélag, en í stað þess, ef eitthvað er, lögð áhersla á tungumál og/eða menningu gamla landsins - sem gagnast viðkomandi ekki neitt nema hann hyggist flytja aftur "heim"? 
Ja, eða mynda ghettó, eins konar samfélagsútibú frá gamla landinu, eins og tíðkast víða í vestrænum stórborgum, þaðan sem enn erfiðara verður einstaklingnum að flýja en jafnvel foreldrunum frá gamla landinu.

Kolbrún Hilmars, 15.1.2015 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband