Heimskan sigrar á Íslandi

Hvergi nema á Íslandi er umræðan um ódæði múslímskra öfgamanna í París tengt úreltum lögum um guðlast, líkt og Egill Helgason gerir.

Ódæðið í París var fjöldamorð í nafni trúar, lög um guðlast á Íslandi gera engum mein.

Ódæðið í París dregur þá staðreynd fram að milljónir múslíma vilja að trúarsetningar þeirra, t.d. um að bannað sé að hafa spámanninn að háði og spotti, njóti forgangs umfram vestræn mannréttindi eins og tjáningarfrelsið.

Á Íslandi er engin þjóðfélagshreyfing fyrir því að lögum um guðlast sé beitt gegn þeim sem gagnrýna eða deila á guð - þann kristna eða aðra guði.

Lögin um guðlast eru svo gott sem dauður bókstafur. Og nokkur munur er á dauðum bókstaf og dauðu fólki.

 


mbl.is „Heimskan mun ekki hafa sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Það er alveg magnað að fólk vill loka augunum fyrir því að Múhammeð predikaði þetta og drap fólk sem dirfðist að móðga hann og að það gæti verið einhver tenging milli þess og síðan svona voðaverka. 

Ég get ekki neitað því að ég veit ekki hver lausnin er, en hún hlýtur að vera að horfast í augu við raunverulega vandamálið sem er að Múhammeð er fyrirmynd miljóna og margt af því fólki fyrirlítur tjáninga og trúfrelsi.

Mofi, 9.1.2015 kl. 10:53

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

www.frontpagemag.com/2014/dgreenfield/80-of-london-muslims-support-isis/

RÚVarar keppast við að segja okkur að 99,9% Múslima séu friðsemdar fólk sem hafni öllu ofbeldi. Hvernig stendur samt á því að mikill meirihluti þeirra styður ógnar og ofbeldissamtök Múslima sem heita ISIS !

Gunnlaugur I., 9.1.2015 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband