Öfgavinstrimenn í kúltúrstríði

Þingmaður Samfylkingar, Sigríður I. Ingadóttir,tekur undir með atlögu Lífar Magneudóttur á kristna þjóðmenningu Íslendinga.

Hófsamir vinstrimenn, til dæmis Guðmundur Andri Thorsson, vara við því að gera trúmál að pólitískum vígvelli.

Öfgavinstrimenn munu ekki láta segjast enda liggur það í eðli öfganna að taka ekki sönsum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er hæpið að varnaðarorð Guðmundar Andra virki,þótt hann áminni öfgasamherja sína.-- Hann skynjar hvar straumarnir liggja,að þeir þöglu trúuðu,sem fyrr kusu mið og hægri flokkana,eru á hraðri ferð aftur til þeirra...             


Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2014 kl. 17:53

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvernig væri að þeir sem ekki vilja fylgja kristnum sið sleppi jólafríum og hátíðarhöldum og vinni bara sín daglegu störf á dagvinnu taxta í staðinn? Væri það ekki hreinlegra (svo maður segi ekki heiðarlegra)en þessi flóknu boð og bönn sem sífellt er verið að tromma upp með.

Og mikið hefði ég viljað sjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kastljós andmæla ruglinu sem rann upp úr þessum fjölmenningarfulltrúa í stað þess að mæra sí og æ reglurnar sem enginn skilur en mannfjandsæmdarráð Reykjavíkurborgar kokkaði upp.

Ragnhildur Kolka, 15.12.2014 kl. 22:42

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Líf Magneudóttir hefur ekki verið með neina atlögu að kristinni þjóðmenningu Íslendinga. Hún hefur bar verið að færa rök fyri því að í tiltekinni kirkjuheimsókn það er heimsókn Langholtsskóla í Langholtskirkju standi til að viðhafa trúarinnrætingu sem sé brot á þeim reglum sem settar hafa verið um samskipti skóla og trúfélaga. Hún er með öðrum orðum einungis að kalla eftir því að reglum sé fylgt. Þessar reglur eru í samræmi við mannréttindasáttmála sem við Íslendingar erum aðlar að og koma ekki á nokkurn hátt í veg fyrir eðlilega trúfærðslu hér á landi.

Hún hefur hins vegar orðið fyrir miklum og óvægnum árásum fyrir að sinna skyldu sinni sem formaður mannréttindaráðs að viðhafa aðhald og eftirlit með að reglum sé framfylgt þar með talið af oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem eins og margir aðrir fór einfaldlega með ramgt mál varðandi það sem hún sagði og bar hana þannig röngum sökum. Það er því fullkomlega eðlilegt að þingmaður komi henni til varnar og forsæmi þær ómeklegu árásir sem hún hefir orðið fyrir.

En Páll. Ert þú sammála því að í almennum grunnskólum skuli fara fram trúfærðsla en ekki trúboð? Eða telur þú að trúboð í almennum grnnskólum sé í lagi og þá af hverju?

Sigurður M Grétarsson, 16.12.2014 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband