Góða fólkið og leiðréttingin

Helstu talsmenn góða fólksins, t.d. borgarfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir, Árni Páll formaður Samfylkingar, Helgi Hjörvar þingmaður sama flokks og Róbert Marshall í Bjartri framtíð, sem öll sóttu um og fengu leiðréttingu, en hafa opinberalega lýst yfir að þeim fjármunum sem varið er til leiðréttingarinnar sé betur komið í heilbrigðisþjónustunni.

Núna fær góða fólkið tækifæri til að afþakka leiðréttinguna og láta fjármunina renna til samfélagsins. Góða fólkið og talsmenn þess á þingi og í borginni, hljóta að láta  nú í sér heyra og fara fram á að peningarnir renni til heilbrigðisþjónustunnar.

Ætlar góða fólkið ekki að blása til meðmælastöðu á Austurvelli til að lýsa samstöðu með áskorun Marinós og Hörpu?

Eða er það svo að góða fólkið er í raun síngjarnt og sannfæringasnautt - en alltaf til í að mótmæla?


mbl.is Láti leiðréttinguna renna í sjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frabær hugmynd!en verður að passa samt að fjarmala raðherra kemur ekki nalegt banka reikningin. Einhvert traustur maður(aðili) veður að styra banka reikningin.

Deane Júlían Scime (IP-tala skráð) 13.11.2014 kl. 22:24

2 Smámynd: Elle_

 Já, það lekur enn af þessum flokki blekking og fals.  Það ætti beinlínis að taka af þeim peningana.

Elle_, 13.11.2014 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband