Mótmælahrun vinstrimanna

RÚV taldi 1500 manns í mótmælum á Austurvelli og það er ábyggilega fremur oftalið en van eins og RÚV er von og vísa. Fyrir viku mættu 4500 manns að mótmæla ríkisstjórninni.

Stórflótti er brostinn á mótmælendur; nytsömu sakleysingjarnir sátu heima en harði vinstrikjarninn mætti.

Mótmælahrun vinstrimanna á Austurvelli minnir á útreið vinstriflokkanna í síðustu þingkosningum.

 


mbl.is Niðurfelling dragi ekki úr mótmælendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það hefði líka verið rosa brilljant ef það hefði verið á hreinu hverju var verið að mótmæla.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.11.2014 kl. 19:22

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kannski eru menn núna að mótmæla orðbragði hópstjóra síðustu viku. Hef grun um að ýmsum hafi verið ofboðið hvernig hann lýsti því sem hann taldi helst verið að mótmæla og líkingamálinu sem hann notaði.

Ragnhildur Kolka, 10.11.2014 kl. 20:05

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir orð Ásgríms og Ragnhildar hér. Að þrefalt færri mæta nú en síðast, hygg ég að megi skrifa að verulegu leyti á bægslaganginn og orðbragðið hjá Svavari Knúti. Ennfremur tel ég líklegt, að þeir ópólitískari í fyrri hópnum, þeir sem voru fyrst og fremst að styðja launakröfur tónlistarkennara og lækna, hafi séð sitt óvænna og ekki viljað láta spyrða sig við einhver meint allsherjarmótmæli.

Jón Valur Jensson, 11.11.2014 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband