Áfengisdauði frjálshyggjunnar

Frjálshyggja sem hafnar reynslurökum er prinsippklædd heimska. Reynslan kennir okkur að núverandi sölufyrirkomulag áfengis virkar; neytendur eiga greiðan aðgang að vörunni en jafnframt er áfengi ekki otað að fólki í dagvöruverslunum.

Með sömu rökum og frjálshyggjumenn nota til að brjóta upp sölufyrirkomulag áfengis ætti að afnema hömlur á sölu skotvopna. Í dag eru skotvopn seld í sérverslunum sem búa við opinberar kvaðir og kaupendur þurfa leyfi. Samkvæmt þeirri áfengu frjálshyggju sem sumir þingmenn eru haldnir er ótækt að ríkisvaldið skipti sér af sölu skotvopna.

Í ríki frjálshyggjunnar hlýtur að vera sjálfsagt að kippa með sér einni Smith og Wesson um leið og maður tekur vodkapelann í innkaupakörfuna fyrir helgina. Og þótt einhver verði fyrir slysaskoti eða barn horfir upp á ölvaða foreldra stunda heimilisofbeldi þá er sá fórnarkostnaður smámunir í samhengi við allt frelsið sem við fáum við að kaupa áfengi og skammbyssur í dagvöruversluninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flottur pistill sem byggir á viðurkenndum staðreyndum um eðli fíkniefnavanda, þeirri alþjóðlega viðurkenndu staðreynd meðal annars að því auðveldara sem aðgengið er að fíkniefninu og því meira sem því er otað að þeim, sem veikir eru fyrir því, því frekar falla þeir fyrir því.

Ómar Ragnarsson, 3.9.2014 kl. 08:38

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Þú berð saman epli og appelsínur.  Til að geta keypt skotvopn þarf kaupandinn að hafa réttindi.  Söluaðilarnir eru einkaaðilar, sem lúta eðlilegu eftirliti ríkisins.  Að öðru leiti er kaup og sala skotvopna frjáls.

Áfengi er neysluvara og á að vera seld sem slík, ekki undan pilsfaldi ríkisins.  Það þarf að minnka þetta sk. "nanny state". 

Steinarr Kr. , 3.9.2014 kl. 12:56

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Raftækjaeinkasala ríkisins var með allar rafhlöðu, útvarpstæki og ryksugur lengi vel.

Áfengiseinkasala ríkisins er mað sömu rökum nútímavilla allt eins ogríkisútvarp. Hvorugt er þess eðlis að enginn geti rekið slíka starfsemi lengur.

Eigum við að opna ratkjaeinkasöluna á nýjan leik og banna öllum öðrum verslunum að selja lífshættulegar rafhlöður ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.9.2014 kl. 13:36

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég er þér oftaast sammála um flest kæri Páll en hér erum við greinilega á öndverðum meiði. Lögin um áfengiseinkasöluna hefur ÁTVR þverbrotið um áratugi, en þar er einmitt getið um að aðgengi þarf að vera lítið og erfitt og annað eftir því ! Svo eru tuskubúðir og fleir einkaaðilar með sölubása innan verslana sinna úti á landi fyriráfengisverlun ríkisins.

Aðgengi er stóraukið um síðustu áratugi þvert á lögin og verslanir nútímalegar og íburður yfirgengilegur.

Þetta er nátttröll +sem þarf að gera að steini sem önnur slík síðan sól fór að skína á Íslandi fyrir margt löngu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.9.2014 kl. 13:40

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sumir berjast með kennisetningum og frösum.

Frjálsræðið er hafið til skýjanna hjá þeim trúarhópi.

Það er ekkert nútímalegt við skuggahliðar áfengisneyslunnar.

Grátandi barn í ótta við dómgreindarlaust og ofbeldisfullt foreldri í neyslu  er ekki nútímalegt í mínum huga.

Eiginkona drykkjusjúklings sem flýr með börn sín í athvarf er kannski dæmi um lofsverða og nútímalega viðskiptahátti í hugum einhverra predikara sem mig langar ekkert til að skilja. 

En ég þori alveg að standa með hverjum þeim sem vill hindra með öllu móti aukið aðgengi að áfenginu. 
Við eigum að hafa kjark til að hlusta á röksemdir og ráðleggingar þeirra fjölmörgu sem þekkja til þessara mála af eigin reynslu.

Hitt er hárrétt að málið er vandmeðfarið í nútímasamfélagi og dæmin um lögbrotin eru óþarflega mörg sem og og dæmin

um slælega löggæslu. 

Árni Gunnarsson, 4.9.2014 kl. 11:26

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Árni.

 Það er með ólíkindum að menn skuli blanda annars vegar því hvort ríkið reki áfengisverslun eða einkaaðili við það hversu mikill harmur er meðal fjölskyldna þeirra sem ofnota/misnota áfengi.

Það liggur fyrir að allir þeir sem ætla að ná sér í áfengi gera það með því mikla aðgengi sem nú þegar er og alveg óháð því hver kaupmaðurinn er - Matthías í Víði eða Bjarni Benediktsson með ÁTVR !

Það er með öllu óskiljanleg rökleysa sem þú kemur því með hérna og er hvaða manni með snefil af rökhyggju, hvað þá heimspekimenntun.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.9.2014 kl. 13:47

7 Smámynd: Elle_

Ef það á að hjálpa að hafa Vodka-flöskur í mikilli fjarlægð, langar mig að vita hvernig í veröldinni það á að verja börn drykkjusjúklinga gegn dómgreindarleysi og ofbeldi foreldra í neyslu, að íslenska ríkið skuli opna ATVR út um allan bæ.

Elle_, 4.9.2014 kl. 15:17

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já Elle.

Árnar þessa heims eru sjálfskipaðir í löggæslusveit þeirra sem passa upp á að menn drekki ekki vín í óhófi.

Fræg er dæmisagan, sem mun vera dagsönn,  um Árna Helgason sáluga póstmeistara í Stykkishólmi. Árni er og var þjóðþekktur vitanlega fyrir skelegga baráttu sína fyrir bindindi á vín og barðist hetjulega fyrir því í ræðu sem og í riti.

Það er hið besta mál. Það verður seint ofmetið að hvetja menn til að ganga hægt um gleðinnar dyr, og vitanlega er hollast og best fyrir mannslíkamannn að láta áfengi alveg eiga sig eins og Árni heitinn lagði jafnan til.

Mestan hluta þess tíma sem Árni heitinn var póstmeistari í Stykkishólmi urðu menn að panta vín í póstkröfu þar sem ekki var nein útsala ÁTVR í neinu nágenni við eða í Stykkishólmi. Þannig var því oftast að með bílnum á föstudögum kom það vín sem fólk hafði pantað þá vikuna til að nota um helgina. Þetta setti Árni samviskusamlega undir afgreiðsluborðið þannig að einungis sást frá þeim sem innan við afgreiðsluborðið stóð.

Svo kom „Jón“ að sækja sendinguna sína á pósthúsið hjá Árna. Eftir að þeir höfðu heilsast og rætt veðrið þá innti „Jón“ Árna eftir því hvort vínsendingin sín hefði nú ekki borist. Árni kvað nú lítið mál að huga að því og beygði sig niður til að skoða áletranir utan á vínsendingunum sem höfðu borist. Þar blasti auðvitað nafn „Jóns“ við honum, en Árni heitinn sagði að því miður hefði þetta greinilega ekki náðst með í sendingu dagsins. Við svo búið kvöddust þeir og „Jón“ hélt heim á leið, vínlaus í þetta skiptið. Árna bindindisfrömuði leið vel með að hafa forðað„Jóni“ frá því að drekka þessa helgina og þegar síðan „Jón“ kom síðdegis á mánudeginum á eftir þá afhenti Árni vitanlega áfengið sem hafði komið þann daginn að sögn.

Árni heitinn áttaði sig ekki á því að allir þeir sem áttu undir honum komið að nálgast vínið sitt höfðu lært á bragðið hans. Þess vegna var það að flestir pöntuðu oftar vín en þeir hefðu annars gert, og sömuleiðis venjulega tvöfalt magn það sem þeir ætluðu sér hverju sinni til að eiga nóg næst í vínskápnum heima þegar sendingin „hafði því miður ekki náð með í sendingu dagsins“ á föstudegi til pósthússins hans Árna Helgasonar.

Þessi vínlöggæsluviðleitni Árna heitins varð til þess að óvíða var til meiri vínlager á heimilum en í póstumdæmi hans sögðu mér fróðir menn. Árni heitinn vildi vel með þessu - en þetta hafði þveröfug áhrif. Alveg eins og þegar móðirin reynir að fá dóttur sína ofan af því að hitta ólánspiltinn að mati móðurinnar. Venjulega reyrir það dótturina enn fastar að þeim óverðuga.

Það skal tekið fram að Árni Helgason póstmeistari var eftir því sem mér skilst mjög vinsæll af sveitungum sínum alla tíð og þótti skemmtilegur í umgengni. Ég hlýddi oft á ræður hans og var hann bæði áheyrilegur og góður ræðumaður sem flutti mál sitt vel. Þessi dæmisaga er ekki sögð honum til hnjóðs heldur „to make a point“ í þessari umræðu. Blessuð sé minnig Árna póstmeistara í Stykkishólmi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.9.2014 kl. 15:55

9 Smámynd: Elle_

Já, Predikari, ráðstjórnarmenn nota ýmislegt.  Ofurskatta ekki síst bensín, mat og sykur.  Hvað kemur bensín og matur ofursköttum við?  Það þarf bensín svo ódrukknir foreldrar geti ekið 7 manna fjölskyldu.  Svo er suðusúkkulaði ekki óhollt, það er beinlínis hollt.  Og líka frábært með kaffi.  Ráðstjórnarmenn ættu að prófa það.

Elle_, 4.9.2014 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband