Afþakkar Árni Þór peninginn?

Árni Þór Sigurðsson fyrrum þingmaður Vg, sem leiddi þingflokkinn inn í ESB-ferli Össurar og Samfylkingar, er orðinn sendiherra við hæfilegan fögnuð.

Samherjar Árna Þórs senda honum kveðju í tilefni vistaskiptanna. Einn þeirra, Úlfar Þormóðsson rithöfundur, spyr um starfslokagreiðslu frá alþingi, sem Árni Þór á rétt á, þótt hann sé komin á launaskrá stjórnarráðsins. Úlfar skrifar

Það sæmir þeim ekki, að gína við slíkri greiðslu, sem lýst hefur sig sósíalista og sagst berjast gegn spillingu, nema hann hafi ekki skilið orð sín eða ekki meint neitt með þeim. Það rýrir manngildið.

Skaðinn er þó ekki allur skeður enn. Þú gætir afþakkað peninginn.

Árni Þór hlýtur að svara bráðlega.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Páll.

Árni Þór ætti að taka sér Davíð Oddsson til fyrirmyndar í þessu. Ég fæ hér að láni umfjöllun Hannesar Hólmsteins um það í Morgunblaðinu 22. mars 2014 :

„Þegar Davíð Oddson lét af starfi borgarstjóra, átti hann rétt á sex mánaða biðlaunum. Hann ákvað að taka sér þau ekki, þótt réttur hans til þeirra væri ótvíræður. Þegar Davíð var skipaður seðlabankastjóri, var gerður við hann ráðningarsamningur til sjö ára, frá 20. október 2005 til 20. október 2012 [samtals 44 mánuðir]. Samningurinn var svo skýr, að Davíð hefði með dómi getað fengið full mánaðarlaun greidd allt til 20. október 2012, en hann var sem kunnugt er hrakinn úr starfi í febrúar 2009. En Davíð ákvað að láta kyrrt liggja.

Þegar Davíð var ráðherra 1991–2005, tók eiginkona hans aldrei dagpeninga í utanlandsferðum eins og makar annarra ráðherra. Þetta var réttur hennar, en hún nýtti sér hann ekki.“

Þá mun hann heldur ekki hafa þáð lífeyri þann sem Svarar Gestsson og fleiri vinstrimenn settu inn í lög um lífeyrisrétt Alþingismanna og ráðherra fyrir allmörgum árum. Þannig eru margir búnir að vera að taka lífeyri samkvæmt þeim lögum þó svo að þeir hafi verið langt frá því að verða 67 ára - og stundað samhliða fulla vinnu jafnvel.

Þeta þáði hvorki Davíð Oddsson né Þorsteinn Pálsson þó margir aðrir hafi þá þau eftirlaun og að sögn ekki haft neitt óbragð í munni við þá ósvinnu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.8.2014 kl. 12:17

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Heyr heyr!

Baldur Gautur Baldursson, 24.8.2014 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband