Valkostir við Evrópusambandið

ESB er ekki lengur eini valkosturinn fyrir þjóðríki í álfunni. Til skamms tíma virtist eins og sagan væri hliðholl hugmyndinni um sambandsríki Evrópu. Ráðandi öfl gerðu sitt til að auka á óhjákvæmileika samrunans.

Ekki lengur, segir Daniel Hannan, breskur Evrópuþingmaður og reglulegur gestur á Íslandi. Kjósendur í Evrópu sendu þau skilaboð í síðustu kosningum til Evrópuþingsins að önnur framtíð, byggð á fullveldi þjóðríkja, væri valkostur við Stór-Evrópu með Brussel sem höfuðborg.

Tveir flokkahópar á Evrópuþinginu eru andsnúnir samrunaþróuninni. Hópur Hannan, Evrópskir íhaldsmenn og umbótasinnar, European Conservatives and Reformists (ECR), er þriðji stærsti flokkahópurinn á þinginu. 

Evrópusambandið virkar ekki og skýrasta dæmið um það er viðvarandi atvinnuleysi, allt upp í fjórðungur af vinnuafli sumra landa. 

Æ fleiri átta sig á því að uppskrift ESB að stjórnsýslu og rekstri þjóðfélaga skilar ekki árangri vegna þess að innbyggt í uppskriftina er óstöðugleiki.

Þjóðríki, hvert fyrir sig, eru í stakk búin að gera nauðsynlegar ráðstafanir með tilheyrandi málamiðlunum til að samfélagið sé þokkalega starfhæft. Eins og Ísland er talandi dæmi um.

 


mbl.is Atvinnuleysið 11,6% á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er það eitthvað að trufla Svía eða Möltubúa þó að það sé mikið atinnuleysi í sumum ESB-löndunum?

En þessi lönd njóta þess að búa við stærra hagkerfi en er hér á landi.

Jón Þórhallsson, 1.7.2014 kl. 10:58

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er þá skrítið að Ísland skuli taka upp um 80% af laga- og regluverki ESB.

Ísland virðist því ekki átta sig á hve ,,ESB er voðalega óskaplegt."

Það eru fá dæmi í sögunni um eins vitleysislegan málflutning og heimssýnarmanna á Íslandi.

Það að vitna í vitleysing á bretlandi bætir málefnastöðu heimssýnar ekki neitt. Versnar bara. Og er hún nógu slæm fyrir.

Heimssýn verður að fara taka sig á og hafa eitthert smávit í própagandanu. Er að verða afar kjánalegt hjá þeim.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2014 kl. 11:19

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú slóst á vitlausan takka í tölvunni Ómar Bjarki, 8 í stað 1. Á auðvitað að vera 10% en ekk 80%.

En það má auðvitað fyrirgefa svona smá innsláttarvillu.

Gunnar Heiðarsson, 1.7.2014 kl. 11:44

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það segir auðvitað sína sögu um fábjánaeffekt framsóknarmanna og heimssýnartrúsafnaðarins - að þeir skuli ekki einu sinni vita að Ísland tekur upp allt megin laga- og regluverk ESB. Sirka 80% af því sem það þyrfti að gera ef landið væri fullur og formlegur aðili við ESB borðið eins og aðrar þjóðir Evrópu.

Heimssýn og framsóknarmenn minna soldið á Bakkabræður. Haga sér alltaf eins og hálfbjánar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2014 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband