Þorvaldur, frumburðarrétturinn og landráðin

Landráðamönnum er ætlaður sérstakur staður í víti Dantes, með höfuðglæpamanni kristni, sjálfum Júdasi Ískaríot.

Landráð eru að svíkja kyn sitt, samlanda, undir erlend yfirráð. Þeir sem kunna fyrir sér í miðaldasögu, t.d. Robert Bartlett, segja þjóðerni haldast í hendur við réttlæti. Réttlæti er torsótt í framandi menningarheimi. Að svíkja þjóð sína undir útlendinga er að taka frá þeim frumburðarréttinn.

Þorvaldur Gylfason prófessor og stjórnlaganefndarmaður vill breyta skilgreiningu á landráðamanni. Þorvaldur, sem heyktist á því að bjóða sig fram til alþingis þegar skoðanakannanir sýndu litla eftirspurn, vill meina að landráðamaður sé sá sem ekki fellst á forræði Þorvaldar og félaga yfir stjórnarskrá lýðveldisins.

Þorvaldur telur frumburðarrétt sinn að sýsla með stjórnarskrá lýðveldisins. Alþingi, sem samkvæmt stjórnarskrá er einu heimilt að breyta stjórnarskránni, er til trafala frumburðarrétti Þorvaldar. Nóta bene: komist Þorvaldur til áhrifa á alþingi er allt í lagi að véla þar um stjórnarskrána - en þangað til alls ekki.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þorvaldur, eins og allt hans fólk í pólitík, sveik allt sem hann sagði í "búsárhaldarbyltingunni" og var fljótur til að tileinka sér siði  flokkselíturnar. Hans hróp og uppköll, voru ekkert annað en svik við almúgann, og út á það fékk hann vinsældir. Enn í dag þarf almenningur að greiða þessum svikamanni laun, fyirr að hafa svo gott sem gert, gert, alþýðuna að þrældómi auðvaldsins og afkomendur lika. Hann er skýrt dæmi um fólk sem kemst á ríkisjötuna og þarf aldrei að bera ábyrgð á sínum gjörðum.

Sigurður Kristján Hjaltested, 27.6.2014 kl. 22:13

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ritaði eftirfarandi á Facebók mína í gærmorgun að gefnu tilefni:

Fréttastofa Rúv stendur náttúrlega eins og fyrri daginn með sínum Þorvaldi Gylfasyni, enda Samfylkingarmaður. Hann segir í "fréttinni" farveginn sem stjórnarskrármálið sé komið í ekki aðeins vera sprenghlægilegan, heldur "jafnframt svívirðilegan" og viðhefur enn sem fyrrum upphrópanir um "valdarán" í því efni (http://ruv.is/frett/stjornarskrarmalid-i-hlaegilegum-farvegi), en innantómur tunnuhljómur er í þeim orðum, því að staðreyndin er sú, að þvert gegn fullgildum hæstaréttardómi brutu 30 alþingismenn þágildandi lög um stjórnlagaþing (nr. 90 / 25. júní 2010) og settu umboðslausa menn (25 stk.) í nefnd til að taka að sér verkefni sem með lögum hafði verið falið annarri stofnun (stjórnlagaþingi) sem kosið skyldi til; ennfremur fól 15. gr. nefndra laga ekki aðeins Hæstarétti Íslands að úrskurða um hugsanlegar kærur frá kjósendum vegna kosningarinnar o.fl. atriða, heldur vísuðu stjórnlagaþingslögin (ekki sízt í nefndri 15. gr.) til laga um kosningar til Alþingis nr. 24/ 2000, en í samræmi við ákvæði 115. gr. síðarnefndu laganna bar viðkomandi ráðuneyti að kveðja til nýrra kosninga í stað hinnar ógiltu kosningar til stjórnlagaþings. Það var hins vegar ekki gert, heldur vélað um það að gegna hvatningu Illuga Jökulssonar o.fl., sem hagsmuna áttu að gæta, um að fara einfaldlega "fram hjá" úrskurði Hæstaréttar! Þetta var því hið argasta valdarán gegn stjórnskipan landsins, þ.m.t. gegn stjórnarskrársettu hlutverki Hæstaréttar á sínu sviði.

En Þorvaldur er um leið langtímabaráttumaður fyrir framsali ríkisvalds, í öllum þremur meginþáttum þess (þ.m.t. á dóms- og löggjafarsviðunum), til stórveldis úti í Evrópu. Og "vel" kom hann með öðrum (auðblekktum jafnt sem óðfúsum) þeirri ætlan sinni fyrir í 111. gr. tillagna þessarar nefndar með ólöglegu umboði 30-menninganna (sú grein gerir inngöngu Í Evrópusambandið afar auðvelda), og til að kóróna óþurftarverkið og tryggja valdaránið, sem hefði haft þjóðina sem aðal-fórnarlamb, gengu þeir svo frá í sinni 67. grein, að þjóðinni yrði bannað að krefjast þjóðaratkvæðis um akkúrat það mál að fá að ganga ÚR Evrópusambandinu!!! Og auðvitað stendur Fréttastofa Rúv með þessu landlausa/lánlausa liði.

Nánar hér í eldri grein og fyllri:

dv.is/blogg/adsendar-greinar/2012/10/9/jon-valur-var-athaefi-stjornarlida-vid-skipan-stjornlagarads-verjanlegt/

Jón Valur Jensson, 27.6.2014 kl. 23:08

3 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Hundadagurinn

Kolbeinn Pálsson, 27.6.2014 kl. 23:33

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

það er nú merkilegt með þessa 'landráðsmenn' þína Páll að sumir (eins og ég) kalla þessa menn frelsishetjur. svona er þetta skrítið

Rafn Guðmundsson, 28.6.2014 kl. 00:01

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, undarlegur ertu, Rafn

Annars er orðið landráð fleirtöluorð, eins og Páll veit og flestir vita.

Hvor ætli sé nú almennt upplýstari, þú eða hann Páll?

Jón Valur Jensson, 28.6.2014 kl. 00:53

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki ætlaði ég að skrifa neitt um málflutning Þorvaldar varðandi störf hinnar nýju og einu starfandi stjórnarskrárnefndar, enda málflutningur hans með þeim eindæmum að vart er hægt að ætla að þar fari heill maður.

Þá sé ég ekki hvert hlutverk þessa manns er í stjórnarskrármálinu, hann klúðraði því tækifæri sem kratar færðu honum, tækifæri sem þó braut í bága við gildandi stjórnarskrá. Fréttastofa ruv virðist þó telja þennan mann eiga erindi í umræðuna og hampar honum.

Þorvaldur hrópar "valdarán" og talar um höfundarétt. Höfundarétturinn er auðvitað enginn. Hið ólöglega stjórnlagaráð var á framfæri ríkissjóðs við sína vinnu og því afrakstur hennar að fullu í eigu þjóðarinnar, ekki þeirra einstaklinga sem skipaðir voru í ráðið.

Um valdaránið er hægt að velta fyrir sér hvorir standa nær því að fremja valdarán, þeir sem sem er skipaður til verks í bága við stjórnarskrá, eða hinir sem kosnir eru af þjóðinni til starfa á Alþingi. Fyrir mér er svarið einfallt.

Það er verulega umhugsunarvert að maður sem flytur mál sitt með þeim hætti sem Þorvaldur gerir, skuli vera á framfæri þjóðarinnar við að uppfræða ungmenni þessa lands. Sú tilhugsun er skelfileg!

Gunnar Heiðarsson, 28.6.2014 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband