Dagur veiðir lax, Jóhanna þegir

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veiddi frítt þegar hann opnaði Elliðaárnar. Þegar Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. opnuðu Norðurá ruku vinstrimenn, t.d. Illugi Jökulsson og Björn Valur, upp til handa og fóta og töluðu um spillingu.

Jóhanna Sigurðardóttir fyrrum forsætisráðherra taldi opnunarveiði í Norðurá dæmi um forkastanlega hegðun stjórnmálamanna.

Hvers vegna þegir Jóhanna þegar Dagur B. bleytir færi í Elliðaám?


mbl.is Borgarstjórinn fékk fyrsta laxinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Páll veit það náttúrulega ekki að þetta er jú á sem Reykjavík á! Og hefur nú frá upphafi opnað þessa á. Þó að Stangveiðifélag Reykjavíkur selji svo veiðirétt í árnar Jóhanna var jú að mótmæla að ráðherrar væru að þyggja boð í eina dýrusta á landsins sem var kynnt þannig af eigendum að ráðherrar yrðu í rúman sólarhring m.a. mat og gistingu!

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.6.2014 kl. 16:28

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Þetta er nú bara eins og svart og hvítt. Hefur ekki verið hefð á því, að borgarstjóri opni Elliðaárnar? Hafa ekki borgarstjórar sama hvaða flokki þeir hafa tilheyrt gert það undanfarin ár, eða áratugi. En af því borgarstjóri er Samfylkingarmaður þá þurfti Páll aðeins að opna á sér þverrifuna, eða var hann kanski uppiskroppa með efni?

Hjörtur Herbertsson, 21.6.2014 kl. 16:43

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Magnús Helgi og Hörtr.

Uppistandarinn leyfði þó Jóni úti í bæ að opna ána, ekki séra DayBeee.

Það eina sem Bjarna og Sigmundi var boðið, það var að fá að vera fyrstir í ána, en borga sama verð og aðrir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.6.2014 kl. 18:40

4 Smámynd: Valur Arnarson

Þetta er alveg rétt hjá Páli og Predikaranum. Vinstri menn eru duglegir í hræsninni Magnús Helgi og Hjörtur gera lítið annað hér en að sýna fram á það.

Valur Arnarson, 21.6.2014 kl. 19:33

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er laxveiði ekki laxveiði? Hvað er það sem vekur gamla gráa jókukerlingarhróið svona mismunandi upp, eftir því hver heldur á stönginni? Tækifærismennska, fullveldisafsal eða hrein og klár elliglöp? Tel það síðastnefnda sennilegast, enda manneskjan brunnin upp, mörkuð og hildum háð, talsvert áður en hún náði inn á þing. Döpur, hérumbil hundleiðinleg og kerskin í byrjun ferilsins. Eftirleikurinn gat aldrei orðið öðruvísi en leiðinlegur og dapur. Megi hún njóta forkastanlegra eftirlaunakjara, sem hún samþykkti með Dabba. Megi Íslensk þjóð heyra sem minnst frá Gránu., hér eftir.

Góðar stundir og kveðja að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 22.6.2014 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband