Glæpir meðal innflytjenda

Nokkuð reglulega, að því er virðist, eru fréttir af glæpum innflytjenda. Það er morð hér og nauðgun þar. Þá er orðrómur um að hlutfall innflytjenda í fangelsum landsins sé óeðlilega hátt.

Til að fréttir um glæpi innflytjenda og orðrómur um glæpahneigð þeirra ali ekki á fordómum gagnvart þeim verður að birta tölfræði sem upplýsir hverjir séu helstu gerendurnir í glæpum.

Ef það er svo að innflytjendur eru ábyrgir fyrir óeðlilega háu hlutfalli glæpa verður að bregðast við því, leita skýringa og grípa til ráðstafna. Á hinn bóginn, ef innflytjendur eru hafðir að rangri sök, er hægt að vísa í tölfræði sem upplýsir að þeir séu hvorki betri né verri en landinn þegar kemur að glæpum.

Tölfræðina á borðið, takk fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er svo spurning hvaðan þeir koma, sem ekki eru með skilríki og geta ekki gert neina grein fyrir sér,þegar lögreglan handtekur þá vegna innbrots. Þær fréttir voru sagðar ekki alls fyrir löngu. Það er í nógu að snúast hjá lögreglunni.

Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2014 kl. 12:29

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já beint á borðið þökk fyrir. Réttmætur pistill hjá þér sem fyrr kæri Páll.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.6.2014 kl. 12:38

3 Smámynd: Alfreð K

Af hverju gerum við bara ekki eins og Svisslendingar og sendum alla útlenda glæpamenn úr landi og meinum þeim síðan að koma hingað framar?

Þetta samþykktu Svisslendingar í þjóðaratkvæðagreiðslu hjá sér og gætum við tekið okkur til fyrirmyndar.

Alfreð K, 19.6.2014 kl. 17:21

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Alfreð K.

Já senda alla útlendinga sem fá á sig dóm hérlendis og láta þá afplána í heimalandi sínu.

Þeir verða ánægðir múslimarnir að heyra það, sitji einhverjir þeirra inni fyrir þjófnað. Salman Tamini hefur upplýst að handarhöggva eigi þjófa. Það verður tekið á móti þeim með réttlæti Kórans spámannsins Múhameðs með brugðnum brandi og sjóðandi paraffíolíu sem framhandleggnum er difið í til þess að loka sárinu og sótthreinsa um leið. 

Þeir geta huggað sig við að þeir sem sjá um að höggva eru það verseraðir að þeir höggva um liðinn þannig að bein brotnar ekki við þessa sjálfsögðu refsingu guðs múslima.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.6.2014 kl. 17:32

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það eiga allir að vera jafnir fyrir lögum

Það á ekki að draga fólk í dilka

Sleggjan og Hvellurinn, 19.6.2014 kl. 22:29

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef slík tölfræði er birt þá er nauðsynlegt að hún sé yfirfarin af afbrotafræðingum. Það er nefnilega þannig að ákveðnir þjóðfélagshópar eru með hærra hlutfall glæpamanna en aðrir og það bæði meðal innfæddra og innflytjenda. Ef síðan hlutfall þeirra hópa meðal innflytjenda er hærra en meðal heimamanna kann það að líta út fyrir að glæpatíðni sé hærri neðal þeirra en innfæddra þó svo sé ekki raunin.

Í þessu efni má meðal annars nefna að glæpir eru algengari meðal tekjulægri hópa og oft er hærra hlutfall innflytjenda í þeim hópi. Einnig eru glæpir algengari meðal ungs og miðaldra fólks en annarra og oft er hærra hlutfall innflytjenda í meim aldurshópum en meðal heimananna.

Gott dæmi um þetta var þegar talsmenn Frjálslinda flokksins voru árið 2007 að benda á að árið 2006 hafi innflytjendur verið 12% gerenda í nauðgunarmálum en hlutfall þeirra meðal þjóðarinar væri aðeins 7%. Þeir væru því tvöfalt líklegri til að nauðga en innfæddir. En þá bentu aðrir á að innfltjendur væru 14% karlmanna á aldreinum 20 til 60 ára og það væri sá hópur sem flestir gerendur í nauðgunarmálum kæmu úr.

Sigurður M Grétarsson, 19.6.2014 kl. 22:34

7 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Það er reyndar svo skondið að afbrot eru í sögulegu lágmarki á vesturlöndum, gagnstætt því sem haldið hefur verið fram. t.d. varðandi Schengen. Reyndar eru ríkin sem standa verst í þessu England og Írland sem eru einu ríkin í EES sem standa utan Schengen. Þetta er mjög einfalt að kynna sér. Allt sem þarf er Google.

Halldór Þormar Halldórsson, 20.6.2014 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband