Skæruverkföll og samfélagsfriður

Flugmenn verða ekki skikkaðir til að vinna yfirvinnu, fremur en aðrir launþegar. Á hinn bóginn liggur í augum uppi að flugmenn hafna yfirvinnu ekki af þeirri ástæðu að þeir séu að taka upp breyttan lífstíl, vinna minna og lifa af dagvinnunni, heldur af hinu að þeir standa í launadeilum við Icelandair.

Eftir lagasetningu á verkfall flugmanna er ekki skynsamlegt að grípa til skæruhernaðar af þessu tagi. Lagasetningin og umræðan í kringum hana sýndi að flugmenn njóta einskins stuðnings í samfélaginu.

Stétt sem segir sig úr lögum við samfélagið er komin með sín mál út í algera ófæru.


mbl.is Starfsmenn Icelandair grýttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Axel Jóhannesson

Það er alþingi sem er komið í algera ófæru, það væri skiljanlegt að setja lög á flugmenn ef Icelandair væri eina flugfélagið sem um væri að velja og er althingi bara að hygla undir Icelandair. Auðvitað er enginn stuðningur víð flugmennina,þjóðfélagið veit varla lengur hvað orðið samstaða þýðir hvað þá heldur að sýna hana í verki.

Haraldur Axel Jóhannesson, 19.5.2014 kl. 12:57

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Það er ekki rétt hjá þér Páll að flugmenn njóti einskins stuðnings í samfélaginu. Flugmenn voru eingöngu að nýta sinn lagalega rétt með sínum aðgerðum, og það eru örugglega margir sem eru þeim innilega sammála að láta ekki Icelandair og hluta þingmanna traðka á þeim réttindum sem þeir eiga samkvæmt lögum. Sjálfur er ég gamall fyrverandi sjómaður sem upplifði það nokkru sinnum að sett var á okkur lög. Nú eru sjómenn búnir að vera samningslausir í nokkur ár en þora sennilega ekki í verkfall vegna þess að þeir óttast að sett verði á þá lög. Ég lít upp til flugmanna og vonandi standa sem flessir með þeim í þessari deilu við Icelandair og fjölmiðla því fjölmiðlar hafa flestalli unnið á móti flugmönnum.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.5.2014 kl. 13:06

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Flugfélagið á að hafa nægilega marga flugmenn til þess að ekki þurfi að treysta á yfirvinnu. Icelandair á því að ráða fleiri flugmenn.

Það er ekki hollt fyrir flugmenn að vinna mikla yfirvinnu og það er ekki heldur gott fyrir flugöryggið að vera með þreytta flugmenn við stýrið.

Ágúst H Bjarnason, 19.5.2014 kl. 13:15

4 Smámynd: Hvumpinn

Hér hefur leigupenninn ekki bara verið skákaður heldur mátaður af fyrri skrifurum!

Hvumpinn, 19.5.2014 kl. 14:24

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Held það sé fullt af fólki sem styður rétt flugmanna til að sækja sér kjarabætur með verkfalli. Sama fók þarf ekki að vera sammála kröfum þeirra. Stjórnvöld eiga ekki að grípa inn í kjarabaráttu í einkageira, sérstaklega þegar almannaheill er ekki að veði né hætta á upplausn og glæpaöldum. Nú geta öll einkafyrirtæki sett verðmiða á tjón þjóðfélagsins vegna kjarabaráttu starfsmanna sinna og beðið með samninga, og krafist inngrips stjórnvalda. Hvað á að gera ef flugmenn WOWair færu í verkfall? Stjórnvöld yrðu að grípa inn þar með sama hætti og gegn Icelandair til að gæta jafnræðis þótt tjónið væri töluvert minna vegna minni umsvifa WOW. Þetta inngrip er bull og brot á mannréttindum.

Fróðlegt væri ef flugmenn Icelandair sniðgengju lögin og mættu ekki til vinnu. Hver yrðu viðurlögin?

Erlingur Alfreð Jónsson, 19.5.2014 kl. 19:13

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig væri að birta kostnað við flugnám, og kostnað við að viðhalda og bæta við nýja þekkingu vegna tæknibreytinga-þróunar?

Mér skilst að flugstarfsfólk þurfi sjálft að greiða þann kostnað af launum sínum. Þekki þetta ekki af eigin raun, en skortur á réttum upplýsingum gerir bara illt verra.

Það vantar heildarmyndina í umfjöllun fjölmiðla, um þetta stjórnvalds-brot á löglegum rétti launamanna til að hafna yfirvinnu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.5.2014 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband