12,9%-flokkurinn og metnaðarleysi vinstrimanna

Í taugaáfalli eftir hrun kaus þjóðin, eða tæp 30 prósent þjóðarinnar, Samfylkinguna. Eftir fjögur ár með Samfylkingu í stjórnarráðinu sá þjóðin að sér og skaut flokkinn niður í 12,9 prósent fylgi.

Samfylkingin er bandalag hrokafullra einstaklinga og smáhópa sem telja sig vita betur en þjóðin - enda fór ESB-umsókn Samfylkingar til Brussel án þjóðaratkvæðagreiðslu. Yfirgengilegur hroki þessa fólks kemur fram í því að þeir heimta þjóðaratkvæðagreiðslu um afturköllun á umboðslausu umsókninni frá 16. júlí 2009.

Einar Kárason segir Samfylkinguna valkost við Sjálfstæðisflokkinn. Einu sinni áttu vinstrimenn sér stærri draum en að vera jaðarsport stjórnmálanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband