Forstjóri Marels hugsi sinn gang

Marel er í stórfelldum vandræðum. Hlutabréf í fyrirtækinu falla og starfsmönnum er sagt upp - sem þýðir minni vöxtur sem aftur vísar til enn lægra hlutabréfaverðs. Hluthafar kunna Árna Oddi Þórðarsyni forstjóra litlar þakkir fyrir frammistöðuna.

Árni Oddur ætti að íhuga stöðu sína, einkum og sérílagi þar sem hann fótar sig illa í hlutverki sínu sem forstjóri með því að gera Marel að slagsmálahundi í pólitík. Árni Oddur gaf starfsfólki Marels frí til að taka þátt í mótmælafundi Samfylkingar og ESB-sinna gegn ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að afturkalla ESB-umsókn Samfylkingar.

Starfsfólk Marels starfaði ekki í þágu hluthafa þegar það fór úr vinnunni til að mótmæla í þágu forstjórans. Hluthafar voru ekki spurðir um þá stefnu forstjórans að beita starfsmönnum fyrir pólitískan vagn ESB-sinna. En hluthafar sitja uppi með reikninginn.

Árni Oddur hlýtur að íhuga sína stöðu.


mbl.is Hlutabréf í Marel hríðfalla í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband