ESB-nagari í framboði í Reykjavík

,,Við erum alltaf að naga þröskulda í Brussel," segir Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og finnst reisn yfir því. Í takt og tóni við undirferli manna af hans sauðahúsi lýsir Halldór afstöðu sinni á þennan veg í Reykjavík vikublaði

Ég hef svosem aldrei sagst vera Evrópusambandssinni, ég er aðildaviðræðusinni.

Halldór er annað tveggja sannfæringalaus pólitísk drusla eða úlfur í sauðagæru. Hvort heldur sem er þá getur enginn með sjálfsvirðingu stutt slíkan frambjóðanda til valda í höfuðborg Íslands.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann er vanur því frá sínum dögum hér blessaður, að það borgar sig að tala með tungum tveim í framboði, enda hafa ísfirðingar margir hverjir gullfiskaminni. Það er bygjað að brosa og láta sjá sig löngu fyrir kosningar og talað fallega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2014 kl. 14:55

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

það skiptir í sjálfu sér engu máli hvort maðurinn er ESB sinni eða ekki þegar um borgarstjórnarkosningarnar er að ræða.Reykjavík er ekkert á leiðinn þar inn.Það væri annar hlutur ef hann væri að bjóða sig fram til þings.

Jósef Smári Ásmundsson, 26.4.2014 kl. 16:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er þetta ekki fyrsta skrefið til þess?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2014 kl. 17:22

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú hefur stundum ekki sparað stóru orðin Páll. og gerir það ekki núna frekar en vanalega.Vandræðagangur fólks sem vill ekki ganga í ESB, er töluverður að mínu ályti.Í fyrsta lagi að hugsa ekki áður en rokið er til.Ég er algjörlega sammála  í því að komið er nóg af samræðum við ESB um ekki neitt.En. er ekki hægt að

Sigurgeir Jónsson, 27.4.2014 kl. 04:59

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fá  álit ESB hvort einhverjum tilgangi þjóni að halda viðræðum áfram.Og hvort ekki sé möguleiki að fara strax í þau mál sem ágreiningur er um.Ef ESB telur sjálft að um ekkert sé að ræða, eða ef ESB vill ráða því hvort möguleiki sé á einhverjum samningi, innan einhvers tíma ,þá er þetta að sjálfsögðu búið.Vandræðin eru fyrst og fremst okkar sjálfra.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 27.4.2014 kl. 05:06

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú verður að hugs þinn gang Páll.

Sigurgeir Jónsson, 27.4.2014 kl. 05:12

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta hefur snúist í lúkunum á okkur.Róaðu þig.

Sigurgeir Jónsson, 27.4.2014 kl. 05:18

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Varla býst hann við að verða borgarstjóri,með Dag feikisterkan frambjóðanda sem aðal andstæðing. Flestir kjósendur greina lítinn mun á frambjóðendum í heitstrengingum um bættan hag og hverskonar umbætur í höfuðborginni,sem bendir þá til að ekki sé vanþörf á. Yfir öllum landsmönnum,hvaða sveitafélagi sem þeir tilheyra,vofir Evrópusambandið,svo frábrugðið öllu sem áður var.-Í samanburði við það er flugvallarmálið tiltölulega lítið,en veldur þó miklum deilum.- Væri ég kjósandi í Rvk. treysti ég ekki yfirlýsingum Halldórs,sem upplýsir þekkingarleysi sitt á eðli aðildarviðræðna.

Helga Kristjánsdóttir, 27.4.2014 kl. 05:20

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er enginn hér tilbúinn að viðurkenna andstöðu okkar NEI,við Esb. Að við viljum ekki inní þennan klúbb af pólitiskum ástæðum og þýðir ekki að veifa ginningarbeitunni, það er komið nóg. Drögum drallið til baka og í einhverri fjarlægri framtíð geta menn kosið, það var þannig sem stjórnin setti þetta mál fram.

Helga Kristjánsdóttir, 27.4.2014 kl. 05:29

10 Smámynd: Elle_

Sigurgeir, sammála ekkert ESB, en það að nota orðið samningur um það ósemjanlega, gengur ekki frá fullveldissinnum, það er yfirdrifið nóg af þeim blekkingum frá íslenskum ESB-sinnum sem einskis svífast og fá að vaða uppi í ESB-bleðlum eins og hinu svokallaða Fréttablaði og Fréttatíma.  Við vitum alveg hvað ESB segir og skrifar. 

Það kalla ég að málið snúist í lúkunum á okkur ef við ætlum út í hið óendanlega að vera að ræða þessar einkakröfur lítils minnihlutahóps sem ætti bara að færa sig yfir hafið.

Elle_, 27.4.2014 kl. 14:02

11 Smámynd: Elle_

Við skulum líka alltaf muna og halda á lofti að þetta er í heild sama spillingarpakkið og ætlaði að ræna okkur (ekki síst lagaheimild) með ólögmætum fjárkröfum evrópskra velda og Samfylkingar.  Þó við verðum sökuð um þráhyggjuröskun, eins og einn allslaus og nafnlaus (svokallaður Kommentari) lét vaða á mig.

Elle_, 27.4.2014 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband