Lífeyrissjóðir skapa stöðugleika - en líka spillingu

Eftir hrun urðu lífeyrissjóðir gerendur í atvinnulífinu og beinlínis keyptu upp félög til að bjarga frá gjaldþroti, t.d. Icelandair. Á tímum útrásar voru lífeyrissjóðirnir þöglir bandamenn auðmanna og létu ruglið gott heita enda þáðu stjórnendur lífeyrissjóðanna umbun eins og einkaflug til Bretlands á fótboltaleiki.

Lífeyrissjóðirnir voru ekki ormahreinsaðir eftir hrun og sama græðgismenningin þrífst þar innan dyra. Stöðugleikinn sem lífeyrissjóðirnir skópu  eftir hrun er verður dýru verði keyptur, ef ekkert er að gert. Stjórnendur lífeyrissjóða handvelja samstarfsaðila, sem þar með eru orðnir áskrifendur að auðlegð lífeyrissjóðanna.

Þegar lífeyrissjóðir eru komnir í bullandi samkeppnisrekstur, s..s í matvöruverslun, verður til samtryggingarspilling sem mun féfletta almenning.

Lífeyrissjóðakerfið verður að stokka upp frá grunni.


mbl.is Setja skilyrði fyrir kaupum á Kaupási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Það er mitt álit, að það sé nauðsynleg algjör uppstokkun á öllu fjármálakerfinu. Bankakerfið verði endurskipulagt og sett skýr lög um alla bankastarfsemi. Gerð verði rannsókn á sölu íslendsku bankanna og kannað hvernig fjármunir hafi skipt um eigendur og hvort um lögbrot hafi verið að ræða. Bankaleynd verði afnumin. Með sama hætti verði kannaðir bæði sparisjóðir, lífeyrissjóðir og tryggingafélög.

Sett verði í lög að sparifé landsmanna - (í sparisjóðum, bönkum og lífeyrissjóðum) - megi einungis lána almenningi til húsnæðiskaupa og til uppbyggingar innanlands í íslendsku atvinnulífi.
Innlánasjóðum, bönkum og lífeyrissjóðum, sem varðveita sparifé almennings, verði bannað að eiga fyrirtæki, hlutabréf í fyrirtækjum eða íbúðarhúsnæði, hvorki innanlands né erlendis.
Sett verði lög um endursölu eigna (íbúðarhúsa, húseigna og fyrirtækja) sem lánastofnanir kunna eignast við gjaldþrot fyrirtækja eða einstaklinga og að slíkar eignir verði að vera seldar innan ákveðins tíma.

Lögum um lífeyrissjóði verði breitt. Þá verði sett í lög að hver og einn maður ráði því sjálfur hvort hann greiði í lífeyrissjóð og þá hversu mikið. Hver þátttakandi í lífeyrissjóði eigi sitt lífeyrissjóðsframlag, á sínu nafni, líkt og væri inneign á reikningi. 
Sett verði lög og reglur um greiðslur úr sjóðnum til lífeyrisþega. En eftir fráfall sjóðsfélaga þá gengur það sem eftir er, ásamt vöxtum, til erfingja.
Fé úr lífeyrissjóðum megi einungis lána til íslendskra ríkisborgara og íslendskra fyrirtækja til notkunar innanlands.

Þá er það mitt álit, að miðað verði að því, að allir lífeyrissjóðir verði sameinaðir í einn sjóð.

Tryggvi Helgason, 1.4.2014 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband