Vinstrahrunið 2013 óuppgert

Vinstripólitík síðustu áratuga náði hámarki með fyrstu hreinu vinstristjórn lýðveldisins, ríkisstjórn Jóhönnu Sig. 2009 til 2013. Botnlaus vonbrigði með öll stærri mál vinstristjórnarinnar, s.s. ESB-umsóknina, Icesave-málið og stjórnarskrármálið, verða vinstripólitík dragbítur næstu árin. 

Unga fólkið hafnar vinstriflokkunum VG og Samfylkingu; veitir miðjuvinstrinu í Bjartri framtíð hálfvolgan stuðning og svo er það auðvitað rökleysuvinstrið í Pírötum sem fær rúmt pilsnerfylgi. Annars er það hægripólitík sem unga fólkið sýnir áhuga.

Hvorki Samfylking (12,9%) né VG (10,9%) draga nokkurn lærdóm af skelfilegum niðurstöðum kosninganna síðast liðið vor.

Án uppgjörs við mistök Jóhönnustjórnarinnar skapast vinstriflokkunum engin sóknarfæri, líkt og kosningar til stúdentaráðs Háskóla Íslands staðfesta.


mbl.is Vaka sigraði í kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

En, Páll, þú ert vinstrimaður, eða alla vega jafnaðarmaður, inn við beinið er það ekki? Og varst kannski opinberlega vinstrimaður í den. (Not that there is anything wrong with that, eins og Seinfeld sagði.) Það finnst mér þessi athugasemd sína, að minnsta kosti:

„Í útrás og hruni sýndu og sönnuðu íslenskir einkaaðilar að þeim er ekki treystandi fyrir samfélagslegum verðmætum. Einkaaðilar stjórnuðu samanlögðu bankakerfi landsins og þeir settu þjóðina svo gott sem á hausinn.

Samgöngukerfið, flugvallarrekstur meðtalinn, er samfélagsleg verðmæti sem einkaaðilum er ekki treystandi fyrir. Útrás og hrun kenndu okkur það."

Þetta sýnir alla vega að þú ert ekki gallharður hægrimaður, sem mér finnst hið besta mál, auðvitað.

Wilhelm Emilsson, 7.2.2014 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband