ESB-sinni gefst upp á evru; Stór-Evrópa er dauð

Evran var metnaðarfull tilraun til að auka samrunaþróunina í Evrópu, en við sambandssinnar verðum að horfast í augu við það að tilraunin mistókst. Og áður en evru tilraunin eyðileggur Evrópusambandið verðum við að vinda ofan af gjaldmiðlasamstarfinu. Á þessa leið skrifar stjórnmálafræðingurinn François Heisbourg í grein sem núna fer víða um lönd.

Heisbourg stýrir alþjóðlegri hugveitu Institute for Strategic Studies (IISS) og er yfirlýstur stuðningsmaður samrunaferlisins í Evrópu. Hann var áður embættismaður í franska utanríkisráðuneytinu.

Heisbourg bendir á að öll orka Evrópusambandsins fari núna í að verja evru-samstarfið frá falli. Og þrátt fyrir alla þá vinnu sem lögð er í að bjarga evrunni gerir gjaldmiðillinn ekkert annað en að auka á eymd og vandræði Evrópusambandisns.

Í evru-ríkjunum, segir Heisbourg, er orðin til ,,týnda kynslóðin", ungt fólk sem ekki fær vinnu þegar það lýkur námi og mun þess vegna ekki verða hluti af vinnumarkaðnum; týnda kynslóðin lærir að vera utan atvinnulífsins, annað hvort á félagslegum bótum eða í svarta hagkerfinu.

Þar fyrir utan er Evrópusambandið að klofna vegna evrunnar. Ástæðan fyrir því að Bretland er á leiðinni út úr ESB er evran. Sterk lönd eins og Pólland og Svíþjóð, ásamt Bretlandi, vísa veginn fyrir þjóðríki að þrifast vel utan gjaldmiðlasamstarfins.

Til að núverandi evru-samstarf ætti minnstu möguleika á að heppnast yrði miðstýring frá Brussel að vera langtum meiri en hún er á sviði ríkisfjármála og með millifærslum á milli ríkari og fátækari hluta ESB líkt og gerist innan Bandaríkjanna, Indlands og Brasilíu. Hængurinn er sá að enginn pólitískur vilji er til þess meðal þjóðríkjanna sem mynda ESB að auka miðstýringuna.

Umræðan í Bretlandi er þannig að Evrópusambandið með evru er talið liðin tíð,  spurningin er aðeins hvernig verður undið ofan af misheppnuðu tilrauninni, hvort það verði gert skipulega eða með hvelli.

Heisbourg segir að það verði alltaf erfitt að afbyggja evru-samstarfið. Alger forsenda sé að Frakkland og Þýskaland verði samstíga og verði bakhjarlar að tillögum um að taka upp að nýju gjaldmiðla þjóðríkja og afnema evru sem lögeyri 18 ríkja af 28 ríkjum ESB.

Greining Heisbourg er í tóni og takti við samstöðu sem er að myndast meðal fræðimanna í Evrópu um að evran fær ekki staðist nema með ríkisvaldi Stór-Evrópu annars vegar og hins vegar að engar pólitískar forsendur eru fyrri Stór-Evrópu. Óhjákvæmileg niðurstaða af þessum tveim forsendum er að evran mun ekki halda velli og hugmyndin um Stór-Evrópu er dauð.

Það er hjákátlegt en engu að síður staðreynd að umræðan í Evrópu hefur ekki borist til eyrna íslenskra ESB-sinna. Þeir tala enn eins og evran sé gjaldmiðill framtíðarinnar og að Stór-Evrópa sé á teikniborðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

R.I.P.

Ragnhildur Kolka, 19.1.2014 kl. 12:53

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Góð orð hjá þér Páll. Eins og *allir* vita er ég algjörlega andvígur inngöngu í Ráðstjórnarríki Vestur-Evrópu, en ég hef fylgst þokkalega með umræðunni þar síðustu tvö ár.

Aðallega er ég andvígur andlýðræðislegum háttum þar á bæ og eindreginn fylgjandi algjöru sjálfstæði Íslendinga - en það er allt önnur ella.

Ég tek því fagnandi að heyra Evrópusinna lýsa þeirri skoðun sem hér kemur fram.

Guðjón E. Hreinberg, 19.1.2014 kl. 14:09

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Góð skrif hjá þér Páll sem endranær. Á hverjum degi koma fleiri fyrrum evrusinnar fram og viðurkenna, að þeir hafa skipt um skoðun. Þeir eru orðnir býsna margir t.d. í Svíþjóð. T.o.m. hluti búrókratanna í Brussel hvíslar þetta á göngunum. Það verður sem fyrst að stöðva þessa misheppnuðu tilraun og þann ógnarskaða, sem trojkan hefur valdið á jaðarríkjum Evrópu. Gott, að þingmenn leggi fram afturköllun á ESB-umsókn Alþingis. Þá verður hægt að beina öllum kröftum að uppbyggingu landsins.

Gústaf Adolf Skúlason, 19.1.2014 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband