Grćđgi og samfélag

Óheft grćđgi eyđileggur traust og án ţess liđast samfélagiđ í sundur. Íslenska útrásin var óheft grćđgi enda gekk verulega á samfélagslegt traust á međan auđmenn riđu um héruđ međ flokka sína og skiptu upp hagkerfinu í friđi fyrir stofnunum samfélagsins.

Virtur breskur álitsgjafi í hagstjórn, Roger Bootle, ber saman breskan kapítalisma og rússneskan. Meginmunurinn, segir hagspekingurinn, er ađ í Bretlandi er til traust en í Rússlandi ekki. Traust birtist í samskiptum fólks og stofnunum ríkisvaldsins. Á tímum útrásar var íslenska ríkisvaldiđ ađ stórum hluta beygt undir vald auđmanna. Viđ vorum á leiđinni inn í rússneskt ástand, áđur en forlögin í formi hrunsins gripu í taumana og forđuđu okkur frá allsherjareymd.

Bootle er sannfćrđur kapítalisti í ţeirri merkingu ađ hann telur ekkert fyrirkomulag hagstjórnar betra en kapítalisma. En hann telur jafnframt ađ óheftur kapítalismi sé lítt skárra ástand en altćkur kommúnismi.

Bootle segir ađ á tímum Thatcherismans í Bretalandi hafi hneigđ veriđ í átt ađ óheftum kapítalisma ţar sem grćđgin var vegsömuđ á kostnađ annarra samfélagslegra gilda. Ein afleiđingin var stjórnlaus grćđgi bankamanna sem stunduđu viđskipti er skildu eftir sig sviđna jörđ - alveg eins og á Íslandi.

Á Íslandi stendur yfir endurbygging hagkerfisins eftir hrun. Í ţeirri uppbyggingu ćttum viđ ađ hafa í huga innsći skynsamra manna eins og Roger Bootle.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mćl ţú manna heilastur, Páll, í stórgóđum pistli, sem tekur á málinu eins og best má verđa. Og til ţess ađ traustiđ sé sem víđtćkast verđur ađ rekja alla leiđ ţrćđi skefjalítillar grćđgi á kostnađ annarra gilda, finna út hve almenn hún gat orđiđ og getur orđiđ og bregđast viđ ţví.

Ómar Ragnarsson, 6.1.2014 kl. 09:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband