Þýskaland sekkur með evrunni

Ekkert gjaldmiðlasamstarf hefur haldið velli án pólitísks samruna. Ekkert öflugu evru-landanna er tilbúið í pólitískan samruna þeirra 18. ríkja sem búa við gjaldmiðilinn sem lögeyri. Af þessu leiðir pólitísk og efnahagsleg kreppa á meginlandi Evrópu. Bretland nýtur góðs af og sömuleiðis Norðurlöndin.

Wolfgang Münchau er þekktur þýskur stjórnmálarýnir og er hlynntur evrópsku samrunaferli. Hann skrifar í Spiegel um evru-kreppuna og líkir stöðumati ráðaandi afla í Evrópu árið 2014 við mistökin 1914 þegar álfunni var steypt út í stríð sakir heimsku og sauðsháttar stjórnmálamannanna.

Þýska lausnin á evru-kreppunni er að önnur lönd taki upp þýskan aga á efnahagsmálum sínum. Það virkar ekki enda eru Spánn, Ítalía, Frakkland, Portúgal og Grikkland sprottin úr öðrum menningarpólitískum jarðvegi en Þýskaland. Þá er aðeins ein önnur leið og það er pólitískur samruni evru-landanna 18. En hvergi á öllu evru-svæðinu er pólitískur vilji til samruna.

Á endanum, segir Münchau, verður pólitísk sprenging.

 


mbl.is Bretland verði öflugara en Þýskaland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Norðurlöndin eru einnig sprottin úr öðrum menningarpólitískum jarðvegi en mið- og suður Evrópa.  Ísland og hin norðurlöndin eiga einhverja, en þó takmarkaða samleið með löndum sunnar í álfunni.  Norðurlönd eru frábrugðin þessum þjóðum.  Sjálfsagt er þó að rækta samskipti við ESB þjóðir, sem og aðrar þjóðir.  Þurfi norðurlöndin á einhverju nánu ríkjabandalagi að halda, mætti hugsa sér endurreist Kalmarsamband

Kristján Þorgeir Magnússon, 26.12.2013 kl. 16:38

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allar tilraunir til heimsyfirráða eru dæmdar til að enda með ósköpum. Sama hvernig þær eru unnar.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.12.2013 kl. 16:54

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þessi færsla hérna fyrir ofan er tilfallandi dæmi um vanþekkingu ESB andstæðinga (og andstæðinga Evrópu á Íslandi).

Fjöldi Evruríkja er aðeins 17 í dag. Það er ekki fyrr en 1-Janúar-2014 sem evruríkin verða orðin 18 og ekki fyrr en 1-Janúar-2015 sem evruríkin verða orðin 19 talsins ef Litháen fær samþykki ESB til þess að taka upp evruna árið 2015.

Þýskaland er ennfremur ekkert að fara sökkva og evran ekki heldur. Slíkar fullyrðingar eru drómórar geðveikra manna á Íslandi og annarstaðar.

Jón Frímann Jónsson, 26.12.2013 kl. 22:05

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Takið eftir : ........"Geðveikir menn á Íslandi" - Sagði maðurinn !

Gunnlaugur I., 27.12.2013 kl. 00:36

5 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Svo að vikið sé að upphaflega tenglinum, hefur enginn trú á breska heimsveldinu, kannski er það bara svo sterkt, ekki að Evran sé veik 

Gunnar Sigfússon, 27.12.2013 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband