Össur: ég er ríkisvaldið

Stjórnmálamenn er flestir með sjálfsálitið í lagi annars entust þeir ekki starfi. Markmið stjórnmálamanna er að komast til valda.

Fæstir stjórnmálamenn eru svo skyni skroppnir gera ekki greinarmun á sjálfum sér og valdinu sem þeim er treyst fyrir. Opinbert vald er ekki einkamál þeirra sem með fara.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er undantekning frá meginsjónarmiðum vestrænna lýðræðisþjóða um almannavald.  Össur lítur á sína persónu sem aðalatriðið í rekstri utanríkisþjónustu lýðveldisins, eins og Björn Bjarnason vekur athygli á

Persónuvæðing Össurar á opinberu valdi er í ætt við afstöðu einvaldskonunga til þegnanna. Og ekki beinlínis í anda stjórnmála jafnaðarmannaflokka á Vesturlöndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Um þetta er ekki margt að segja annað en að á myndinni eru mestustjórnmála skrípi íslandssögunnar.

Hrólfur Þ Hraundal, 13.2.2013 kl. 20:23

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvernig var þetta nú? Til hamingju Ísland að ég fæddist hér!!

Helga Kristjánsdóttir, 14.2.2013 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband