Andstæðingar Jóhönnu í Samfylkingu brýna Árna Pál

Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingar, er hvattur til þess af þeim flokksfélögum sem vilja sem fyrst gleyma Jóhönnu Sigurðardóttur  að gera nauðsynlega samninga við stjórnarandstöðuna til að styrkja stöðu flokksins fyrir kosningar.

Samfylkingarbloggið Orðið á götunni brýnir Árna Pál til að grafa undan Jóhönnu í því skyni að draga úr einangrun flokksins.

Götuorðið getur þess ekki hvernig Árni Páll getur fleygt Jóhönnu fyrir borð en haldið flokknum á floti. Hér er tillaga: Árni Páll viðurkennir að ESB-umsóknin hafi verið mistök og býður stjórnarandstöðunni samstarf um að alþingi leiðrétti handvömmina frá 16. júlí 2009. Með slíkum samningi myndi Árni Páll, fyrir utan að klína ESB-klúðrinu á Jóhönnu,  stúta VG og Steingrími J.

Pólitísk staða Samfylkingar er handónýt. Aðeins djarft útspil, sem sprengir upp stöðuna, getur komið flokknum til bjargar. Hrekkur Árni Páll eða stekkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Snilldartillaga Páll með þeirri yfirlýsingu sem þú leggur til gæti Árni Páll sent bæði Jóhönnu og Steingrím út á kaldan klaka með allt niðrum sig, yfirgefin og "einangruð frá íslensku samfélagi." Staðan í dag er að bæði VG og Samfylkingin eru að orðin eins og "Kúba norðursins." Megi svo áfram vera um aldur.

Sólbjörg, 10.2.2013 kl. 22:26

2 Smámynd: Örn Johnson

Yndisleg tillaga hjá þér Páll. Þá verður þessara aumingja ekki minnst í sögu þjóðarinnar öðruvísi en með réttnefni:Fjögur glötuð ár, eign Jóhönnu og Steingríms.

Örn Johnson, 10.2.2013 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband