Árni Páll í stjórnarmyndunarviðræðum

Nýr formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason, freistar þess að mynda nýjan meirihluta á alþingi til að sprengja upp pattstöðuna þar sem minnihlutastjórn Samfylkingar Jóhönnu situr ásamt leifunum af VG.

Í RÚV mátti lesa eftirfarandi í hádeginu.

Álfheiður Ingadóttir, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að stjórnarmeirihlutinn sé enn staðráðinn í að koma þessu máli í gegn á þessu þingi. Ekki er þó víst að allir séu þessarar skoðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur nýr formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, fundað með hluta stjórnarandstöðunnar um framhald málsins. Engin niðurstaða hefur orðið af þeim fundahöldum en heimildir fréttastofu herma að hann hafi aðrar áherslur í málinu en Jóhanna Sigurðardóttir sem vill ljúka afgreiðslu frumvarpsins í heild sinni fyrir kosningar.

Markmið Árna Páls er að setja saman nýjan stjórnarmeirihluta fyrir kosningar.  Jóhönnustjórnin færi þá nokkrum vikum fyrr á ruslahaug sögunnar en til stóð.

 


mbl.is Ákvörðunin ekki tekin í mínum flokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Makleg málagjöld.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.2.2013 kl. 14:33

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst nú hæpið að gleypa upp svoan fréttir í Mogganum sem er jú stjórnað af smjörklípumeisturum. Það hefur öllum verið ljóst að til að koma frumvarpinu í gegn þá megi nú skoða samninga um einstök atriði. 

En svo framarlega sem Páll hefur heimildir fyrir þessari klausu:

Markmið Árna Páls er að setja saman nýjan stjórnarmeirihluta fyrir kosningar.  Jóhönnustjórnin færi þá nokkrum vikum fyrr á ruslahaug sögunnar en til stóð.

Þá ætti hann sem maður sem kynnir sig sem blaðamann að vita að svona kausu ætti að fylgja orðin "að mínu mati" annað hvort á undan eða eftir. Svona svipað og þegar hann viðrar sínar skoðanir á ESB. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.2.2013 kl. 15:21

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Maggi ég hef aldrei séð þig skrifa á mbl.is blogginu ..... að mínu mati.

Er einhverjar sér reglur fyrir þig?

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 9.2.2013 kl. 22:19

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það gekk fjöllunum hærra 2007 að í raun hefðu farið fram undirbúningsviðræður um stjórn Sjalla og Samfó mánuðina fyrir kosningar, enda þótt myndað hefði verið opinberlega svonefnt "Kaffibandalag" fyrr um veturinn með þáverandi stjórnarandstöðuflokkum. Sagt var að Ingibjörg Sólrún og Þorgerður Katrín hefðu lagt á ráðin með þetta.

En forsendan var sú að þáverandi stjórnarmeirihluti tapaði það illa, að svipað ástand kæmi upp og 1995 þegar meirihlutinn fór niður i eins þingmanns meirihluta og ég hef ekki heyrt þessar hviksögur staðfestar.

Nú reiknar enginn með því að núverandi stjórnarflokkar haldi meirihluta sínum og því er ekkert óeðlilegt að spáð sé í hvernig nýr stjórnarmeirihluti verði myndaður þótt erfitt sé að sjá fyrirfram hvað kemur upp úr kjörkössunum.

Íslenskir stjórnmálamenn hafa verið næsta óútreiknanlegir. Þegar Framsóknarflokkurinn lenti í mesta tapi í sögu sinni 1978 óraði engan fyrir því að formaður hans yrði samt forsætisráðherra eftir kosningarnar.

Ómar Ragnarsson, 10.2.2013 kl. 02:00

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ómar Ragnarsson spáir að Steingrímur Jóhann Sigfússon (SJS) gæti orðið Forsætisráðherra eftir kosningarnar í vor, really?

Góð spurning, hver sem ættlar að greiða VG atkvæði sitt ætti að hafa þetta í huga.

Sem sagt eina leiðin til að losna við þann möguleika for sure að SJS verði ekki Forsætisráðherra er að fylgi VG verði undir 5% þegar talið er upp úr kössunum í vor.

Góð viðvörun Ómar.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 10.2.2013 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband