Veikt bakland stjórnlagaráðs, náðarhöggið vantar

Fáeinir tugir mættu á fund til stuðnings stjórnlagaráði og stjórnarskrá ráðsins. Aðalræðumaður stjórnlagaráði, Illugi Jökulsson, ýmist formælti alþingi eða kvaðst stoltur sitja í ráði sem alþingi skipaði - allt í einni og sömu ræðunni.

Mótsagnakenndur málflutningur stjórnlagaráðs er í takt við fylgisleysi ráðsins. Um tíma stóð til að gera stjórnlagaráð að fullveðja stjórnmálaflokki en þegar engin eftirspurn reyndist eftir slíku stjórnmálaafli lögðu menn árar í bát. Sumir stjórnlagaráðsliðar íhuguðu framboð með öðrum uppreisnaröflum s.s. Dögun og eftirhreytum Hreyfingarinnar - aftur var engin eftirspurn.

Það er beinlínis hlægilegt að eyða tíma alþingis að ræða stjórnarskrá stjórnlagaráðs. Stjórnarskrá lýðveldisins ber enga ábyrgð á hruninu. Atlagan að stjórnarskránni er pólitísk og knúin áfram að laustengdu bandalagi nokkurra hópa á vinstri væng stjórnmálanna sem sjá helst sóknarfæri fyrir sig í upplausnarástandi. Og með því að bylta stjórnskipun lýðveldisins skapast upplausn.

Fræðimenn segja stjórnarskrá stjórnlagaráðs ónýta til síns brúks og forsetinn tekur undir það. 

Þegar fræðilegt, faglegt og lýðræðislegt bakland stjórnlagaráðs er jafn veikt og raun ber vitni er það beinlínis skylda stjórnarandstöðunnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, að greiða ónýtu plaggi ráðsins náðarhöggið.

 


mbl.is Vilja að stjórnarskrármálið sé klárað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: N1 blogg

Enn freistar mófuglinn Páll Vilhjálmsson þess að beita raðlygi í máli sem hefur verið marghrakið og rekið upp í kjaftinn á FLokkskvikindinu.

En Páll skeytir hvorki um skömm né heiður, frekar en aðrir mófuglar á launaskrá LÍÚ. Þeir LÍÚ-a blákalt að landanum, þrátt fyrir að ljóst sé að fréttirnar eru heimabakaðar í Hádegismóum.

Við skulum bíða og sjá hverjir veita hverjum "náðarhöggið" Páll Vilhjálmsson!

N1 blogg, 20.1.2013 kl. 12:34

2 identicon

Þau vantar trúverðugleika. Þau þykjast berjast fyrir lýðræðisumbótum en mega ekki heyra á þjóðaratkvæðagreiðslu minnst. Það er ekki trúverðugt að segja: Er þetta eitthvað flókið? og fara í fýlu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 13:29

3 identicon

Gufar bara upp (andstaðan við Evrópu), lokaorðin í Silfri Egils.

Einnig líklegt að Kögunarstrákurinn gufi upp, lélegasta frammistaða flokksformanns í Silfrinu, “bar none”. Falleinkun.

Fullyrti m.a. að Íslendingar væru umhverfisvænsta þjóð í heimi. En per capita eigum við heimsmet í útblástri á CO2, vegna skipa- og bílaflotans (stórir og eyðslusamir sleðar) og þá ekki síst vegna álframleiðslu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 14:41

4 identicon

Menn byrjuðu vel með t.d.

Allar náttúruauðlindir eru þjóðareign

Allir menn eru jafnir

en svo komu einhverjir sérhagsmunahópar og bættu við textann þannig að byrjunin verður algjörlega ómarktæk.

Grímur (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband