ESB er afurð tveggja heimsstyrjalda

Þjóðverjar og Frakkar hafa keppt um forystu á meginlandi Evrópu frá 843 þegar ríki Karlamagnúsar var skipti milli sonarsona hans. Tvær heimsstyrjaldir á 20. öld knúðu Þjóðverja og Frakka til að leita nýrra lausna á sambúðarvandanum.

Evrópusambandið á fyllilega skilið friðarverlaun Nóbels enda stórríki álfunnar verið til friðs frá vordögum 1945 þegar Hitlers-Þýskaland leið undir lok.

Árangur Evrópusambandsins til að auka velmegun þjóða Evrópu, einkum meginlandsins, er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Enn vantar þó nokkuð upp á að íbúar álfunnar nái hagsæld og velmegun sem Íslendingar njóta með fullveldi sínu og eigin gjaldmiðli. 


mbl.is Valið á ESB staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar værum við stödd hefðu ekki erlendir kröfuhafar afskrifað þúsundir milljarða króna?

 

Ef það hefði ekki gerst væri líklega lítið í “Lohncouvert” Páls Vilhjálmssonar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.10.2012 kl. 11:35

2 Smámynd: Elle_

Ófriðarsamband á ekki skilið nein friðarverðlaun og þau eru hlægileg.  Þar ríkir mikill ófriður innan sambandsríkja kvalinna af miðstjórninni sem öllu ræður.

Elle_, 12.10.2012 kl. 12:03

3 Smámynd: Þorsteinn V Sigurðsson

Merkilegt Elle hvað nefnd um friðarverðlaun Nobels er illa að sér um ESB. Þvílík fásinna að kalla ESB ófriðarsamband í ljósi þess hvað sambandið hefur gert í gegnum áratugina.

Þorsteinn V Sigurðsson, 12.10.2012 kl. 12:42

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nefndin er e.t.v.knúin til þess að veita þau einhverjum,svo oft hefur hún sleppt því að veita þau.

Helga Kristjánsdóttir, 12.10.2012 kl. 13:44

5 Smámynd: Elle_

Fáfræði eða ekki fáfræði, Þorsteinn.  Innan ófriðarveldisins ríkir mikill ófriður vegna harðræðis.  Og þetta er hlægilegt.  Það auðvitað sjá ekki Brusseldýrkendur sem vildu borga ICESAVE.

Elle_, 12.10.2012 kl. 15:55

6 identicon

“Ansporn und Verpflichtung” sagði Angela Merkel.

Hér í þýskumælandi Evrópu er fréttinni frá Oslo tekið með fögnuðu. Menn gera sér vonir um að nú leggist menn á árarnar og að vandi sambandsins og ríkja þess leysist fljótt og vel. Sem sagt, hvatning og skylda, eins og Merkel sagði.

Hér verður maður ekki var við hjáróma raddir eins og hjá Heimssýn, Mogganum, Styrmi og öðrum afturhaldsöflum á klakanum.

Ef Íslendingar vilja ekki stimpla sig sem “Dorftrottel” Evrópu, verða þeir að breyta um stefna og sýna meiri skynsemi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.10.2012 kl. 16:17

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 12.10.2012 kl. 16:50

8 identicon

Það er ekki bara í viðskiptum (sjá Bakkbræður fyrir ofan) og á hinu pólitíska sviði, sem við sýnum incompetence og frekju.

Fyrirliði landsliðsins í fótbolta kallaða gestgjafaþjóð þeirra glæpamenn, ásakaði þá einkum fyrir þann hryllilega glæp að vera fátækir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.10.2012 kl. 16:58

9 Smámynd: Elle_

Já, þeir áttu það s-v-o skilið.  Endilega lyftum siðvillingum upp á stall, hvort sem þeir eru harðstjórar í Brussel eða grunaðir og sakfelldir glæpamenn. 

Var ekki annars Þorsteinn bara fyrir skömmu að tala um að við ættum að horfast í augu við vissan vanda og bætti við neðar að það skipti ekki höfuðmáli hvort við værum fullvalda ríki eða ekki?  

Elle_, 12.10.2012 kl. 17:04

10 Smámynd: Þorsteinn V Sigurðsson

Það er alveg rétt hjá Elle að ég talaði um að við þyrftum að horfast í augu við þann vanda sem er framleiðnin hér á landi þ.e. hversu lítil hún er miðað við aðrar þjóðir. Hvað þetta vandamál varðar þá skiptir engu hvort við séum fullvalda þjóð eður ei, vandamálið er og verður áfram til staðar.

Þorsteinn V Sigurðsson, 13.10.2012 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband