Rússar halda Finnum í evrunni

Finnar væru hættir í evru-samstarfinu ef ekki væri fyrir ógnina frá Rússlandi, segir í þessari analínsu frá Brósa P. í Simfréttum.

Hreintrúa mótmælendur í Finnlandi eru búnir að fá nóg af kaþólsku siðspillingunni í Suður-Evrópu þar sem lygi og undirmál eru daglegt brauð. Ógnin frá Rússlandi er helsta ástæðan fyrir því að Finnar þora ekki fyrir sitt litla líf að hverfa úr evru-samstarfinu og taka upp eigin gjaldmiðil eins og norrænir frændur þeirra á Íslandi, Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Vel að merkja: Rússar hafa aldrei lagt undir sig önnur Norðurlönd en Finnland.

Þjóðverjar vona að Finnar hætti evru-samstarfinu, svo þeir geti losnað í framhaldi. Þjóðverjar, sakbitnir vegna helfarar, þora ekki að vera fyrri til. 

Brósi heldur sjálfur að kaþólsku syndararnir í suðri muni rjúfa kyrrstöðuna og segja upp evrunni. Ekki fyrr en þeir hætta að græða á 'enni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fáðu þér gleraugu, Páll. Brósi minnist ekki einu orði á kaþólikka. Og okkar á milli sagt held ég það séu engar líkur á, að Marteinn Lúther mundi ná guðfræðiprófi við Háskóla Íslands eða prestsvígslu í þjóðkirkjunni. Einn af fáum mönnum, sem nú á dögum hefur lesið nákvæmlega rit hans, með sanngirni og furðu miklum velvilja, kallar sig Benedictus PP. XVI. Góð kveðja.

Sigurður (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 22:49

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Varla líður sá dagur að ekki sé fjallað um vandræði Evru í einhverju dagblaða meginlands Evrópu.Það ætti nú ekki að fara framhjá Samfylkingunni,hve mörg af ríkjum bandalagsins íhuga að hætta með þennan gjaldmiðil. Þeim finnst þau eiga það skilið að nýta vald sitt og sækja um myntbandalagið,pirra nei-sinna,gera sem mest ógagn áður en þjóðernissinnar taka við.

Helga Kristjánsdóttir, 20.8.2012 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband