Die Welt: evru-kreppa í 20 ár

Evru-kreppan hófst fyrir fimm árum og gæti staðið í 20 ár, segir í fréttaskýringu Die Welt. Á næsta ári minnkar eftirspurn eftir þýskum útflutningi og samdráttur verður í Þýskaland.

Pólitíska kreppan í evru-samstarfi 17 ríkja er hvergi nærri leyst þar sem ekki er samstaða um hvernig eigi að bregðast við. Fæstir veðja á að takist að halda ríkjunum 17 undir sömu peningastefnunni. En haldi evran velli verður það ekki án stóraukins samruna þeirra þjóða sem að henni standa. Þá er spurning hvað verður um ESB-ríkin tíu sem standa utan evru-samstarfsins.

Evru-kreppa Evrópusambandsins verður á dagskrá næstu árin ef ekki áratugi. Ísland gerir best í því að hinkra við og sjá hverju fram vindur. Þess vegna á að afturkalla ESB-umsóknina.


mbl.is Vanskil ekki meiri síðan 1962
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband