Spánn gjaldþrota í september

Ríkissjóður Spánar er gjaldþrota eftir tvo mánuði. Þrátt fyrir 100 milljarða evru-lán til spænskra banka er engin leið að ríkissjóður komist fyrir vind. Markaðir eru Spáni í reynd lokaðir, 7 prósent vextir eru ósjálfbærir. Nýjustu hagvaxtarspár gera ráð fyrir samdrætti næsta ár. Atvinnuleysi er um 25 prósent.

Og Spánn er fjórða stærsta hagkerfi evru-ríkjanna. Eins og það sé ekki nóg þá er þriðja stærsta hagkerfið, Ítalía, í vaxandi vandræðum. Forsætisráðherrar ríkjanna tveggja, Rajoy og Monti, ætla að hittast eftir tíu daga. Tvímenningarnir tóku höndum saman og reyndu að kúga Merkel kanslara Þýskalands á síðasta leiðtogafundi til að veita þýska ábyrgð á skuldum evru-ríkja. 

Þjóðverjar aftaka með öllu samábyrgð á skuldum 17-ríkja evru-samstarfsins. Aukin sameiginleg ábyrgð verður að haldast í hendur við aukna miðstýringu á ríkisfjármálum einstakra ríkja, segja Þjóðverjar. Til að mæta kröfum Þjóðverja ákveðið ríkisfjármálabandalag fyrir tæpu ári og bankabandalag fyrir nokkrum vikum. Bandalög ofan á bandalög sannfæra ekki alþjóðlega fjármálamarkaði um að evru-kreppan sé í rénun.

Ný skýrsla Alþjóða gjaldeyrissjóðsins segir hreint út að eina leiðin út úr evru-kreppunni er sameiginleg ábyrgð á skuldum evru-ríkjanna. Liam Halligan segir að  sjóðurinn taki aldrei afdráttarlausa afstöðu í stefnumálum nema með stuðningi Bandaríkjanna. Núna standi Bandaríkin og Kína á bakvið kröfuna um að Þýskaland axli ábyrgð á skuldum Suður-Evrópu.

Þjóðverjum finnst þeir hafa gert meira en nóg til að stemma stigu við evru-kreppunni. Þýskur almenningur var á móti 100 milljarða björgun spænskra banka nýverið. Á næsta ári eru kosningar í Þýsklandi og þeir vilja ná kjöri geta ekki vikið langt frá almenningsálitinu.

Evru-samstarfið í núverandi mynd lifir ekki af næsta vetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, horfurnar eru ekki góðar. Því miður.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 12:52

2 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

„ segir hreint út að eina leiðin út úr evru-kreppunni er sameiginleg ábyrgð á skuldum "

Vonandi lifir viðtengingarháttur í íslensku lengur en evran.

Hólmgeir Guðmundsson, 22.7.2012 kl. 14:09

3 identicon

Í skýrslu James Henry aðalhagfræðings hjá Mc Kinsey, kemur fram að auðmenn voru með yfir 21 biljón dollara falda í skattaparadísum víða um heim í lok 2010.

Væri nú ekki allt í lagi að leyfa þessum auðmönnum sem eiga þessa spænsku banka, að fjármagna sína banka sjálfa.

Að ætla þýskum skattgreiðendum að fjármagna spænska banka auðmenna er náttúrlega fullkomlega galið.

Það er löngu liðin tíð að hagnaðurinn sé einkavæddur og tapið þjóðnýtt.

Efnahagshrunið á Íslandi hefði aldrei orðið jafn stórt og raunin varð, ef nemi á fyrsta ári í endurskoðun hefði fengið að líta á lánabækur bankanna í lok hvers mánaðar, og líta á veðin fyrir lánunum í leiðinni.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 14:11

4 identicon

Sæll.

Vandi Evrópu er ekki bara bundinn við evruna. Vandi Evrópuþjóða er einn eða fleiri þátta:

1) Evran 2) Of stór opinber geiri 3) Ósveigjanlegur vinnumarkaður 4) Aldurssamsetning íbúanna 5 ) Það sem ekki má segja en hendir frændur okkar Svía ca. 2049 og Hollendinga örfáum árum síðar.

Evrópu eins og við þekkjum hana er búin að vera og glæstu dagar álfunnar eru að baki :-( Það er ekkert sem svokallaðir leiðtogar álfunnar geta gert jafnvel þó þeir viti af vandanum sem þeir gera ekki, álfan flýtur að feigðarósi hægt en sígandi, svo hægt að flestir sjá ekki í hvað stefnir.

Helgi (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband