Menntaelítan í leiðtogaleit

Menntaelíta landsins varð viðskila við Ólaf Ragnar Grímsson í nýafstöðnum forsetakosningum, samkvæmt íslenskum háskólakennara í Le Monde, segir okkur Björn Bjarnason. Hvort það var Ólafur Ragnar sem tapaði menntaelítunni eðs hún honum er opin spurning og fremur léttvæg.

Hitt er íslensku menntaelítunni umhugsunarefni að þegar Jóhönnu Sigurðardóttur og Össuri Skarphéðinssyni sleppir er næstur upp á dekk...

...Róbert Marshall (sem líka svarar nafninu kæri Jón Ásgeir).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Menntaelíta landsins", svo ég nota þín orð Páll, hefði aldrei geta litið á Óla sem sinn fulltrúa, ekki einu sinni, sinn "Kollege". Ólafur Ragnar er of lítið menntaður og ekki nógu vel gefinn fyrir slíkt hlutverk. Enda fellur kallinn í kramið hjá þeim sem lélega menntun hafa, ekki síst Sjallabjálfum og hækjunni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 21:16

2 identicon

Enn einn spyrilinn úr RÚV - Róbert Marshall -sem er sem Jóhanna - ekki úr menntaelítunni, ( slarkast þó í gegnum enskuna ólíkt Jóhönnu !) er hinsvegar sem Jóhanna ekki einu sinni " mellufær" á norðurlandamálin - en strákur lætur slíkt ekki á sig fá .

 Hann upplýsir í DV s.l. laugardag, að hann muni ekki hika við að bjóða sig fram til formanns í Samfylkingunni á næsta landsfundi .

 Flokki " alþýðunnar" er borgið !! 

 Mikill ræðuskörungur ??

 Heldur betur. Flutti ræður í hvorki meira né minna en 47 mínútur á síðasta þingi - enda aðeins sem Rodin þ.e. "hugsuður" - ekki ræðurbullari !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 21:29

3 identicon

Eitthvað sýnist mér vanta upp á lesskilninginn hjá hinum hámenntaða og afburða vel gefna Hauki Kristinssyni!

Annars er þetta alveg drepfyndin færsla.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 21:30

4 identicon

Það tók Óla aðeins hálfan annan dag að flippa yfir. Sagði að það væri ekkert vit í því að breyta stjórnarskrá landsins. Þórhildur Þorleifsdóttir rassskellti kallinn fyrir þetta í grein í Pressunni í dag.

 

Og þetta kusuð þið yfir ykkur, enn einu sinni.

 

Gröndal gamli eldri hafði þetta alveg á hreinu:

 

Hossir þú heimskum gikki

hann gengur lagið á

og ótal asnastykki

af honum muntu fá.

Góðmennskan gildir ekki,

gefðu duglega á kjaft.

Slíkt hefir, það eg þekki,

þann allra besta kraft.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 21:48

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það finnst mér,alltaf fellur ehv. til að ,,flissa,, ((-: að.

Helga Kristjánsdóttir, 2.7.2012 kl. 21:54

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Til Hauks Grömum sýnist garminum,

ganga fæst í haginn

hangir bæði í harminum

hjartað veikt og maginn. Kveðja H.K.

Helga Kristjánsdóttir, 2.7.2012 kl. 22:08

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fyrri færsla mín var til Hans Haralds.

Helga Kristjánsdóttir, 2.7.2012 kl. 22:12

8 Smámynd: Steinarr Kr.

Haukur "wannabe" menntamaður á brandara dagsins.

Steinarr Kr. , 2.7.2012 kl. 22:20

9 Smámynd: Elle_

Ólafur er hálærður, Haukur.  Þórhildur hvað?  Ætlaði að drepa mig úr leiðindum og nöldri eins og Björn Valur, Jóhanna og Ólína.  Var þetta ekki örugglega brandari??

Elle_, 2.7.2012 kl. 23:00

10 Smámynd: Elle_

Ósanngjörnu nöldri, mætti bæta við.

Elle_, 2.7.2012 kl. 23:37

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Stundum grunar mig að Haukur sé fyrirmyndin af Georg Bjarnfreðarsyni, hann státar kannski af fimm háskólagráðum eins og hann, en háskólagráður einar og sér gera menn ekkert sérstaklega gáfaða eins og dæmin sanna.

Fólki getur verið meinilla við Ólaf og jafnvel talið hann táknmynd alls hins versta í mannlegu eðli, það er huglægt mat og lítið við því að segja.

En að reyna að sanfæra sjálfan sig og aðra um að Ólafur hafi litla menntun, það er skot í myrkri.

Jón Ríkharðsson, 3.7.2012 kl. 01:22

12 identicon

Athyglisvert innlegg frá Hauki Kristinssyni. Annaðhvort er hann fáfróður, eða illa gefinn. Hið fyrra er unnt að bæta, hið síðara því miður ekki.

Þá er og athyglisvert, að Samfylkingaráhangendum virðist hafa tekist að koma því inn hjá sumum, að þar á bæ sé menntunarstig hærra en í öðrum flokkum (sbr "menntaelíta"). Fátt gæti verið fjær saanni.

Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 01:56

13 identicon

Bæði meirihluti stjórnar Ríkisútvarpsins ohf., sem og það vanhæfta alþingi sem þann meirihluta kaus, er líkast til sú "mennta"elíta sem um er rætt:

- Margrét Frímannsdóttir, Forstjóri Liltla Hrauns

- Björg Eva Erlendsdótti, Hluthafi í Smugunni

- Halldór Guðmundsson, Forsjóri Hörpunnar

Le Monde hlýtur líka að eiga við "mennta"elítu Göbbela ESB,

Óðinn Jónsson, Þórólf Matthíasson, Gunnar Helga Kristinsson og án nokkurs vafa, Baldur sjálfan Þórhallsson, þingmann nr. 64 í þingsal (þegar Jóhanna gleymir holdlegri líkamningu sinni í þingsal, því ekki getur hún gleymt vitinu, því sem ekkert er).

Indriði H. Þorláksson og Svavar Gestsson eru svo fulltrúar hinnar austur-evrópsku "mennta"elítu, sjálfra fyrirmyndarinnar, EUSSR, að loka takmarkinu, hinu Stór Habsborgara Deutshland uber alles, WW lebensraum taka III.

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 03:27

14 identicon

Meiri líkur á að Marshallinn vinni Víkingalottó með ofurtölu en að að samfylkingin verði í næstu ríkisstjórn og hann á ráðherralista.......

GB (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 12:28

15 identicon

Fjórflokkurinn er allur haldinn dekadent dauðahvöt.  Innanmein.

Samfylkingin, með Jóhönnu Sigurðardóttur sem formann, er dauðanum dæmd, algjört óumflýjanlegt pólitískt harakíri.

Náir, sem þrífast á engu öðru en heiftgjarni illsku.

Sjálfstæðismenn, með Bjarna Benediktsson sem formann, eru uppskvísaðar og meðvirkar pútur, sem lifa fyrir ESB fixið.

sannkallaðar pólitískar gungur, sem munu grafa sína eigin gröf.

Vg er með sjálfvirkan og tímasettan sprengibúnað innanklæða, líkt og talíbanskir hryðjuverkamenn.  Þeirra bíður sprenging í tætlur.

Framsóknarmaddaman mun meika sig samkvæmt vanda, en þykja ótrúverðug, sem útlifuð og sýkt skækja. 

Dr. Samúel Jónsson (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 13:17

16 identicon

Nýjustu tölur frá Gallup sýna innan við 10% traust þjóðarinnar á þingi.

Það segir allt sem segja þarf um stöðu fjórflokksins.

Dr. Samúel Jónsson (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband