Meira en 300 prósent munur á vöxtum íbúðarlána í Noregi og Íslandi

Íbúðarlán íslensku bankanna eru 4,95 - 5 prósent og eru verðtryggð. Norskir bankar bjóða íbúðarlán á bilinu 3,38 - 3,52 prósent og þar er engin verðtrygging. Að frádeginni verðbólgu, sem var 2,2 prósent í Noregi í fyrra, bera lánin innan við 1,5 prósent raunvexti.

Norskir bankar geta stundað viðskipti með 1,5 prósent raunvexti en íslensku bankarnir þurfa 4,95 - 5 prósent raunvexti til að sinna sömu þjónustu. Sagt með örðum orðum: Það er meira en 300 prósent munur á vöxtum á íbúðarlánum hér á landi og í Noregi.

Maður hrekkur í kút af minna tilefni.

Sjá hér umfjöllun um húsnæðislán norskra banka.

Sjá hér verðbólgutölur í Noregi.

Sjá hér...nei, ég er ekkert að gefa upp vefslóðina hjá ræningjunum, þið kunnið þær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Dágóður munur þetta. Svíður á okkur flestum, en hvað er til ráða? Er ekki athugandi að hafa samband við einhvern banka í Noregi og fá hann til að opna hér útibú?  

Halldór Egill Guðnason, 16.2.2007 kl. 09:52

2 identicon

Mig minnir að sænskur banki hafi sýnt því áhuga að koma hingað en svo hætti hann við.

En þessar tölur tala sínu máli.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 10:04

3 identicon

Hefur einhver reynt það að ganga inn í banka í Noregi eða Svíþjóð og beðið um lán til að kaupa raðhúsi í Þorláksgeisla?

Ég hugsa að viðkomandi yrði fleygt út.  "lókaleseringin" er svo mikil að banki í Oppdal lánar bara til kaupa á fasteign í Oppdal.  Enginn bankastofnun vogar sér út fyrir sitt umráðasvæði. 

Kjarkurinn er enginn.  Þá getur hver maður sagt sér að þeir þora ekki að fara í samkeppni við mafíuna hér.

En munurinn á okkur og frændum vorum Norðmönnum er sá að verðlagseftirlit og gagnríni okkar viðskiptavinanna er á ótúlega lágu plani.  Við elskum að láta þessar stofnanir ræna okkur.  Þykir það fínt...

Það gegnir öðru máli um Norðmenn.  Þeir eru ekki kallaðir gyðingar norðursins fyrir aðventuljósin.  Nei, þeim er annt um aurinn sinn, ólíkt við okkur.

Ef frændur vorir Norðmenn koma hingað til okkar með útibú og bjóða upp á sömu kjör og eru í Noregi í dag mun ég færa mig yfir til þeirra með mín viðskipti.  Ég er ekki giftur mínum banka eins og P. Blöndal taldi vera.

Kveðja.

Vilhjálmur Ólafsson.

Vilhjálmur Ólafsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 11:10

4 identicon

En hverjir eru grunnvextir seðlabankans í Noregi eða Svíþjóð?

 14%+ vextir hérna hafa mikið að segja, spurning hverjir þeir værru ef þeir myndu lækka um segjum 7-9%?

En verst þykkir mér ríkisvernd bankana í gegnum verðbæturnar.

Hannnes (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 12:00

5 identicon

Menn verða náttúrulega að átti sig á grunnvaxtastigi hagkerfsins. Til að mynda eru ekki sömu grunnvextir í Evrópu (3,5%) og í Japan (0,25%) og því eru vextir á lánum á Japan lægir. Vaxtamunurinn sem á að horfa á er það álaga sem bankar leggja ofan á grunnvexti hagkerfisins. Allur annar samanburður er marklaus. Ástæðan fyrir því að Seðlabanki Íslands hefur hækkað grunnvexti í 14,25% er að draga úr verðbólgu í hagkerfinu og þenslu sem að miklu leyti kemur til vegna mikillar einkaneyslu landsmanna. Með því að hækka grunnvexti leytast bankinn eftir því að hægja á hagkerfinu sérstaklega með því að ná upp raunvaxtastiginu. Bankarnir í landinu geta ekki horft framhjá grunnvöxtum enda verða þeir að fjármagna sig á þeim. Það álag sem íslenskir bankar leggja á vexti hefur lækkað mjög mikið á síðustu árum og nægir einfaldlega að skoða skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika til að sjá þá staðreynd.

Í þessu er einnig áhugavert að hafa í huga að Seðlabankinn sóttist mikið eftir því að bankarnir hækkuðu vexti á íbúðalánum í fyrra í samræmi við vaxtahækkanir bankans. Auk þess er ljóst að bankarnir eru í raun að tapa á íbúðalánum nú um stundir því að þeir þurfa að fjármagna sig á mun hærra raunvaxtastigi... Nægir einfaldlega að skoða það raunvaxtastig sem er á markaði ( Verðtryggð íbúðabréf t.d.)

Öll þessi umræða er á miklum villugötum.

Ónefndur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 13:31

6 Smámynd: Anton Þór Harðarson

ónefndur fer með mikinn pistil um að bankarnir verði að fjármagna sig með 14,25% vöxtum hjá seðlabanka og því þurfi þeir þennan vaxtamun, EN hve oft hefur maður séð i blöðum og á netinu, að bankarnir hafi verið að gera stóra endurfjármögnunarsamninga og það eru allt erlend lán og varla skipta vextir seðlabankas máli þar.

Og varandi það sem Vilhjálmur Ólafsson segir um "lókaleseringu" banka í noregi er það nú ekki alveg rétt, það eru til smá bankar sem sinna bara ákveðnu svæði en flestir bankar er ekkert að spá í hvar húsnæðið er. Og kanski smá í viðbót, það er ekki bara vaxtamunurinn, sem er norskum bönkum í hag, heldur líka lántökukostnaður, hér er hann mikklu lægri en á íslandi enginn stimpilgjöld eða annar bull kostnaður, ef ég man rétt er heildarkostnaður við húsnæðislán 1.400 nok óháð upphæð. Enda stunda sumir hér að láta bankana bjóða í lánið sitt einu sinni á ári, þar sem að það kostar sama og ekkert að færa lánið á milli banka.

Anton Þór Harðarson, 16.2.2007 kl. 14:40

7 identicon

Þetta er ekki skýring.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 22:06

8 identicon

Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga! 

Það er munur á húsnæðisvöxtum í Noregi og á Íslandi það er ljóst. Það er mikið fárast yfir verðtryggingunni íslensku.  En það ber að hafa í huga að íslensku, verðtryggðu okurvextirnir eru fastur út lánstímann.  Hins vegar eru vextir norsku bankanna fljótandi - það er þeir taka breytingum á 3 mánaða fresti.

Greinin sem þú vísar til eru meðaltalvextir nafnvaxta í Noregi á árinu 2006 - en vextir voru þá í sögulegu lágmarki. Einnig nafnvextir - sem eru einhverjum punktum lægri en þeir sem þú raunverulega greiðir. En það er bitamunur en ekki fjár.

Þá má geta þess að þessi vaxtakjör eru allra bestu vaxtakjör sem bankarnir veita einungis sínum bestu kúnnum - sem eru fastir með ýmis önnur viðskiðiti við bankana. Það er náttúrlega eðlilegt.

Þess má geta að vextirnir eru þegar orðnir nokkuð hærri í Noregi en þetta - enda verðbólga aðeins aukist. Vextirnir þar því komnir um og yfir 4%.

Annað sem vert er að hafa í huga að vextirnir í Noregi fara bæði eftir fjárhæð lánsins - og veðhlutfalli - eins og fram kemur í greininni sem þú vísar til. Á bilinu 60%-80% voru vextirnir orðnir 20 punktum hærri - og þá voru það aðrir bankar sem buðu hagkæmustu vexti. 

Vextir húsnæðislána sem er á veðrýminu á bilinu 80%-90% eru langtum hærri. Sem dæmi voru vextir DNB Nor á því bili um 7% fyrir mánuði síðan.

Vextir íslenskra lána eru hins vegar þeir sömu á þessu bili og þeir eru á lægra veðrými.

Það má til dæmis rifja upp að árið 1999 voru lægstu mögulegu húsnæðislánavextir í Noregi 8,1%.  Ártið 2001 voru þeir 7,5%. Húsnæðisvextir gætu þess vegna farið aftur í 8% í Noregi - ef verðbólga eykst. Þar er því ekki hægt að bera beint saman núverandi vexti í Noregi - eða annars staðar - og halda því fram að þeir verði þeir sömu út lánstímann eins og sumir hafa haldið fram (En ekki þú Palli svo ég viti).

Það sem hins vegar skiptir máli í samanburðinum er einmitt raunvaxtamunurinn milli Íslands og Noregs.  Á meðan Ísland komst niður í 4,15% áður en Seðlabankinn gerði allt til að hækka vexti á Íslandi - þá voru sambærilegir vextir (Vextir að frádreginni verðbólgu) yfirleitt í kring um 2% í Noregi þótt í tilfellum hafi þessi munur á tímapunktum verið bæði einhverjum punktum lægri og einhverjum punktum hærri - oftar þó hærri. Það er heilum 2% lægra en íslenskir bankar - og Íbúðalánasjóður hafa best boðið.  Ástæða þess er hreinlega sú að bestu kjör sem td. Íbúðalánasjóður hefur getað fengið í fjármögnunarútboðum sínum hafa verið um 3,5%. Vaxtaálag sjóðsins er nefnilega einungis 0.6%.   Þarnar er íslenska krónan að flækjast fyrir okkur.

Hins vegar er það deginum ljósara að á undanförnum mánuðum hefur þessi vaxtamunur norskra banka verið mun lægri en áður var vegna stóraukinnar samkeppni erlendra banka. - og sögulegi lágum vöxtum í heiminum. 

Mestu munar þar um hinn sænska  SEB Privat sem býður bestur vaxtakjörin eins og fram kemur - en sá banki er í mikilli markaðssókn og er að byggja sig upp á norska bankamarkaðinum - og er væntanlega þal. reiðubúinn tímabundið að lágmarka hagnað sinn þar.

Reyndar  býður sá banki athyglisverða tegund íbúðalána - lán þar sem einungis eru greiddir vextir af höfuðstól meðan höfuðstóllinn er innan ákveðinna veðmarka. Þess vegna í 20 ár!

Kveðja

Hallur M

Hallur Magnússon (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 11:26

9 identicon

Sæl,

Óskráður,  ef þú getur þá endilega gefðu okkur nöfnin á þessum bönkum.

Kveðja

V. Ólafsson.

Vilhjálmur ólafsson (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband