Reiðin mun beinast gegn ríkisstjórninni

Landlega flotans mun ekki bíta fyrr en eftir hálfan mánuð eða þrjár vikur. Næstu dagar ráða úrslitum um hvorir hafa betur útgerðamenn eða ríkisstjórnin. Vinstristjórnin er löngu búin að fyrirgera trausti og tiltrú þjóðarinnar með ESB-umsókninni, Icesave og atlögunni að stjórnarskránni. Í deilunni við útgerðamenn á Jóhönnustjórnin enga bandamenn; stjórnarandstaðan er á móti, landsbyggðin er á móti, atvinnurekendur eru á móti og þorri almennings.

Jóhönnustjórni er risavaxið klúður frá upphafi. Stjórnin ætlaði sér að skapa nýtt Ísland með hugmyndum af flokkskontórum Samfylkingar og Vinstri grænna. Þannig gerast hlutirnir ekki á Íslandi. Ríkisstjórnin varð viðskila við meginþorra þjóðarinnar strax á fyrstu mánuðum kjörtímabilsins.

Verði framhald á landlegu flotans mun vaxandi reiði almennings bitna á ríkisstjórn Jóhönnu Sig. Verðskuldað.


mbl.is Lengra útgerðarhlé mögulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru Jóhanna og Steingrímur ásamt fl. sem samþykktu á Alþingi Íslendinga, frjálst framsal á kvótanum, sameign þjóðarinnar 1993, og ef það er ekki brot á stjórnarskrá 72. gr. "Eignarétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema fullt verð komi fyrir"

Og ef þetta er ekki verkefni fyrir Landsdóm, þá er mér farið að förlast heilmikið.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 20:15

2 identicon

Þjóðin telur niður dagana þar til hún losnar við þetta hryllilega fólk.

Mikil er ábyrgð þeirra sem leiddu þessa ógæfu yfir íslenska þjóð.

Karl (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 20:48

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

"Verði framhald á landlegu flotans mun vaxandi reiði almennings bitna á ríkisstjórn Jóhönnu Sig. Verðskuldað"....

Þetta er rugl og ekkert annað. Hvurslags blinda slær landsmenn núna?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.6.2012 kl. 21:00

4 Smámynd: Benedikta E

Páll - við skulum hafa " skjaldborg " heimilanna með - og svo var það velferðarbrúin ? hvar átti annars að reisa velferðarbrúna ???

Ógnarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur burt með hana - STRAX - !

Benedikta E, 4.6.2012 kl. 21:17

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

nú er ég hætt að skilja um hvað fyrirsögnin er um? Um hvað er hún?

ég hélt að hér væri verið að ræða af viti um að svokallaðir útgerðarmenn eða LIU ákv´ðu að leggja niður veiðar i 1 dag, án þess að "eiga" kvótann, kvóta þjóðarinnar?

Hvað tengist þetta stjórninni, annað en að Steingrímur sjavarutvegsraðherra á að afturkalla allan kvóta strax?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.6.2012 kl. 21:33

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er með ólíkindum hve langt blaðamaðurinn, Páll er tilbúinn að teygja sig langt í ruglinu í vörn fyrir kvótagreifana.

Reiði þjóðarinna beinist öðru fremur að Sjálfstæðisflokknum varðandi kvótaóréttlætið, enda er hann guðfaðir þessarar vinavæðingarklíku.

Hafið skömm fyrir.

hilmar jónsson, 4.6.2012 kl. 21:36

7 identicon

Það er alveg ótrúlegt hvað sumir eru fljótir að gleyma. Það eru tæp fjögur ár síðan allt var í hers höndum hjá okkur og telja menn að hægt sé að reisa hagkerfið við á ekki skemmri tíma eftir svo harkalegan skell.

Ekki er ég að segja að allt hafi tekist hjá þessari ríkisstjórn og margt sem ég hefði viljað sjá betur fara. En fólk verður að átta sig á því að það fólk sem tók að sér endurreisnina var ekki öfundsvert af þeirri stöðu sem var og því sem úr var að moða. Auðvitað viljum við sjá hlutina framkvæmda hraðar en ég er ekki viss um að það hefði verið hægt.

Varðandi fiskveiðistjórnunina þá er ljóst að taka þarf til í þessu kerfi og það er ljóst að það verður ekki gert með sjálfstæðismenn í ríkisstjórn. Breytingar á svona kerfi eru ekki vinsældasöfnum og því miður þá virðast útgerðarmenn ekki hafa þann dug sem til þarf til að taka þátt í þessum breytingum sem allir vilja sjá en þora ekki að opinbera af ótta við sægreifana. Þeir hafa í raun fengið allt of mikið upp í hendurnar en áfram hljómar grátur þeirra sem fær marga til að vorkenna þeim.

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 21:58

8 identicon

Það skemmtilegasta hjá ofur-klúður-stjórninni, eru loforðin um 15.000 ný störf. Jamm, þetta kemur frá flokknum sem hló sig máttlausan, þegar Framsókn lofaði 12.000 störfum.

Þessi 15.000 störf á sumsé að skapa, með því að eyðileggja besta fiskveiðistjórnarkerfi heims, og búa til atvinnuleysi hjá sjómönnum og fiskvinnslufólki.

Blessunin hún Jóhanna, og Steingrímur, verðandi útibústjóri AGS á Grikklandi, eru þessa dagana að fletta í gömlum kosningaloforðum annarra flokka, og endurnýta þau álitlegustu með 25% álagi.

Annað sem er merkilegt, þessi selektíva gleymska vinstrimanna, sem eru búnir að steingleyma því, að Jóhanna og Steingrímur innleiddu frjáldsa framsalið árið 1990, og bjuggu til það kerfi sem er við lýði í dag. Hvernig stendur á þessari gleymsku? Er þetta kannski bara heimska?

Allavega, við Íslendingar bíðum spenntir eftir næsta útspili ríkisstjórnarútibús Sorpu.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 22:01

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jamm, það yrði hrein unun að upplifa þá stund ef sjávarútvegsráðherrann okkar tilkynnti það í kvöld að hann innkallaði allan fiskveiðikvótann hér og nú. :)

Kolbrún Hilmars, 4.6.2012 kl. 22:03

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

segðu...Kolbrún!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.6.2012 kl. 22:11

11 identicon

Visir.is birtir í dag viðtal við Jónas Garðarsson, sem er formaður kjararáðs hjá Sjómannafélagi Íslands. Fyrirsögnin er "Sjómenn styðja ákvörðun útgerðarmanna".Þetta skiptir máli. Ríkisstjórnin er að vandræðast með frumvörp, sem engir umsagnaraðilar eru ánægðir með, stefnir að því að láta yfirráð fiskimála í hendur Brusselvaldsins, afnemur sjómannaafslátt, kemur með áralöngu uppnámi að mestu í veg fyrir fjárfestingu í sjávarútvegi, leigir Evrópusambandinu varðskipin, rekur einarðasta samningamann Íslendinga í makríldeilunni etc etc. Það væri með miiklum ólíkindum, ef fyrirsögn Páls gengur ekki eftir. Þjóðin hefur raunar ekki efni á að hafa þessa ríkisstjórnarómynd yfir sér eitt ár enn.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 22:13

12 Smámynd: Birgir Kristbjörn Hauksson

Það er hreinlega rangt hjá þér að þorri almennings sé á móti stefnu ríkisstjórnarinnar í fiskveiðistjórnun.

Birgir Kristbjörn Hauksson, 4.6.2012 kl. 22:33

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki upplifi ég þá sem greifa,þeir greiða sinn kvóta og vilja fá með rétti að veiða upp í hann.Þessi ríkisstjórn sýnir þeim fjandskap,við erum öllu vön frá þessari heilögu Jóhönnustjórn. Þeim býður ekki við að troða milljarða lygaskuld á almenning,og brúka peninga til þess að kaupa sér samherja og erlenda samningamenn,þótt þjóðin sé búin að hafna henni,og sýna að hún sé ólögvarin.

Hvaða reiði er þetta út í stétt, sem að mestu hefur byggt þetta velferðarþjóðfélag upp,á nú að gera hana fallít,koma á ríkisrekstri,,þótt þorskurinn sé ekki skepna skýr,hún skömm hefur (Bretanum) Brusseisku á.

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2012 kl. 22:35

14 identicon

Elsku bestu Kolbrún H og Anna Benkovic segið mér nú hvað þið viljið sjá þegar Steingrímur hefur innkallað allar fiskveiðiheimildir ?? Hvað á svo að gera þegar ununin hefur fjarað út ??

Hafþór Rósmundsson (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 22:38

15 Smámynd: hilmar  jónsson

Hafþór, hvað geta kvótagreifarnir gert með togarana veiðiheimildarlausir ?

Eru þeir í aðstöðu til að vaða uppi með hótanir og kúganir ?

Nú er lag að hella sér í að breyta þessu óréttlæti.

hilmar jónsson, 4.6.2012 kl. 22:50

16 Smámynd: Birgir Kristbjörn Hauksson

Nú það er alltaf hægt að fá Bretana aftur og fiska þetta fyrir okkur í verktöku.

Birgir Kristbjörn Hauksson, 4.6.2012 kl. 23:00

17 identicon

Já.. hvað ætli kvótaeigendur (í samræmi við lög Jóhönnu og Steingríms um frjálst framsal) geri, nafni?

Ohh... við þurfum að sjálfsögðu ekki að hafa áhyggjur af þeim. Þeir fá sitt bætt fyrir dómstólum. Og við skattgeiðendur borgum.

Spurningin er sú, hvað gera landsmenn, þegar Jóhanna og Steingrímur hafa lagt fiskveiðistjórnarkerfið í rúst. Og hvað gera aðrar vestrænar þjóðir, þegar vestræn ríkisstjórn beitir ofbeldi og þjóðnýtir eigur annarra. Ég geri ráð fyrir að öðrum þjóðum hugnist ekki Sovét Ísland, ekki frekar en Íslendingum.

Spurningin sem við þurfum líka að svara, hvort landsmenn beiti valdi til að koma þessum skaðræðisvitleysingum út úr opinberum byggingum.

En stærsta spurningin er náttúrulega sú, hvað ætla vinstrimenn að gera við fólkið sem kom á frjálsu framsali kvóta?

Hilmar (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 23:03

18 Smámynd: Birgir Kristbjörn Hauksson

"þjóðnýtir eigur annarra" Hvaða eigur ert þú að tala um Hilmar ?

Birgir Kristbjörn Hauksson, 4.6.2012 kl. 23:06

19 identicon

Birgir, þú ert reyndar nokkuð nærri sannleikanum. Samfylkingarstóðið og litla flokkseltifélagið Vg vita sem er, að þau koma Íslandi aldrei í ESB, nema að framselja kvótann.

Það verða því ekki Bretarnir sem fá kvótann, heldur spænskar útgerðir. Þó getur vel verið, að Bretar fái einhverja sporða, í samræmi við "veiðireynslu" við Íslandsstrendur.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 23:07

20 Smámynd: hilmar  jónsson

Sérstakt með síðuhafa hér.

Duglegur í frösunum, en hættir sér ekki í svörin.

Fær kannski ekki borgað fyrir þau ?

hilmar jónsson, 4.6.2012 kl. 23:09

21 Smámynd: Birgir Kristbjörn Hauksson

Ég er engu nær um þessar "þjóðnýtu eigur annarra" Sem þú talar um. Hvaða eigur ?

Birgir Kristbjörn Hauksson, 4.6.2012 kl. 23:10

22 identicon

Veiðiheimldir útgerða, Birgir, er í þeirra eigu. Það er viðurkennt af ríkinu, bæði með lögum um frjálst framsal fiskveiðiheimilda, og þeirri staðreynd að ríkið viðurkennir heimild útgerða til að eignfæra kvóta í bókhaldi, og leyfir veðsetningu, og þar með lántökur til kvótakaupa.

Ríkið, þ.m.t. Jóhanna og Steingrímur, innleiddu frjálst framsal árið 1990.

Reyndar er það svolítið seint hjá þér, að spyrjast fyrir um grundvallaratriði eftir að vera búinn að mynda þér skoðun. Það er pínulítið heimskulegt, ef ég á að segja eins og er.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 23:15

23 Smámynd: Birgir Kristbjörn Hauksson

Halló halló. Hvaða eigur á að þjóðnýta Hilmar ?

Birgir Kristbjörn Hauksson, 4.6.2012 kl. 23:16

24 identicon

Ertu illa læs í þokkabót Birgir?

Reyndu nú að stauta þig í gegnum síðasta svar. Svörin geta eiginlega ekki verið skýrari, eða einfaldari.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 23:18

25 Smámynd: Birgir Kristbjörn Hauksson

Auðlindin er í eigu þjóðarinnar eins og allir vita. Hægt er að færa veiðiheimildir upp og niður eða þurrka út án þess að kalla það að "þjóðnýta eigur annarra"

Birgir Kristbjörn Hauksson, 4.6.2012 kl. 23:20

26 Smámynd: Birgir Kristbjörn Hauksson

Óþarfi að æsa sig þó að þú hafir verið á undan með Enter takkann.

Birgir Kristbjörn Hauksson, 4.6.2012 kl. 23:22

27 identicon

Nei, það er ekki hægt að færa aflaheimildir upp og niður af ástæðulausu. Það væri hægt, ef ástand fiskistofna kallaði á það, en sú forsenda er ekki fyrir hendi. Þar að auki, ættu handhafar aflaheimilda forgang á þeim heimildum sem yrði úthlutað, ef sú staða kæmi upp.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 23:30

28 Smámynd: Birgir Kristbjörn Hauksson

Alþingi getur eitt fært aflaheimildir upp eða niður án þess að spyrja kóng eða prest. Úthlutað eftir nýjum forsendum og reglum.

Birgir Kristbjörn Hauksson, 4.6.2012 kl. 23:34

29 Smámynd: Birgir Kristbjörn Hauksson

Af hverju ert þú ekki með blogg síðu eins og að mér sýnist allir aðrir hér á blogg.is

Birgir Kristbjörn Hauksson, 4.6.2012 kl. 23:36

30 Smámynd: Birgir Kristbjörn Hauksson

Fína Ormagryfjan þetta. Góða nótt.

Birgir Kristbjörn Hauksson, 4.6.2012 kl. 23:37

31 identicon

Stjórnarskrá Íslands:

72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

Ríkið hefur afhent útgerðum aflaheimildir til eignar, og frelsi til að kaupa, selja og veðsetja.

Þar með hefur ríkið afsalað sér rétti til að annarar stjórnunar en þeirrar sem kveður á um vernd og viðhald veiðistofna.

Nei, Birgir, það er sama hvað þú tönnlast á sama ruglinu, ríkið hefur ekki þessar heimildir.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 23:37

32 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Snúast þessar deilur um fiskveiðistjórnun?  Ég hefði ekki haldið það.  Þetta snýst um að útgerðirnar borgi skatta og skilji eitthvað af ariðnum eftir í byggðum landsins.

Það væri einfaldast að leysa málið með að krefjast þess að útgerðirnar greiddu 2-4% í einhverskonar nýsköpunar og uppbyggingarsjóði sem nýttir yrðu til að hjálpa til sjálfshjálpar.  Þ.e. að minnka þá einsleitni og niðurníðslu sem hrjáir atvinnuvegi um allt land. Skattpeningar verkafólks og sjómanna í greininni duga ekki og mikið af þeim fara beint til útgerðanna aftur í formi styrkja og afskrifta.

Ég held að allir séu sammála um að útgerðin stundi arðrán á glæpsamlegu stigi, en það eru fáir sem ora að láta þá skoðun í ljós sem byggja afkomu sína af greininni. 

Persónulega finnst mér þetta ógeðslegur klúbbur þetta LÍÚ. Þeir haga sér eins og mafíósar í orðsins fyllstu merkingu.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.6.2012 kl. 00:20

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Plott ríkistjórnarinnar er að hrifsa til sín ráðstöfunarvald á auðlindinni undir fölskum merkjum þjóðareignar. Það ráðstöfunarvald þurfa þeir til að geta afsalað og framselt eftir behag til ESB þegar og ef þeim tekst að troða okkur inn. Allur þessi stormur snýst um ESB.  Það er einfalt að kreista stærri hlutdeild af arði út úr þessu liði, en um það snýst málið ekki.  Þetta snýst um alræði framkvæmdavaldsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.6.2012 kl. 00:26

34 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

innkalla allan kvóta í dag og selja á markaðsverði á morgun!

Þetta er klár fjárlshyggja og ekki kommunismi, svo Páll verður glaður, og ekki bara hann , heldur öll þjóðin!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.6.2012 kl. 00:31

35 identicon

You can't make this up, eins og þeir segja í útlöndum.

Kommúnistinn heldur því fram, að þjóðnýting sé kapítalismi.

Vá.

Ef ég tryði því að Anna Benkovic Michaelsdóttir hefði eina nothæfa heilafrumu, myndi ég spyrja hana, hvað eigi að gera við skuldir einyrkjans sem skuldsetti sig og fjölskyldu sína til að kaupa kvóta.

Annars lifi ég í þeirri von, að þetta fólk komi loksins fram og viðurkenni að það sé ekki svona vitlaust, og að þetta hafi allt verið eitt stórt grín.

Ef ekki, þá erum við í verulega vondum málum.

Hilmar (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 00:58

36 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Einfaldast væri að gefa strandveiðiflotanum frítt spil meðan LÍÚ útgerðin er í landi. Síðan mætti minnka úthlutun til LÍÚ útgerða sem viðbótarveiðum strandveiðibátana næmi næst þegar úthlutað verður kvóta.

Finnur Hrafn Jónsson, 5.6.2012 kl. 01:06

37 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

einfaldast er að kalla inn ALLAR kvótaheimildir, og stokka upp kerfið.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.6.2012 kl. 01:16

38 identicon

Ég er nú bara alls ekki viss um, að það sé eðlilegt eða farsælt, að ríkið eigi allt, sem þrifst í náttúrunni. Hugsanlega villimink, sem var fluttur inn samkvæmt lögum frá Alþingi, síður fugla himinsins eða fisk í sjó og vötnum. Látum vera, þótt ríkið hlutist til um nauðsynlega verndun lífríkisins, ef það getur, sem reyndar er ekki sjálfgefið. En nægilega hefur verið sýnt fram á, meðal annars með útreikningum Landsbankans, að útvegsmenn eru ekki svo moldríkir, að þeir geti keypt öðru sinni þær veiðiheimildir, sem víða eru nú þegar í mikilli skuld. Hvað þá? Hverjir ættu að kaupa heimildirnar? Og skip og veiðarfæri? Og hver ætlar að róa hjá þeim, fyrst sjómannastéttin virðist ekki vilja gerbreyta um kerfi? Eða það er að skilja á Jónasi Garðarssyni í dag. Ekki kaupir ríkið neitt af þessu, sem á ekki bót fyrir rassinn á sér og getur ekki einu sinni rekið sjúkrastofnanir, eins og til þarf. Auk þess gæti orðið leitun á manni, sem vill róa hjá Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur!

Sigurður (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 01:17

39 identicon

Sæll.

Hér reynir enginn að svara þeirri grundvallarspurningu hvers vegna þarf að hræra í kerfi sem er eitt það hagkvæmasta í allri Evrópu ef ekki það hagkvæmasta?

Getur verið að sumir hér einfaldlega öfundi aðra af velgengni sinni? ABM sér ekkert athugavert við að beita aðferðum sem beitt hefur verið með hörmulegum afleiðingum. Af hverju lærir fólk ekki af sögunni? Svo verður hin ágæta ABM að skilja hvaða er hvað, hver ætli sé t.d. munurinn á sósíalisma og frjálshyggju? Augljóst er á málflutningi hennar að hún veit það ekki.

Svo hefur verið bent á það áður að lögfræðilega hefur hugtakið þjóðareign enga merkingu.

Menn gleyma því alltaf að útgerðin skilar fé til landsmanna og opinbera geirans jafnvel þótt ekkert veiðigjald væri lagt á. Sjómönnum eru greidd laun og af þeim launum greiða þeir skatta til ríkis og sveitarfélaga. Þeir kaupa líka hitt og þetta sem greiða þarf virðisaukaskatt af. Útgerðin greiðir líka skatta af sínum tekjum. Útgerðin kaupir viðhald og þjónustu í landi og á þeim viðskiptum er virðisaukaskattur (alltof hár auðvitað) og þeir aðilar sem vinna viðkomandi störf greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga. Útgerðin kaupir olíu og þar hirðir ríkið líka vænan skerf. Fólk vinnur auðvitað við að selja útgerðinni olíu. Útgerðin er með fólk í vinnu hjá sér sem vinnur að markaðsmálum fyrir söluvöru útgerðarinnar, það fólk fær greidd laun og það borgar ef þeim launum skatta og skyldur til stjórnmálamanna sem skilja ekkert hvernig er að reka fyrirtæki. Halda þarf skipum við og kaupa veiðarfæri sem skapar störf og aftur hirðir hið opinbera vænan skerf af þeim peningum sem þar skipta um hendur í formi virðisaukaskatts, tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds. Eru engin takmörk fyrir því hve mikið af peningum einkaaðila ríkið má einfaldlega gera upptæka?

Af hverju vita stjórnmálamenn betur hvað á að gera við þessa fjármuni en einkaaðilar? Af hverju mega þeir ekki halda meiru eftir en þeir gera í dag og það er þá hægt að nýta í að skapa störf eða fjárfestingar? Af hverju eiga skussar eins og Steingrímur, Jóhanna og Oddný að ákveða fyrir fólk í hvað peningar þess fara? 

Hvers vegna þarf að leggja enn frekari álögur á útgerðina eða bara fyrirtæki í landinu yfir höfuð? Það er beint samband milli skattlagningar og opinberra afskipta annars vegar og atvinnuleysis hins vegar, sagan geymir ótal dæmi þess.

Málflutningur margra hér virðist stjórnast af hatri á LÍÚ frekar en raunverulegum hagkvæmissjónarmiðum.

Helgi (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 07:26

40 identicon

Þjóðnýta þessi fyrirtæki sem eru í kúgunargír.. það er það sem þetta er, útgerðamafíur eru að ráðast að landi og þjóð.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 10:01

41 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Helgi, er olíukerfið í Noregi sósialismi eða frjálshyggja?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.6.2012 kl. 12:21

42 identicon

Einn forsetaframbjóðendanna boðar sameiningu og sátt í samfélaginu nái hann kjöri.

Gæti hann ekki bara sannað sig með því að taka að sér að vera sáttasemjari milli LÍU og Jóhönnu

Grímur (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 12:43

43 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Ríkisstjórn íslands ræðst á sjávarútveginn til að geta betur komið honum undir ESB. Það eru ótrúleg kommentin hér hjá fólki sem lýsir því sem einhverjum jákvæðum kosti að gera alla sjómenn á Íslandi atvinnulausa til að Bretar eða einhverjir aðrir geti veitt fiskinn í kringum Ísland. Þar kemur svo sannarlega í ljós hið rétta eðli hjá þessu krata og kommahyski.

Hreinn Sigurðsson, 5.6.2012 kl. 14:12

44 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Alveg er með ólíkindum að einhverjir tali um hagkvæma útgerð sem er á kafi í botnlausu 500 miljarða skuldafeni. Með þessu kerfi fer arðurinn aðallega til útgerðarmanna og fjármagnseigenda (vogunarsjóða og slíkra aðila) en ekki til þjóðarinnar.

Finnur Hrafn Jónsson, 5.6.2012 kl. 14:33

45 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ríkisstjórn Íslands fer með umboðið frá landsmönnum yfir sjávarauðlindunum og getur ekki úthlutað aflaréttindum til eilifðareignar einhverjum örfáum fjölskyldum. Fjölskyldur geta átt skip og hús, en ekki kvóta nema með leyfi þjóðkjörinna fulltrúa. Atlaga var gerð að þessari þjóðareign (fiskinum í sjónum) þegar nokkrir fengu aflaréttindi og aðrir ekki. Best er að bjóða upp kvótann.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.6.2012 kl. 15:13

46 identicon

Ef ekkert dugar, þá er bara að ljúga.

Eins og Finnur Rafn gerir hér að ofan.

Heildarskuldir sjávarútvegsfyrirtækja nema 3-400 miljörðum. Inn í þeirri tölu eru skuldir örfárra fyrirtækja, sem skulda háar fjárhæðir, vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri.

Flest sjávarútvegsfyrirtæki skulda óverulegar upphæðir, í það minnsta standa þær vel undir skuldunum.

Hitt verður náttúrulega að benda á, að vinstrimenn skilja yfirleitt ekki rekstur, og alls ekki þá þörf fyrirtækja til lántöku vegna fjárfestinga vegna endurnýjunar áhalda og tækja, og nýsköpunar.

Annað sem er athyglisvert hjá Finni, er að þrátt fyrir að í orðunum felist að útgerðamenn skuldi allt of mikið, þá fari arðurinn samt til útgerðamanna. Frábær greining. Frábær næmni. Þvílík yfirsýn.

Og að útgerðamenn skuli græða. Það er náttúrulega ótrúleg ósvífni. Að sjálfsögðu eiga útgerðamenn að tapa á rekstrinum. Enda tilgangur vinstrimanna að eyðileggja fiskveiðikerfið, og koma því í ásættanlegt horf.

Finnur tekur það fram á sinni síðu, að hann sé fyrrverandi trillukarl. Hefur sennilega hætt, vegna þess að hann tapaði ekki nóg.

Hilmar (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 15:15

47 identicon

Frábær ríkisstjórn!

Páll (gamall samfylkingar-wannbí frá Seltjarnarnesi) er nú leigupenni.

Jóhann (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 22:55

48 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jóhann a menn IP-?

Helga Kristjánsdóttir, 6.6.2012 kl. 01:50

49 identicon

Eftri langan rannsóknarferil minn á skinheilögum atvinnugóðmennum,

þá vefst mér ekki tunga um tönn og mæli:  Jóhann

er sjálfur upplýsingafulltrúi stjórnarráðs Jóhönnu og helfariinnar.

Jóhann er því yfir leigupenni Jóhönnu Sigurðardóttur, að falla á tíma. 

Dr. Sigmundur fróði (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 01:51

50 identicon

Helvítis fíflið þitt Jóhnn, nú ert búinn að láta afhjúpa þig enn og aftur.  Nú klaga ég sko í kerlingarálftina.  Þú mætir á teppið á morgun.

Hrannar (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 02:02

51 identicon

Þá er Hrannar farinn að skamma Jóhann.  Það ríkir glundroði í herbúðum ríkistjórnarinnar og ríkislaunaðra spunaliða hennar.  Þeir ættu að minnast orða gamallar konu um Icesave málin og átta sig á viðbjóðnum sem þeir tóku þátt í með hótunum, ógnunum og fyrirlitlegri valdbeitingu gagnvart íslenskri alþyðu:

http://www.youtube.com/watch?v=TctDlUx1pDE&feature=related

Dr. Sigmundur fróði (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 02:10

52 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guð blessi Ísland. Þau orð eiga jafn vel við í dag, eins og árið 2008.

Það er nefnilega sama klíkan að stjórna núna, og stjórnaði þá.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2012 kl. 16:16

53 identicon

Pistilinn ritar leigupenni útgerðarhyskisins Páll Vilhjálmsson:

"Í deilunni við útgerðamenn á Jóhönnustjórnin enga bandamenn; stjórnarandstaðan er á móti, landsbyggðin er á móti, atvinnurekendur eru á móti og þorri almennings."(!)

Um 80% Íslendinga hafa verið og eru á móti kvótakerfinu PV. Lygar ykkar LÍÚ-genda, sem fjármagnaðar eru með ríflega sexhundruðmilljarða skuld útgerðarinnar í landinu við bankakerfið - og velt yfir á almenning með óheyrilegum afskriftum í greininni, eru beinlínis hlægilegar og brjóstumkennanlegar.

Þið verðið teknir niður karlinn!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 01:35

54 identicon

Eru menn nokkuð búnir að gleyma hvers vegna við erum í rugli; Það er vegna sjálfstæðisflokks að mestu.
Þessi ríkisstjórn er kannski ömurleg og allt það, en enginn kemst með tærnar í rugli og spillingu þar sem sjálfstæðisflokkur er með hælanna.

4flokkurinn er helsti vandi íslands.. hver sá sem talar fyrir 4flokkinn, sá hinn sami er partur af vandanum, ekki lausninni... lausin liggur í að losa þjóðina við 4flokkinn og mafíur sem honum tengjast; Það er ekki nein önnur vitræn lausn

DoctorE (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 11:03

55 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Flotinn farinn, nærri jafnmargir sem mótmætlu LÍÚ og flesti orðnir þreyttir á málþófinu í stjórnarandstöðu. Þannig að þessi bloggfærsla er fallinn um sjálfasig.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.6.2012 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband