Endurreisn án ESB-aðildar

Endurreisn Íslands er framkvæmd með krónu og fullveldi og án aðildar að Evrópusambandinu. Samfylkingin heldur engu að síður til streitu ESB-umsókn Íslands. Evrópusambandið logar stafnanna á milli í deilum um framtíðarstefnuna. Evran skilur eftir sig sviðna jörð í jaðarríkjum sambandsins.

Samfylkingin gumar af lágu atvinnuleysi á Íslandi en sækist eftir aðild að ESB þar sem atvinnuleysið er að meðaltali tíu prósent og hefur verið það um árabil.

Til að Samfylkingin verði trúverðugur flokkur endurreisnar eftir hrun verður flokkurinn að hafa forgöngu um að afturkalla ESB-umsóknina.


mbl.is Endurreisnin haldi áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Endurreisa hún? Ekki án ESB. þótt hún fengi ,,overdose,, af hjálparmeðölum.

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2012 kl. 15:11

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Stjórn Samfylkingar hefur engan áhuga á endurreisn Íslands ,með því að afneita trúarleiðtogum sínum. Því er henni aðeins einn kostur mögulegur, að segja af sér.þetta er búið spil.

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2012 kl. 15:25

3 identicon

Jóhönnustjórnin sem er blynd fyrir ESB umsókn,þó þar sé allt ein rjúkandi rúst, Grikkland bæði á leið úr Evrunni og sömuleiðis ESB, þá er til stjórnmálafl á Íslandi, sem lærir ekki af reynslu annara þjóða.

Þessi sama Jóhönnustjórn hefur nú skert lífskjör öryrkja og aldraðra svo mjög að endar ná ekki saman, margir aldraðir og öryrkjar hafa 166-173 þúsund í framfærslu á mánuði, og hátt í 100 þúsund fara í húsaleygu hjá mörgum.

Sting upp á að aldraðir og öryrkjar fari tímabundið úr landi, hendi vegabréfinu og smygli sér síðan til Íslands og gerist hælisleytendur og fái framfærslustyrk upp á 215 þúsund á mánuði og fría húsaleygu.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 15:28

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þegar fylgi SF verður komið niður í 11.4% hefur kjarnakrötunum greinilega tekist að reyta utan af sér samfylgnina. Fylgi XA í þingkosningum 1995 var einmitt 11.4%; síðustu þingkosningum á eigin forsendum.

Ekki galin hugmynd hjá Halldóri hér að ofan.

Reyndar ekki það að beita smælingjunum í því skyni, heldur kjörkuðum rannsóknarfréttamönnum.

Kolbrún Hilmars, 17.5.2012 kl. 16:40

5 identicon

Halldór, þetta er ekki svo galin hugmynd hjá þér.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 17:02

6 identicon

Endurreisn er vel möguleg innan eða utan ESB.

Hún er á hinn bóginn ekki möguleg á meðan öfga- og ofstopafólk stjórnar landinu.

Rósa (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 17:26

7 identicon

@Rósa:

Nei, endurreisn er ekki möguleg innan ESB og eru ástæðurnar fyrir því margar. Ein þeirra er evran og hin er skrifræði og miðstýring í Brussel.

Ástæðurnar eru fleiri auðvitað en við eigum ekkert erindi þangað inn, dettur engum í hug að efast um ágæti ESB þegar haft er í huga hvernig komið var fram við okkur rétt eftir hrun vegna Icesave og eins núna í makríldeilunni? Hvað ætli þurfi til að ESB sinnar efist eitt andartak um ágæti ESB?

Svo gleyma núverandi stjórnarliðar, líkt og Skúli, því algerlega að við skuldum ansi mikið og með þennan þunga skuldabagga verður öll endurreisn ansi erfið. Sf var nú nýlega að taka einn milljarða dollara að láni á 6% vöxtum og gumaði svo af því að umfram eftirspurn hefði orðið. Það er ekkert skrýtið þar sem við erum að borga alltof  háa vexti af þessu láni og því slást fjárfestar um að lána vitleysingum á okurvöxtum. Skúli skilur ekki að lán þarf að borga til baka seinna með vöxtum, kannski er honum bara alveg sama?

Ég held við borgum tæpa 80 milljarða í ár í vexti og afborganir af skuldum. Leiðrétti mig einhver ef ég fer hér rangt með! Hvers vegna er því bætt við skuldasúpuna okkar? Þeir sem stóðu að þessari lántöku eiga að dúsa í steinum eða borga þetta sjálfir.

Helgi (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 18:02

8 identicon

Endurreisn verður hvorki framkvæmd með evru

né krónu með evrópskum skuldabréfum, eins og ESB Bjarni Ben. vill,

til að varpa byrðunum öllum á íslenskan almúga.

Endurreisnin, til hagsbóta fyrir all hér, konur og kalla,

verður einungis framkvæmd með skiptigengisleið Lilju og Samstöðu

og til þess þarf nýjan gjalmiðil, ný-krónu, til að afhjúpa froðu- og

aflandseignir  sérhagsmunaaflanna sem öllu ráða innan valdakerfis

samtryggðu og samspilltu gömlu flokkanna fjögurra.

Byggjum upp Nýtt fullvalda Ísland með Ný-krónu

og skiptigengisleið Lilju og Samstöðu.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 18:22

9 identicon

Enda þótt ég sé sammála Palla Vill um andstöðu við aðlögunarferlið að ESB,

þá vil ég alvöru íslenskt fullveldi, laust við klafa sérhagsmunaafla Bjarna Ben..

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 18:27

10 identicon

Sannir sjálfstæðismenn kjósa ekki Bjarna Ben. og sérhagsmunaklíkurnar,

sem leynt og ljóst stefna að aðlögun að ESB.

Og vitaskuld kjósa sannir sjálfstæðismenn alls ekki stalínista VG

og alls ekki hina samfylktu og samtryggðu í Ójafnaðarmenn Samfylkingar.

Og sannir sjálfstæðismenn kjósa vitaskuld alls ekki Hreyfinguna/Dögun

Sannir sjálfstæðismenn mega mín vegna kjósa framsóknarfjósið og verðbréfasalann frá Wall Street, ef þeir af barnaskap treysta honum

EN

Samstaða er okkar Syriza gegn samtryggðri og samfylktri valdaelítunni,

það segir mas. Styrmir Gunnarsson á stjórnmálavaktinni.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 18:33

11 identicon

Hvernig verður hægt að byggja upp eftir Hrun, þegar ráðamenn þjóðarinnar, eru að gefa fáum útvöldum eigur almennings?

Nú hefur Steingrímur afhent stafsmönnum Landsbankans 1.45% hlut í bankanum, og virði þess er talið ca. 3 miljarðar.

Nú er spurt hvernig stenst þetta 72.gr. stjórnarskrárinnar?

"þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir"

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 19:58

12 identicon

Bjartsýnn er Páll, ef hann heldur, að Samfylkingin geti með einhverjum ráðum orðið trúverðug. Er það ekki álíka sennilegt og að ferhyrningur geti orðið hringur, sem sagt rökfræðilega ómögulegt.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 19:59

13 Smámynd: Elle_

Nei, alls ekki galið frá Halldóri, við skulum prófa það.  Og ég er sammála Helga að þeir sem stóðu að þessari lántöku eigi að dúsa í steininum eða borga skuldina sjálfir.  Já, eða hvort 2ja.  Og svo eigum við ekkert erindi inn í bandalag sem kúgar þjóðir.

Elle_, 17.5.2012 kl. 21:00

14 Smámynd: Elle_

Nei, sannarlega getur flokkur Jóhönnu aldrei orðið trúverðugur, aldrei.

Elle_, 17.5.2012 kl. 21:30

15 Smámynd: Elle_

>Nú hefur Steingrímur afhent stafsmönnum Landsbankans 1.45% hlut í bankanum, og virði þess er talið ca. 3 miljarðar.

Nú er spurt hvernig stenst þetta 72.gr. stjórnarskrárinnar?<

Góð ábending frá Halldóri.  Hvar getum við lesið um það?  Steingrímur farinn að gefa ríkiseignir völdum vinum meðan aðrir eru píndir af bönkum og vogunarsjóðum??

Elle_, 19.5.2012 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband