Dýrt brussel-betl Helga Hjörvars

Helgi Hjörvar þingmaður lítur á ESB-umsóknina sem ,,gjaldeyrisskapandi" með því að IPA-aðlögunarstyrkir vegna umsóknarinnar komi til landsins. Ekki frekar en Samfylkingin í heild sinni hefur Helgi reiknað út kostnað Íslendinga af umsókninni og aðild.

Utan Evrópusambandsins eru lífskjör hér á landi talsvert betri en í ríkjum ESB. Ísland mun greiða um 15 milljarða til Evrópusambandsins, ef svo óheppilega vildi til að Íslandi yrði aðili.

Þá myndi Evrópusambandið yfirtaka fiskveiðilögsöguna og úti yrði um veiðar Íslendinga úr flökkustofnum. 

Betl Helga Hjörvars í Brussel verður þjóðinni dýrkeypt.


mbl.is Klækjabrögð eða morgunfýla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður sorglega ógleymanlegt þegar íslenskir sjómenn í dreifðum sjávarþorpum landsins, munu horfa á togara frá Spáni, Portugal, Írlandi, Frakklandi, Bretlandi o.s.frv.,dragandi vörpunar innan íslensku 200 mílna fiskveiðilögsögunnar -jafnframt sem skattborgarar þjóðarinnar borga á sama tíma sína 15 MILLJARÐA fyrir að fá að vera í ESB !

 SJÚK SAMFYLKING !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 12:07

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Það er ekkert nýtt hjá þér að finna því allt til foráttu gagnvart ESB og allt er ómögulegt hjá þér.

Hvernig í óskupunum færðu það eiginlega út að lífskjör hér á landi séu talsvert betri en í ríkjum ESB?

Það er bara frábært að IPA-styrkir vegna umsóknarinnar komi til landsins því ríkisjóður er tómur og rúmlega það.

Friðrik Friðriksson, 26.4.2012 kl. 12:12

3 Smámynd: Elle_

Sammála Kalla: Sjúk Samfylking.  Bolabragða-klækja-yfirgangs-fylking.  Það er ekki ´frábært´ að neitt komi inn í landið frá þessu bákni, Friðrik, þar sem þjóðin hafði aldrei fallist á það.

Elle_, 26.4.2012 kl. 12:29

4 identicon

Þetta er bara gamla góða samfylkingin frá því fyrir hrunið.

"Sama hvaðan gott kemur".

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 12:48

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekkert ESB burt með Samfylkinguna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 12:59

6 identicon

Nú fer Össur fram á að ESB aðstoði Íslendinga við að komast út úr gjaldeyrishöftum. Það væri miklu skinsamlegra af Össuri að leyta til Hægri Grænna hvernig eigi að fara að því að afnema eigi gjaldeyrishöftin með upptöku ríkisdals, því það er eina raunhæfa lausnin sem hefur komið fram um losun gjaldeyrishafta.

Á sama tíma sem Össur biður ESB um hjálp í gjaleyrismálum.

Kemur Martin Schulz forseti Evrópuþingsins fram á fundi í gær, og tlkynnir að Hrun ESB sé orðið að raunhæfum möguleika.Senni lega hefur Össur ekki frétt af þessum ummælum Martin Schulz.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 13:13

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kanski aðstoð við að tukta okkur.

Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2012 kl. 14:39

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef ríkissjóður er svo tómur að nú þegar þurfi að sníkja smástyrki frá ESB, þá verður spennandi að heyra klingja í tómahljóðinu eftir að greiðsla hefst á hinu árlega 15+ milljarða félagsgjaldi til apparatsins.

Kolbrún Hilmars, 26.4.2012 kl. 14:55

9 Smámynd: Elle_

Óhugnanlegt hvað Helgi Hjörvar getur alltaf verið sallarólegur yfir bolalegri valdsníðslu hans flokks. 

Elle_, 26.4.2012 kl. 22:37

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sýnir það ekki bara innri mann, ég lenti í svikamyllu hans og ritstjóra Jóhönnu á sínum tíma með áskrift af ákveðnu blaði og þurfti að leita mér aðstoðar neytendasamtakanna til að leiðrétta þær kröfur.  Krúkkar sem þar voru á ferð, og báðir í lykilstöðum í dag annar sem þingmaður hinn sem sérlegur aðstoðarmaður forsætisráðherra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband