Pólitískt forsetaembćtti

Stórnmálakreppa ríkir á Íslandi. Andstyggđ almennings á stjórnmálamönnum er almenn og djúptćk. Ríkisstjórnin er ekki međ meirihluta á alţingi nema ađ nafninu til. Stjórnarandstađan er veik og sjálfri sér sundurţykk.

Sjórnmálaflokkar eiga ekki innistćđu fyrir trausti almennings. Vald sem einu sinni var hjá forystumönnum stjórnmálaflokka er komiđ á flakk; mađur sem svarar nafninu Jón Gnarr fangađi hluta af ţessu valdi í síđustu kosningum til borgarstjórnar,  - međ eftirminnilegum árangri.

Viđ ţessar ađstćđur ţarf kunnáttmann á Bessastađi, mann sem veit hvađ stjórnmál snúast um og býr ađ reynslu af vettvangi landsmálanna. Ekki síst ţarf myndugleika í ćđsta embćtti lýđveldisins.

Ólafur Ragnar Grímsson er rétti mađurinn í embćtti forseta Íslands.

 


mbl.is Kristín ćtlar ekki í frambođ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pólitískt forsetaembćtti hefur ţegar valdiđ ţjóđinni ómćldu tjóni. "Kunnáttumađurinn" hann Óli, sem vill ađ embćttiđ snúist um hans kjánalega egoisma og sinnar spúsu, er ekki sá myndugleiki sem viđ höfum ţörf fyrir.

Ţessvegna, og einmitt ţessvegna vil ég Ţóru Arnórsdóttur sem forseta, en ekki Ólaf R. Grímsson:

1. Ég vil ađ forsetinn sé intellectual

2. Ég vil ađ forsetinn sé vel menntađur og međ sterka dómgreind

3. Ég vil ađ forsetinn sé kúltiverađur og heiđarlegur

4. Ég vil ađ forsetinn sé intergrator, ekki polarisator

5. Ég vil ađ forsetinn sé hógvćr og lítillátur

6. Ég vil ekki ađ forsetinn sé gamall pólitíkus

7. Ég vil ekki ađ forsetinn sé hégómalegur

8. Ég vil ekki ađ forsetinn sé tćkifćrissinni

9. Ég vil ekki ađ forsetinn sé auđmanna sleikja

10. Ég vil ekki ađ forseti sitji lengur en 12 ár í embćtti

Haukur Kristinsson (IP-tala skráđ) 12.4.2012 kl. 20:29

2 identicon

Ég er hlyntur ţví ađ sameina embćtti Forseta Íslands og Forseta Alţingis, og fćkka ţingmönnum um ca. tíu, ţví ţađ er ömurlegt ađ horfa upp á ţćr uppákomur sem ţar eiga sér stađ, og ekki mönnum bjóđandi, á krepputímum ţegar ţúsundir landsmanna neyđast til ađ flýja land.

Ţađ er greinilegt ađ verkstjórn ţarf á Alţingi Íslands strax.

Halldór Björn (IP-tala skráđ) 12.4.2012 kl. 20:38

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég vil ţann sem langflestir Íslendingar vilja

ég vil ţann sem langflestir Íslendingar skilja

Meira fer ég ekki fram á

Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2012 kl. 22:26

4 identicon

Ólafur Ragnar Grímsson á ekki innistćđu fyrir trausti almennings.

Láki (IP-tala skráđ) 12.4.2012 kl. 23:07

5 Smámynd: Elle_

Rangt.  Hann er lýđrćđissinni.  Hann stendur međ fólkinu og ríkinu.  Hann hefur mikinn stuđning og traust fólksins í landinu.  Ţađ er engin innistćđa hinsvegar fyrir ţinni röngu fullyrđingu.

Elle_, 12.4.2012 kl. 23:22

6 Smámynd: Elle_

Ćtlunin var ekki ađ skjóta ţig niđur, Láki, en ţú sagđir ekkert af hverju forsetinn vćri ekki međ innistćđu fyrir trausti.

Elle_, 13.4.2012 kl. 00:12

7 Smámynd: Jón Óskarsson

Gaman vćri ađ fá íslenska ţýđingu á ţessu sem Haukur Kristinsson skrifar hér ađ framan.  

Jón Óskarsson, 13.4.2012 kl. 01:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband