Forsetinn og Bessastaðabrúðkaup

Í höndum Ólafs Ragnars Grímssonar er forsetaembættið orðið annað en það var fyrr á lýðveldistímanum. Ólafur Ragnar vísaði í þrígang lögum ríkisstjórnarmeirihlutans til þjóðarinnar.

Það sem meira er: Ólafur Ragnar bjó til starfsstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs veturinn 2009 þegar stjórnarkreppa blasti við, þökk sé úthlaupi Samfylkingar úr ríkisstjórn Geirs H. Haarde.

Forsetaembættið þarf að vera skipað einstaklingi sem kann stjórnmál og getur, þegar aðstæður krefjast, gripið í taumana og veitt stjórnmálamönnum aðhald. 

Stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur eru aftur þeirrar skoðunar að brúðkaup á Bessastöðum sé brýnna en stjórnmálakunnátta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

TV-lite.

Karl (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 15:03

2 identicon

Öll skrif þín um Þóru eru ákaflega ómálefnaleg og niðurdrepandi. Þóra segir þetta t.d. þetta á þessari síðu sem þú tengdir á:

"Ég á þá ósk og von að þjóðin beri gæfu til þess að þjappa sér betur saman í nánustu framtíð og það gildir líka um Alþingi og starfshætti þess.

Við erum bara 320 þúsund manneskjur sem byggjum þessa eyju og við erum að miklu leyti sammála um hvernig samfélagi við viljum búa í. Við eigum að geta unnið að því marki án þess að kljúfa þjóðina í herðar niður aftur og aftur. En þótt þetta sé von mín, þá endurtek ég að ég tel 26. greinina virka og komi til þess að henni þurfi að beita, mun ég ekki hika við það. Það væri hins vegar óskandi að ráðamenn þjóðarinnar myndu leggja sig alla fram við að leita sátta í erfiðum málum þannig að sú staða kæmi síður upp."

Guðni Helgason (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 15:31

3 identicon

"Það væri hins vegar óskandi að ráðamenn þjóðarinnar myndu leggja sig alla fram við að leita sátta í erfiðum málum þannig að sú staða kæmi síður upp."

Þetta eitt og sér er rétt.  Það eru nefnilega ráðamenn þjóðarinnar sem hafa í allt of langan tíma klofið þjóðina í herðar niður, engin sátt.  Lýðræði í orði og fögrum stundum en á borði er annað og verri staða.  Hvernig væri nú að ráðamenn og hátt settir embættismenn átti sig á því að þeir eru í þjónustu þjóðarinnar, hún afhenti vald sitt með kosningum.  

Eigum við að skoða nokkur mál sem unnt hefði verið að fá meiri sátt í ef þjóðin hefði fengið að taka þátt í ferlinu frá upphafi:

1) NATO

2) EFTA

3) EES 

4) KÁRAHNJÚKAR

5) UMSÓKN UM EB

Og með allri virðingu hvað var að því að spyrja þjóðina hvort hún vildi samþykkja tiltekna Icesave samningu.  Ekkert !  Ég frábið mér málflutning um þjóðrembu og þess háttar innihaldslaust bjálfur.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband