Miðstýring, niðurskuður og þýsk aflátsbréf

Meiri miðstýring á ríkisfjármálum evru-ríkja, aukinn niðurskurður útgjalda og þar á eftir kemur evrópsk samstaða (les: Þjóðverjar borga skuldir óreiðuríkja). Á þessa lund voru skilaboð Angelu Merkel kanslara Þýskalands  á viðskiptamessunni í Davos.

Merkel sagði þolinmæði nauðsynlega til að árangur aðhalds í ríkisfjármálum Suður-Evrópuríkja fái notið sín. Verulega gæti reynt á þá þolinmæði sökum þess að bæði Ítalía og enn frekar Grikkland eiga í erfiðleikum með að efna loforð um að minnka ríkissjóðshallann.

Vasar Þjóðverja eru ekki nógu djúpir til að standa straum af útgjöldum óreiðuríkja. Opinberar skuldir Þjóðverja eru 82 prósent af þjóðarframleiðslu. Svigrúm Þjóðverja  til að taka á sig skuldir Ítala, Portúgala og Grikkja er takmarkað.

Efnahagslegt svartnætti þjóða Suður-Evrópu mun ekki líða hjá með auknum niðurskurði einum og sér.  Biðin eftir þýskum aflátsbréfum mun grafa undan samstöðunni í Evrópusambandinu. 


mbl.is Ræða evruvandann í Davos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar til að stinga að stjórnvöldum og fjölskyldum í landinu hugmyndinni um gamalmennagjald, sbr. dósagjald. Fjölskyldur gætu skilað inn gamalmennum og fengið gjald fyrir. Stjórnvöld gætu síðan fargað þeim með einhverjum hentugum hætti. Gamalmenni vilja upp til hópa vera velgjörðamenn afkomenda sinna. Lykilatriði í þessu dæmi öllu er sanngjarnt verð.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband