Aumingjarök forseta ASÍ fyrir ESB-aðild

Íslendingar geta ekki á eigin forsendum rekið lýðræðislegt velferðarsamfélag og verða þess vegna að flytja fullveldi sitt og forræði eigin mála til Evrópusambandsins. Á þessa leið eru rök Gylfa Arnbjörnssonar forseta Alþýðusambands Íslands fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Gylfi nefnir að vísu hvorki lýðræði né velferð í grein sinni enda hvorttveggja viðkvæmt í ESB-umræðunni þar sem lýðræði er smátt í sniðum í Brussel og velferð skorni niður við trog í jaðarríkjum evrulands um þessar mundir.

Aumingjarökin fyrir aðild Íslands að ESB eru að því leyti trúverðug að það varð hrun hjá okkur sem stafaði af því að margt fór hér handaskolum á tímum útrásar. Á hinn bóginn: írska efnahagskerfið hrundi líka og búa Írar þó hvorttveggja að ESB-aðild og evru.

Léttvægi aumingjarakanna felast í því að þau standast ekki sögulega skoðun. Gylfi lítur yfir tímabilið frá 1990 og segir hagstjórn til aldamóta hafa verið í lagi en efnahagskerfið farið út af sporinu eftir það.

Ísland bjó þegnum sínum betri lífskjör en víðast hvar þekkist á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöld. Grunnurinn að bættum lífskjörum var lagður með heimastjórninni 1904 og fullveldinu 1918. Fullveldi og forræði eigin mála er forsenda fyrir fullveðja nútímasamfélagi á Íslandi.

Á endanum hitta aumingjarökin forseta Alþýðusambandsins sjálfan fyrir. Síðustu 20 árin er Gylfi Arnbjörnsson hluti af þeirri stétt manna sem farið hefur með mannaforráð á Íslandi. Gylfi hefur krafist hærri ríkisútgjalda án þess að innistæða væri fyrir þeim. Þannig hefur Gylfi stuðlað að óráðsíu sem hann núna kennir stjórnmálamönnum einum um.

Ef Gylfi trúir eigin röksemdafærslu ætti hann að byrja á því að segja af sér sem forseti ASÍ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rosalega er ég þér sammála.

Kveðja

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 21:24

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Þeir geta þó haldið uppi launum þessa spraðabassa,sem kallast forseti ASÍ. Það sækjast fáir eftir vegtillum,nema til að hreppa þægilega inni vinnu,einn af þeim er þessi. Páll rekur hér ,að Ísland bjó þegnum sínum betri lífskjör en víðast hvar annarstaðar,sem einmitt hófst með fullveldinu frá Dönum. Í þeirri velmegun blómstruðu  mjög öflugir einstaklingar með sigg í lófum og dug sem sem dreif þá til mennta. Stanslaus velmegun þar til heims kreppan,lék okkur grátt.Þá heimtuðu varamenn inná skiptingu, dagskipun fjandmanna Íslands var,djöflist í þeim. Áætlunin skýr,velmegunin hafði fært þeim fjölmiðla,sem engin takmörk voru sett. Bara gera þá áhrifalausa fólk var með og grýtti. Oj! Við Gylfa vildi ég segja,hugsaðu um það sem þú ert kosinn til,drullastu til að vinna fyrir aðildarfélögin. Þessi ríkisstjórn er alls ófær um að skapa velferðarstjórn,rataðist honum  þar satt á kjaft,en hún er ekki nema brot af Íslendingum,sem eru bæði á þingi og utan og hafa veitt stjórninni ráð,en nei,þá eru þeir NEI-sinnar,ekki hlusta á neitt bara pína.alþýðuna í það óendanlega. Hvað segja þeir í Brussel ; haldið áfram þreyta pirra og reyta til reiði. Ég ætla alla vega með öngulinn í kjaftinum og draga ykkur með út í. Skrítið, Nei, Páll ég ber ómælda virðingu fyrir þér (reyndar öðrum bloggurum líka),en sem ég er hér í reiðikasti,þá ætla ég að láta staðar numið hér,vitandi að í svona kasti og úrvinda af vinnuþreytu á  ég að halda mér til hlés,vonandi að ég misbjóði þér ekki.Ég vildi vinna allt til að losna við þessa stjórn,allt,nema peninga,heldur ét ég það sem úti frýs,enég á góða að. Bestu baráttu kveðju.

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2011 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband