Miðvikudagur, 23. nóvember 2011
Arion, Hagar og öryrkjar
Vinstristjórn Jóhönnu og Steingríms J. stendur á bakvið Nýja-Ísland þar sem öryrkjum er skammtaður skítur úr hnefa en Arion-banki afhendir stjórnendum gamla Baugsveldisins 170 milljónir króna.
Norræna velferðarstjórnin hannar samfélag fyrir landsmenn í góðum 2007-anda þar sem þeir ríku fá bónus en sparkað er í þá sem höllustum fæti standa.
Nú liggur a.m.k. fyrir hverjir munu fjármagna kosningabaráttu Samfylkingar og Vinstri grænna; það er ný-auðvaldið sem starfar í ríkisskjóli.
Öryrkjar mótmæla skerðingu bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algild regla; Meiri völd pólitíkusa - Meiri spilling.
Jóhanna og Steingrímur afsanna ekki þá reglu!
jonasgeir (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 23:13
Er þetta nýja Ísland, í boði Norrænuvelferðarstjórnarinnar,sem er að ske í Arion banka,að gefa stjórnendum Haga 170 miljónir í Hlutabréfum og 170 miljónir í reiðufé als 340 miljónir,á sama tíma sem ríkissjóður á 13% í Arion banka (Eignabjargi)40-41.gr. stjórnarskrárinnar leyfir ekki þessa gjöf á eigum lansmanna,á sama tíma sem þessi banki hundeltir gamalmenni vegna lánsveðs upp á nokkrar miljónir.
Hvar er Bankasýslan sem fer með þessi 13% hlut landsmanna, í bankanum.
Jón Sig. (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 23:27
Nokkrar millur? Byr og Íslandsbanki eru að sameinast,af því tilefni fékk ég s.m.s. frá þeim;ath. reikn. þinn í Byr er í mínus.Æ-já innan við 5.þús. Sagt að við séum skilvís,já ég held það,en fer mér hægt um þessar mundir.
Helga Kristjánsdóttir, 23.11.2011 kl. 23:43
Það væri verðugt verkefni fyrir Occupy samtökin að blása til áhlaups á þessa banka og fella þá í stað þess að hýrast í tjöldum og segja ekki neitt. Taka allt út af reikningum núna og setja inn á sjálfstæðan sparisjóð.
Occupy í ameríku er að taka til slíkra áþreifanlegra aðgerða. Þeir sem geta, kaupa silfur t.d. sem eykur líkur á því að vafningamógúlarnir springi í loft upp þegar á reynir.
Þetta er í höndum fólksins að breyta þessu. Við verðum að fara að sýna ósætti okkar í verki og stöðva þessa glæpi með ráðum sem eru okkur ávallt tiltæk.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.11.2011 kl. 00:24
hljómar eins og stjórnvöld hugsi á þessa leið
"öryrkjar eru náttúrulega annaðhvort að þykjast eða hafa ekkert við peningana að gera og aldraðir gera ekkert gagn lengur og eru hvorteðer að fara og hafa ekkert við peningana lengur að gera" "nátturulega bara aumingjar sem vinna ekki og eiga bara skít skilið"
neinei, auðvitað eru stjórnvöld bara að gera það besta sem þau geta fyrir allt fólkið.
svona eins og að taka skattinn af þeim ríku svo það myndi nú örugglega seytla niður smá til meirihlutans (sem skapaði auðinn..)
sem merkilega eiginlega segir "stjórnvöld eru gagnslaus fyrir meirihluta fólksins, prófið að reiða ykkur á ríka liðið, sjá hvort það hjálpi"
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 01:51
Skrítinn nútími, sækja fé út í Haga! Púkalega þjóðlegt,
Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2011 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.