Krónan bjargaði Íslandi

Íslendingar gátu fellt gengið þegar bankakrefið óx þjóðfélaginu yfir höfuð. Írar gátu ekki fellt gegið enda með evru. Íslendingar létu bankana í gjaldþrot; Írum var bannað af Evrópusambandinu að setja sína banka í þrot.

Á Íslandi er innan við 7 prósent atvinnuleysi, en yfir 14 prósent á Írlandi.

Allir Íslendingar ættu að vera í krónuvinafélaginu; þeir sem gagnrýna krónuna hengja bakara fyrir smið.


mbl.is Hvernig Ísland bjargaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

7 % atvinnu leysi hvernig eru þær tölur fengnar? Allur sá fjöldi sem flutt hefur úr landi vegna atvinnuleysis - allir þeir sem "pendla" á milli landa - þeir sem ekki hafa rétt á atvinnuleysis bótum en eru atvinnulausir - bótaþegar hjá sveitarfélögum - ekkert af þessum hópum er talið með í atvinnuleysis tölunum.En þó atvinnuleysið sé hærra í reynd en 7% þá er íslenska krónan bjargvættur íslensku þjóðarinnar og ósvífið að tala hana niður.Takk fyrir alla þína góðu pistla Páll. " krónuvinafélagið" -  JÁ takk - !

Benedikta E, 22.11.2011 kl. 13:36

2 identicon

Íslensk stjórnvöld höfðu ekkert val. Það var alls ekki hægt að bjarga bönkunum.Tilraun til þess að bjarga þeim hefði endan með þjóðargjaldþroti. Íslensk stjórnvöld felldu ekki gengið.krónan var vara á alþjóðlegum fjármálamarkaði og verð hennar féll um tugi prósenta.Það var ekki fræðilegur möguleiki fyrir stjórnvöld að halda genginu stöðugu. krónan var leiksoppur stöðutöku erlendra vogunarsjóða og ísleskra(sic)viðskiptabanka.krónan er örmynt og var varnarlaus á alþjóðlegum markaði. 40 ríki í heiminum hafa færri en milljón íbúa en aðeins eitt ríki hefur sjálfstæða mynt. Hver er eiginlega skýringin? Við fall krónunnar á sér stað hliðstætt fall í kaupmætti. vegna verðtryggingar margfaldast skuldir.Tugir fyrirtækja urðu gjaldþrota og féllu á endanum í hendur nýrra banka. Þúsundir manna á vinnufærum aldri hafa flust til Noregs. Þúsundir íslendinga missa eignir sínar. En nú er gott að hafa ekki tekjur í krónum heldur evrum. Útgjöldin eru í verðlitlum krónum.Launakostnaður stórlækkar hjá slíkum fyrirtæjum. krónan er í höftum til að hindra enn hrikalegra fall. Þannig er nú krónulandið.

gangleri (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 14:06

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sjálfstæðir gjaldmiðlar og fámenn lönd

Ég rakst á undarlega fullyrðingu á netinu:

Það eru 40 lönd í heiminum með íbúafjölda undir 1 milljón. Aðeins eitt af þessum 40 löndum er með eigin gjaldmiðil.

Eftir fljótlega yfirferð á Wikipedia finn ég 20 ríki fyrir utan Ísland sem hafa færri íbúa en milljón en eru jafnframt með eigin gjaldmiðil.  Þannig að hér kemur listi yfir þau ríki ásamt íbúafjölda...

Axel Þór Kolbeinsson, 22.11.2011 kl. 14:20

4 Smámynd: Birnuson

Hér er þess að gæta að frá árunum fyrir 2008 hefur mælt atvinnuleysi aukizt um 6–7 prósentustig á Íslandi og um 10 prósentustig á Írlandi.

Þegar litið er til þess að fjöldi starfandi fólks sem flutzt hefur frá Íslandi undanfarin þrjú ár samsvarar 2–3% af heildarvinnuafli, og að samsvarandi flutningar hafa ekki átt sér stað frá Írlandi, er óhætt að álykta að atvinnutækifærum hafi fækkað álíka mikið í þessum tveimur löndum.

Tölur um atvinnuleysi eru því að þessu leyti ekki vísbending um hvort króna eða evra hefði gagnast Íslendingum betur.

Birnuson, 22.11.2011 kl. 14:24

5 identicon

Axel Þór, lestu betur. Hér er eitt sýnishorn;The paʻanga is the currency of the Tonga. It is controlled by the National Reserve Bank of Tonga (Pangikē Pule Fakafonua ʻo Tonga) in Nukuʻalofa. The paʻanga is not convertible and is pegged to a basket of currencies comprising the Australian, New Zealand, and United States dollars and the Japanese yen...Hvers konar gjaldmiðill er þetta?

gangleri (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 15:24

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sjálfstæður gjaldmiðill gangleri þar sem peningamálastefnan byggist á fastgengisstefnu við körfu gjaldmiðla.

Flotstefna með verðbólguviðmiði eins og við erum með hérna og höfum haft í rúman áratug er undantekning fremur en regla, og er þar að auki ný hugmynd, tekin upp upphaflega af Nýja-sjálandi fljótlega eftir '80 ef ég man rétt.

Axel Þór Kolbeinsson, 22.11.2011 kl. 15:28

7 identicon

Titill

Á gengi að vera fast eða fljóta? Gengisskipan við frjálsar fjármagnshreyfingar

Grein

Þessi ritgerð fjallar um kosti og galla fasts og fljótandi gengis við frjálsar fjármagnshreyfingar af evrópskum sjónarhóli. Sérstakur gaumur er gefinn ýmsum vandamálum, sem tengjast gengisstefnu Íslendinga og Norðmanna, og tengslum gengisstefnu þeirra við vægi náttúruauðlinda í efnahagslífi beggja þjóða. Einnig er fjallað um hugsanleg áhrif sameiginlegrar myntar Evrópusambandsríkin á þróun gengis- og gjaldeyrismála í vesturheimi....http://visindavefur.hi.is/article.php?id=41

gangleri (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 15:38

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Birnuson, u.þ.b. 100.000 Írar hafa flutt af landi brott og eiga margir þarlendir von á að megi nota fræg orð BTO, Össurar Skarphéðinssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar, um það sem í vændum er:  You aint seen nothing yet.

100.000 brottfluttir jafngildir að mig minnir u.þ.b. 2.3% af heildaríbúafjölda Írlands.  Ég hef ekki frekari upplýsingar á takteinunum um hvernig samsetningu þessa hóps Íra er háttað, en eins og oft er þegar brottflutningur af þessu tagi á sér stað, má reikna með að þeir brottfluttu séu ungir og oft vel menntað fólk. 

G. Tómas Gunnarsson, 22.11.2011 kl. 16:48

9 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

krónan hjálpaði okkur í vanda og krónan hjálpar okkur úr honum.  Þessi króna er ótrúlega hjálpsöm

Lúðvík Júlíusson, 22.11.2011 kl. 19:17

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Krónan hækkaði hér lán heimila og fyrirtækja um 30 til 40%. Lækkaði kaupmátt um 20%. Og svona rétt að benda á að við feldum ekkert gengi hér að þessu sinni. Heldur voru það utan að komandi aðstæður sem gerðu það þrátt fyrir að Seðlabanki gerði allt til að reyna að koma í veg fyrir fall krónunar. Krónunni er haldið á lífi nú með gjaldeyrishöftum. Við þurfum að vera með mörghunduruð milljarða lán til að eyga hér gjaldeyrisforða. Því enginn vill eiga viðskipti með Íslenska krónu.Og á meðan við erum með krónu verðum við að hafa hér svona um 4 til 500 milljarða gjaldeyrisvarasjóð. Og á meðan krónan styrkist ekki þá kemur þetta til með að kosta okkur griðarlega í vöxtum. 

Fólkflutningur frá Íralandi er ekki nýr. Hann snérist við þegar Írar tóku upp evru. Nú hefur hann snúist við að nýju vegna atvinnuleysis.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.11.2011 kl. 19:53

11 identicon

Magnús: Ég get svo sem skilið að þú viljir ekki fylgjast mikið með erlendum fréttamiðlum undanfarið en það er þó ansi erfitt að láta það fara fram hjá sér að Seðlabanki Evrópu er ekki lánveitandi til þrautavara.

Þess vegna er jafn nauðsynlegt að hafa gjaldeyris- og gullforða með evru eins og án - nauðsynlegra ef eitthvað er því að sá möguleiki að prenta peninga fyrir útgjöldum innanlands er ekki fyrir hendi. Einu evrulöndin sem ekki eiga teljandi gjaldeyris- og gullforða eru þau sem eru við það að fara á hausinn.

Raunar er það einn af möguleikunum sem (veruleikafirrtir) menn ræða nú um stundir að kasta gjaldeyris- og gullforðum myntbandalagsríkja á evrubálið.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 20:24

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

gangleri: It is controlled by the National Reserve Bank of Tonga... not convertible and is pegged to a basket of currencies comprising the Australian, New Zealand, and United States dollars and the Japanese yen...Hvers konar gjaldmiðill er þetta?

Kannski samskonar og gjaldmiðill fjölmennustu þjóðar heims

It is controlled by the National Reserve Bank of Tonga People's bank of China. The paʻanga Renminbi is not convertible and is pegged to a basket of currencies comprising the Australian, New Zealand, and United States dollars and the Japanese yen.

Þetta svarar vonandi spurningunni um hverskonar gjaldmiðil um ræðir.

Og hvort sem það er tilviljun eða ekki, þá er þetta gjaldmiðill þeirrar þjóðar sem veitir Bandaríkjunum "úttektarheimild", og sem Evrópusambandið horfir til sem helsta/eina mögulega bjargvættar evrópska myntbandalagsins.

En spurningunni um hvort notkun slíks gjaldmiðils setji stór eða smá ríki í slæma stöðu eða góða er auðsvarað: hún gerir hvorugt sjálfkrafa ein og sér. Það fer eftir notagildi fyrirkomulagsins fyrir raunhagkerfið í hverju tilfelli.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.11.2011 kl. 22:57

13 Smámynd: Birnuson

G. Tómas: Samkvæmt tölum írsku hagstofunnar voru brottfluttir umfram aðflutta 76.400 á tímabilinu apríl 2008 til apríl 2011 (nýrri tölur ekki til). Þetta samsvarar 1,7% af íbúum landsins. Fyrir þennan tíma hafði aðflutningur fólks verið meiri en brottflutningur í heilan áratug. Rétt eins og á Íslandi er rúmur helmingur brottfluttra á þessu tímabili erlendir ríkisborgarar.

Það er hins vegar rétt að blikur eru á lofti og brottflutningur frá Írlandi virðist fara vaxandi á þessu ári (öfugt við þróunina á Íslandi).

Birnuson, 23.11.2011 kl. 14:59

14 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Birnuson, ég hafði töluna 100.000 eftir Írska fræðingnum Kirby, sem var á Íslandi fyrir skömmu.  Hann sagði það beint út að um 100.000 hefðu flutt á brott og hann ætti von á því að það væri bara byrjunin.  Enda u.þ.b. hálft ár síðan apríl var.

G. Tómas Gunnarsson, 23.11.2011 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband