Betra Ísland eftir hrun

Hrunið 6. október 2008 kom ekki degi of seint. Frá aldamótum var samfélagið fíflað að grunnhyggnum peningamönnum sem með falsi, blekkingum og lögbrotum bjuggu til svikamyllu þar sem stærsti hluti atvinnulífsins var undir.

Þeir voru margir meðhlauparar í spilaverkinu sem bjó til þykjustuverðmæti, sumir hafa náð áttum á meðan aðrir eru í afneitun og þurfa meiri tíma til að átta sig á fíflskunni.

Við verðum enn um stund að jafn okkur á fáfengileika og skrumtilveru útrásar á undan hruni. En Ísland verður betri staður að eiga heima á eftir hrun en fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rétt.

En gleymum ekki fórnunum sem alþýða þessa lands hefur þurft að færa.

Gleymum ekki landflótta, atvinnumissi, fátækt og margvíslegum persónulegum hörmungum.

Enn ganga hinir seku lausir.

Öfgamenn stjórna landinu. 

Spillingin nýtur ennþá verndar.

Þessu er ekki lokið og kostnaðurinn liggur enn ekki fyrir. 

Karl (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 19:16

2 identicon

Það nýjasta hjá Steigrími:

Hundruð miljóna af skattpeningum almennings þessa lands, notaðir í vaxtabætur, til að greiða niður okurvexti hjá Vogunarsjóðunum.

Á sama tíma þarf að skera niður um 600 miljónir hjá Lansspítala, er eitthvað að breytast, það er greinilega óhæfur maður við stýrið.En eigendur Vogunarsjóðanna hljóta að vera kátir.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 20:46

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei það kom ekki degi of seint,það gerði heldur ekki yngsti afkomandi minn,sem ég er minnt á að sé ,,hrunbarnið,, þegar ég man ekki afmælisdag hans,  Alexanders. Hann og aðrir munu erfa landið,miðin og umfram allt fullveldi þess. Ætli sagan verði ekki kennd í grunnskólunum.

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2011 kl. 22:26

4 identicon

Sæll.

Gott ef satt væri, mér finnst þetta svolítið óskhyggjukennt hjá þér. Ég vildi óska að ég gæti tekið undir með þér en ég hef því miður verlegar efasemdir um að hér stefni í rétt átt.

Blaðamenn hér ætla sér enga lexíu að læra af skýrslu Rannsóknarnefndar alþingis. Þar með er lagður grunnurinn að öðru eins rugli og átti sér stað hér fyrir hrun. Blaðamenn veita ekkert aðhald og RUV styður stjórnina leynt og ljóst með sínum fréttaflutningi þó það sé ólöglegt. Vonandi lætur menntamálaráðherra á næsta kjörtímabili RUV sæta ábyrgð og rekur útvarpsstjóra og fréttastjóra RUV (og vonandi fleiri) fyrir að brjóta lög.

Um efnahagsstefnu stjórnvalda og úrræðaleysi þarf ekkert að fjölyrða. Það sem veldur mér verulegum áhyggjum er að hugsanleg muni ekkert uppgjör vegna hrunsins eiga sér stað. Enn ganga ansi margir lausir sem ættu ekki að ganga lausir og stýra fyrirtækjum eins og fínir og flottir menn. Framganga Landsbankans gagnvart gömlum útrásarvíkingum er meira en furðuleg. Vonandi lætur næsta ríkisstjórn einhvern þar sæta ábyrgð vegna framgöngu bankans gagnvart sumum.

Eitt fyrsta mál sérstaks saksóknara, Exeter málið, fór ekki eins og eðlilegt hefði verið. Þar gerði bara einn dómari sér af þremur grein fyrir því hvernig málum var í raun háttað. Hér starfa dómarar sem ráða ekki við flóknari mál en sjoppurán og því mikil hætta á að þeir sem brutu af sér í fjármálakerfinu sleppi. Forsmekkinn fengum við í Baugsmálinu. Í USA fékk Bernie Maddoff, fjársvikari, hæsta mögulega dóm sem hægt er að fella vegna síns athæfis, hann fékk 150 ára dóm. Þessi sýknudómur í Exeter málinu sendir ákveðin skilaboð.

Ekki veit ég til þess að verið sé að rannsaka sölu Össurar og Árna Þórs á stofnfjárbréfum korteri fyrir hrun. Það var gott að Baldur G. fékk dóm en Össur og Árni Þór eiga alls ekki að sleppa frekar en Baldur. Ég hef ekki nokkra trú á að þeir séu svona glöggir á fjármálamarkaðina né að þeir séu svona heppnir. Ef svo væru myndu þeir ekki snerta ESB og evruna með spýtu. Sennilega verður eina réttlætið sem við náum fram gegn Árna Þór eggið sem hann fékk í höfuðið (sem var rangt). Eftir er þá Össur.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig dómstólar taka á málum frá sérstökum saksóknara en ég er dauðhræddur um að þessir menn sleppi meira eða minna allir vegna ómögulegra dómara. Það er ekki í lagi!!

Þegar fólk treystir ekki dómstólum er hætta á að það taki réttlætið í eigin hendur og það hlýtur eiginlega að hafa gerst oft þó við fréttum það ekki í fjölmiðlum. Erum við þá ekki illa stödd þegar svoleiðis gerist?

Helgi (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 22:50

5 Smámynd: Elle_

Helgi: Ef svo væru myndu þeir ekki snerta ESB og evruna með spýtu.

Össur hefur ekki hundsvit á fjármálum.  Hann sagði það sjálfur opinberlega.  Kannski ekki með þessum orðum.  

Elle_, 7.10.2011 kl. 01:01

6 Smámynd: Elle_

Og ég er sammála Helga að ég óttast líka að stórþjófar sleppi.  Það er ekki í lagi.

Elle_, 7.10.2011 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband