Forsetinn veit betur en forsætisráðherra

Icesave þjóðaratkvæði staðfesti í tvígang að ekki aðeins veit forseti Íslands betur hvar hagsmunir þjóðarinnar liggja en ríkisstjórnin heldur er forsetinn í betri tengslum við þjóðina en forsætisráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson bjargaði þjóðinni frá Icesave-klyfjum ríkisstjórnarinnar.

Með því að setja ofaní við forsetann undirstrikar forsætisráðherra pólitískt ólæsi. Jóhanna ætti að leggja sig fram um að fylgja í humátt á eftir forseta og gera hans orð að sínum.

Jóhanna steytir hnefann þegar henni býðst leiðsögn frá manni sem kann pólitík.


mbl.is Forsetinn virði stefnu stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elliær..

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 21:56

2 Smámynd: Elle_

Einu sinni enn ræðst yfirsökudólgurinn sem ætlaði að pína kúgunarsamning yfir okkur í þágu erlendra velda að manninum sem bjargaði okkur.  Og svo hælir manneskjan sér af ´endurreisninni´: MILLJÖRÐUNUM sem fóru í bankana beint úr vasa almennings.  Og gleymum aldrei 500-1000 MILLJÖRÐUNUM sem kerla og co. ætluðu í ICESAVE.  

Elle_, 3.10.2011 kl. 22:13

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Gaman væri að lenda á sama elliheimili og hún,Þá skal hún fá að hlíða Ég hef lag á gömlu fólki,fæ það til að kjósa mig sem forsætisráðherra. Síðan neyði ég alla til að ganga í E.M.K. Elli manna kórinn.

Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2011 kl. 00:06

4 identicon

Það er vonandi að Dorrit smelli á þig kossi, Páll.

Jóhann (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 00:27

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Vonarðu Jóhann í alvöru,varstu í Vonarstræti í kvöld.Annars hvað kemur það veru okkar Jóku á elliheimili við

Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2011 kl. 00:37

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Jóhann,fyrirgefðu ég hélt þú ættir við mig,vegna fyrri skrifa en missti af nafni Páls.

Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2011 kl. 00:41

7 identicon

Jóhann vomir yfir okkur öllum eins og Haukur. Af hverju skyldi hann ekki vera á vaktinni í kvöld eins og á morgun?

Valur (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 00:42

8 identicon

Hvað er þessi hvítkáls-kéllíng eiginlega að meina?

Má forsetinn ekki vera ósammála mjög vafasömum aðgerðum stjórnvalda?

Á sá öryggisventill sem hann hefur lyklavöldin að ekki vera virkur?

Ef maður spekúlerar aðeins í þessu, þá er forsetaembættið hér á landi nokkuð rétt sett. 

Forsetinn getur ekki komið af stað hlutum á borð við forseta BNA, en hann getur stigið fram fyrir skjöldu og hlutast til um mjög umdeildar framkvæmdir stjórnvalds. Hann hefur ákveðið neitunarvald gagnvart undirritun laga, og þvú hefur hann einungis beitt þegar þjóðarvilji var skýr að baki. 

Hvað gerði hann? Jú, leyfði þjóðinni að grípa fram í.

Flottara gerist það ekki.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 11:48

9 identicon

post scriptum:

Ætli Jóka sé farin að svitna yfir þeim möguleika að forsetinn setji sig þvert fyrir ESB aðild? 

Maður bara spyr sig. Ég er ekki að sjá það að sú umsókn eigi eftir að eiga þjóðaratkvæði....

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 11:51

10 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það vefst ekki lengur fyrir neinum hvaða þjóð Jóhanna ber fyrir brjósti. ESB er sú þjóð sem Jóhanna kallar sína, og hefur trú á. Þetta sannaðist í Kastljósviðtali í síðustu viku. Jóhanna ætti að líta í eigin barm áður en hún fer að tjá sig opinberlega um hlutverk forsetans.

Ég spyr, er við hæfi að hún gegni embætti forsætisráðherra Íslands eftir þetta Kastljósviðtal?

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.10.2011 kl. 13:25

11 Smámynd: Sandy

Ég lærði snemma í æsku, af ömmu minni máltæki sem hljóðar svo,, Margur heldur mig sig" Og átti þá við að fólki væri betra að horfa í eigin barm áður en það hreytir í aðra. Og það á vel við suma ríkisstjórnarmeðlimi þegar þeir telja að þeir hafi efni á að senda forsetanum glósur. þegar ég hugsa aftur í tímann man ég ekki betur en, sá hinn sami forseti hafi sent margumrætt fjölmiðlafrumvarp í þjóðaratkvæði, sem gerði Davíð Oddson þáverandi forsætisráðherra alveg ösku vondan,þá voru Jóhanna og Steingrímur alveg himinlifandi yfir hversu snilldarlega forseti sinnti embættisskyldu sinni. En hvað gerist nú, forsetinn hefur farið þess á leit við þingið að það einbeitti sér að því að klára stjórnlagamálið á þessum vetri, hann hefur einnig bent á að gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar og hvað gerðist, þau fóru alveg á límingunum yfir því hvernig Ó.R.G. vogaði sér að tala til ríkisstjórnarinnar. Þau hafa greinilega gleymt því að bæði forseti og ekki síður þau sjálf sækja umboð sitt til þjóðarinnar, þau hafa vogað sér að halda fram að þjóðin beri ekki skinbragð á mál eins og t.d. Icesave og nú ESB málið því sé betra að það fari ekki í þjóðaratkvæði fyrr en það er orðið of seint að segja nei.

Sandy, 4.10.2011 kl. 17:31

12 Smámynd: Elle_

Lýsingar Loga að ofan á Jóhönnu versus forsetanum hitta beint í mark.  Forsetinn má nefnilega ekki vera ósammála stórhættulegum, hvað þá vafasömum aðgerðum alræðisins.  Og ég vildi að hann fengi vald yfir ríkisstjórninni.  

Heila málið snýst um að Jóhanna geti dregið landið eftir hafsbotninum alla leið í dýrðarríkið og líka að þau Steingrímur líti út eins og sigurvegarar.  Fyrir þeirra EGO.  Jóhanna er vafalaust dauðhrædd um að forsetinn skrifi ekki undir fullveldisafsalið og er óbeint að segja honum að haga sér og hlýða.

Snýst ekkert eða lítið um hag eða vilja þjóðarinnar sem þau skilja ekki og vita ekki að þau vinna akkúrat fyrir.  Málið er löngu orðið grafalvarlegt.

Elle_, 4.10.2011 kl. 23:40

13 Smámynd: Elle_

Ég átti við Jón Loga.

Elle_, 4.10.2011 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband