Græðgi er ekki séríslensk

Verslunin viðurkennir þjófahugsun sem felst í því að hækka erlendar vörur um leið gengið lækkar en fara hægar í vörulækkun þegar gengið styrkist. Rannsóknarstofnun verslunarinnar kemst að þessari niðurstöðu en tekur fram að siðlausa græðgin sé ekki séríslenskt fyrirbæri.

Álagning íslensku verslunarinnar er löngu út úr öllu korti og hefur stuðlað að offjáfestingum í verslunarhúsnæði. Ótækt er að setja lög um álagningu enda haftabúskapur hálfu verri en frjáls álagning. Á hinn bóginn er hægt að auka verðvitund og stuðla að beinum kaupum á netinu með því að fella niður aðflutningsgjöld og gera tollafgreiðslu einfaldari.

Íslensk verslun þarf samkeppni við erlenda netverslun, það myndi lækka álagninguna og gera versluninni erfiðara að vera afætan sem hún er í dag.

Gengisbreytingar verða sjálkrafa þegar við afléttum gjaldeyrishöftum - að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. genginni.


mbl.is Fyrirtæki viljugri að hækka verð en lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð K

Sammála þessu með að lækka tolla (alla vega á sumar vörur) og gera tollafgreiðslu einfaldari.

.

Sending sem hlýtur tollmeðferð, getur borið alls konar viðbótargjöld, svo sem toll (algengt 7-10%), vörugjald (10-25%), vsk. (25,5%), tollmeðferðargjald (450 kr.) og svo væna þóknun fyrir svokallaða „tollskýrslugerð‟ (í kringum 3 þús. ef ég man rétt) nema pakkinn hljóti svokallaða „einfalda tollmeðferð‟ (verðmæti má ekki fara yfir 30 þús.).

Og fyrir þá sem ekki vita það, ríkið reiknar fyrst tollinn (sé hann einhver) af tollverðinu = [ verðmæti sendingarinnar + flutningskostnaður + vátrygging (!) ], síðan vörugjaldið (ef það er eitthvert) BÆÐI AF TOLLVERÐINU OG TOLLINUM og loks vsk. (25,5%) af TOLLVERÐINU + TOLLINUM + VÖRUGJALDINU.

Þegar upp er staðið getur því hin raunverulega „álagningarprósenta‟ ríkisins verið ofbeldislega há:

Sá sem flytur inn, segjum, útvarpstæki (eins og sjónvarp eða iPod til dæmis) fyrir 10 þús. kr. þarf að greiða:

750 kr. (7,5%) í toll

2.500 kr. (25%) + 187,5 kr. (25% af 750 kr. tolli) = 2.687,5 kr. í vörugjald

2.550 kr. (25,5%) +  191,25 kr. (25,5% af 750 kr. tolli) + 685,31 kr. (25,5% af 2.687,5 kr. vörugjaldi) = 3.426,56 kr. í vsk.

Samtals 6.864 kr. í opinber gjöld

eða  1,075 x 1,25 x 1,255 — 1 = 0.6864 = 68,64% af verðmæti vörunnar.  Takk fyrir!

P.S.:  Ef maður vill gera skýrsluna sjálfur þarf maður að mæta niður á Tryggvagötu í Rvík. (ef maður býr á höfuðborgarsvæðinu), fylla út staðnað og torskilið eyðublað sem hefur sennilega ekki breytzt í útliti frá því á sjöunda áratugnum, bíða í tvo daga eftir að tollvörður hefur endurskoðað skýrsluna og vona að hann hafi ekki gert of margar „alvarlegar athugasemdir,‟ fara svo aftur niður á Tryggvagötu og greiða öll aðflutningsgjöldin.  Ef pakkinn er svo hjá Íslandspósti þarf eftir sem áður að greiða þeim einhverja þóknun eða svokallað „tollmeðferðargjald‟ (450 kr.) áður en pakkinn er afhentur.

Alfreð K, 23.8.2011 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband