Þjóðin fékk ekki að velja hvort umsókn yrði send

Síðasta vígi aðildarsinna á Íslandi er að þjóðin eigi að fá að kjósa um samning þegar búið er að aðlaga og innlima landið í Evrópusambandið. Þjóðin fékk ekki að kjósa um það hvort senda ætti aðildarumsókn til Brussel heldur var það gert á alþingi með hrossakaupum þar sem stjórnmálaflokkur sem boðaði andstöðu við aðild fyrir kosningar sveik kjósendur og studdi aðildarumsókn.

Alþingi þarf að leiðrétta hrossakaupin með því að draga umsóknina tilbaka. 

 


mbl.is „Það er þjóðin sem velur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Önnur eins heimska og hræsni í ESB fíklum að halda því fram að það sé lýðræðisleg krafa að ljúka aðlögunarferlinu að þjóðin fái að kjósa á endanum um inngöngu í ESB, þegar þjóðinni var haldið frá að njóta síns sjálfsagða lýðræðislega réttar að kjósa um hvort að ætti að hefja umsóknarviðræður þá eða síðar, sem síðan reynast vera alger aðlögun að ESB, sem hefur ekkert með aðildarvirðæður að gera, eins og stækkunarstjórinn og framámenn ESB hafa margtekið fram. Enskukunnátta ESB liða er ekki betri en svo að þeim er fyrirmunað að skilja svona erfið útlensk orð, og halda að um einfaldar viðræður er að ræða.

Sama "LÝÐRÆÐISHREYFINGIN" Samfylkingin með VG sem gólftusku sá til þess í atkvæðagreiðslu á þingi að ÞJÓÐIN HEFÐI EKKI SÍÐASTA ORÐIÐ UM INNGÖNGUNA Í ESB.  Og hverju skyldi nú valda að Samfylkingin gat ekki hugsað sér að þjóðin hefði þann "LÝÐRÆÐISLEGA" rétta að ákveða fyrir fast um inngöngu í ESB eður ei.  Skyldu inngöngusinnar skilja hversu fáránlega staðið er að málum og hverslags óþverraskapur er að úr þeirra munni komi orðið LÝÐRÆÐI ....  ????

Það yrði endanlega ákveðið af Samfylkingunni og gólftuskunni skítugu VG hvort að þjóðin færi inn, hvort sem henni lýkar betur eða verr.  Kosningalög yrðu fótum troðið eins og reynslan með stjórnlagaþingið sýnir og sannar af Samfylkingunni og gólftuskunni VG, ef svo illa fer fyrir þjóðinni að þau sitja enn að myrkraverkunum sem fylgir stjórnarháttum þeirra.

Við þekkjum vinnubrögð þessa sama LÝÐRÆÐISELSKANDI fólks í stjórnlagaráðsmálinu, þar sem nánast öll kosningalög og reglur þjóðfélagsins voru fótum troðnar í froðufellandi æðiskasti forsætisráðherra og hennar liðsmanna sem voru búnir að gera á sig langt upp á bak.  Sönglagaþing er það sem stendur uppúr eftir þessa vinnu athyglissjúka liðs.  Það er ljóst að stunda kosningasvik er stjórnvöldum ekkert mál.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 14:59

2 identicon

Svo er líka bara ekki nokkurt minsta vandamál bara að sýna spilin og leyfa fólki að kjósa um það.

En það er víst bara allt leyndarmál í nefndum.

Málið er að það er ekkert að semja um.  

Þetta er aðlögun hér alveg nákvæmlega alveg eins og alls staðar annars staðar innan ESB.

jonasgeir (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 15:13

3 Smámynd: Elle_

Já, það er óþverraskapur og öfugmæli að nota orðið LÝÐRÆÐI í sambandi við þessa fáránlegu og ÓLÝÐRÆÐISLEGU umsókn undir yfirráð evrópsks veldis.  Jóhanna, Hrannar, Össur og co. vita ekki muninn á eins flokks alræði og lýðræði.  Lýðræði hins ómerkilega almúga er ekki neitt sem kemur þeim við.  Kannski skilja þau ekki íslensku orðin alræði og lýðræði frekar en þau skilja útlensku?? 

Skrýtið að þetta fólk skuli enn ganga laust.

Elle_, 17.8.2011 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband