Há laun, hæft fólk og alþingi

Þingmenn eru með 520 þús. kr. í mánaðarlaun, að auki fá þeir ýmsan starfstengdan kostnað endurgreiddan. Tryggvi Þór Herbertsson telur að lág laun fæli fólk frá þingmennsku, að þeir hæfu fari annað.

Við gerðum tilraun með há laun og hæft fólk. Tilraunin hét útrás og niðurstöður eru þessar helstar: há laun laða til sín áhættusækna strákbjálfa sem eru stútfullir af heimsku, hroka og hégóma.

Höfum frekar hversdagsfólk á alþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæfileikaríkur og ofurmenntaður maður sem Tryggvi Þór er, að eigin sögn, á að leita sér að öðru starfi, þar sem hæfileikar hans fá notið sín. Þjóðin yrði honum ævinlega þakklát ef hann hyrfi af Alþingi og tæki nokkra flokksfélaga sína með.

Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 08:41

2 identicon

Þeir hæfu fara klárlega annað.

Þeir fara úr landi.

Flýja þar með hina óhæfu.

Karl (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband