Steingrímur J. biður um svigrúm til svika

Vinstri grænir háðu síðustu kosningabaráttu á þeim forsendum að hag Íslands væri best borgið utan Evrópusambandsins. Meirihluti þingflokks Vinstri grænna sveik yfirlýsta stefnu flokksins 16. júlí 2009 þegar þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar var samþykkt á alþingi um að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Á flokksþingum hafa Vinstri grænir ítrekað andstöðu sína við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Steingrímur J. vill hins vegar halda ríkisstjórninni saman fyrir alla muni og skrifar á þennan veg í vefritið Smuguna

Leiði þær viðræður við Evrópusambandið sem Alþingi ákvað í ljós að ekki fáist neinn sá frágangur á grundvallarhagsmunum Íslands er boðlegur geti talist, kemur upp staða sem Alþingi þarf að takast á við. Fyrr en á það hefur reynt í eiginlegum samningaviðræðum erum við engu nær. Forðumst á meðan að sundra röðum samherja með hendurnar fullar af afdrifaríkasta verkefni lýðveldistímans, sem sagt því að reisa Ísland úr rústum einkavæðingar- og nýfrjálshyggjustefnunnar.

Evrópusambandið breytist ekki með aðildarviðræðum við Ísland. Andstaðan við aðild Íslands er ekki byggð á ótta um að við fáum lélegan samning heldur sannfæringu fyrir því að Ísland á ekki heima í Evrópusambandinu.

Nei, Steingrímur J., þú færð hvorki svigrúm til að svíkja né aflátsbréf fyrir 16. júlí-svikin. Ríkisstjórnin þín er ekki þess virði að við hættum sjálfstæði okkar og fullveldi fyrir hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef í raun aldrei skilið andstöðuna við aðildarviðræður. Það verður kosið um samninginn á endanum, er það ekki? Ég bara spyr heimskulegrar spurningar...er ekki í lagið að klára aðildarviðræðurnar og sjá hvað kemur út úr þeim. Við kjósum svo um samninginn þegar þar að kemur...

Ég get vel skilið að það séu margir sem vilja alls ekkert með Evrópusambandið gera og þeir eiga rétt á sinni skoðun og geta nýtt sér atkvæðarétt sinn í kosningum. Við sem viljum sjá hvað við fáum út úr aðildarviðræðum höfum líka okkar rétt og nýtum hann í kjörklefanu. Þetta bara gerist ekki einfaldara...og enn og aftur ég skil ekki andstöðuna við aðildarviðræðurnar. 

Guðbjartur (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 11:45

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Guðbjartur, Evrópusambandið býður ekki upp á óskulbindandi vðræður heldur aðlögunarferli þar sem umsóknarþjóð tekur jafnt og þétt upp lög og reglugerðir ESB. Þjóðaratkvæði í lok þessa ferlis er hugsaður sem neyðarhemill en ekki yfirveguð afstaða til þess hvort við eigum heima í Evrópusambandinu eða ekki.

Þegar kosið var síðast til alþingis var aðeins einn flokkur fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu, þ.e. Samfylkingin sem fékk rúm 29 prósent atkvæða.

Undir hótun um stjórnleysi í landinu bilaði kjarkur Vg og þeir samþykktu að sækja um aðild þvert á yfirlýsta stefnu.

Við næstu þingkosningar geta framboð boðið kjósendum upp á þann kost að ganga inn í Evrópusambandið. Þú getur haldið áfram að kjósa Samfylkinguna en ég ekki Vinstri græna.

Páll Vilhjálmsson, 27.4.2011 kl. 12:32

3 identicon

Steingrím hefur ekki skort svigrúmið til þessa.

Og það hefur hann nýtt til fullnustu.

Karl (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 12:52

4 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sæll Páll og takk fyrir marga góða pistla. Það er með ólíkindum þessi þvæla í aðildarsinnum, þegar þeir eru að tala um að sjá hvað kemur út úr "aðildarviðræðum" Þessir snillingar eru alltaf að reyna að láta fólk halda að það það að gang í ESB sé eitthvað annað en að ganga í ESB.

Guðbjartur! við fáum það út út aðildarviðræðum að geta auðmjúklega beygt okkur undir vald ESB annað hefur aldrei verið í boði.

Hreinn Sigurðsson, 27.4.2011 kl. 13:09

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðbjartur getur hugleitt það að nú í þessum töluðu orðum er verið að liða í sundur stjórnarskránna að kröfum ESB og er eitt forgangsverkefnið það að afnema fullveldið samkvæmt 7. lið laga um stjórnlagaráð. Þetta er frumforsenda þess að geta gengið í sambandið og hana er verið að uppfylla áður en að eiginlegum umræðum kemur.

Ef Guðbjartur hefur svo lesið stöðuskýrslu framkvæmdaráðsins, sem Páll birti hér fyrir nokkru, þá mun hann sjá hvað "er í boði".  Það er nefnilega akkúrat ekkert umfram það sem aðrar þjóðir sitja við. Framsal auðlinda, lögjafar ofl.

 Niðurstaðan er löngu ljós og allt annað er blekkingin. Það er líka klingjandi klárt að þessu verður hafnað.  Svo til hvers að leggja í milljarða kostnað í þessa aðlögun?

Ég hef innt fjármálaráðuneytið eftir kostnaði við inngöngu og aðlögun auk kostnaðar við upptöku evru og hef engin svör fengið. Þetta eiga að vera almennar upplýsingar, en eitthvað eru þeir feimnir við töluna, sem veltur á hundruðum milljarða.

Ég bið ykkur um aðstoð við að pressa á að fá þessar kostnaðaráætlanir fram. Ég er greinilega ekki svara verður, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2011 kl. 14:07

6 Smámynd: Sandy

Ég er þeirrar skoðunar að þjóðin ætti að sameinast um að fá forsetann til að kalla á þjóðaratkvæði um aðild að ESB. Það er kanski ekki skrítið að fjármálaráðuneytið veiti ekki upplýsingar um kosnað, hann er of hár miðað við allan þann niðurskurð og skattahækkanir sem almenningur þarf að taka á sig.

Svo er annað sem ég er lengi búin að velta fyrir mér og það er, að heyrst hefur að ESB hafi verið að leggja okkur til peninga í formi styrkja, einhverjir hafa tekið við því, aðrir ekki s.s ráðuneyti Jóns Bjarna ef rétt er með farið, ef þjóðin segir nei í þjóðaratkvæðagreiðslu eru þessir peningar þá endurkræfir eða neyðumst við til að ganga þarna inn?

Ég er alveg til í að styðja þig í þessu Jón Steinar ef ég bera vissi hvernig ég get orðið að liði. Ég er nefnilega ekki til í að bíða og sjá hvað kemur úr PAKKANUM. 

Sandy, 28.4.2011 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband