Össur leitar að hækjum

Össur Skarphéðinsson er frá áramótum í stöðugri leit að samstarfsflokki fyrir ríkisstjórnina. Fyrst leitaði hann til Framsóknarflokksins en var hryggbrotinn og undanfarið liggur Össur utan í Bjarna Ben. og býður  nýja ríkisstjórn hvorki meira né minna. Þar yrði Jóhönnu fórnað, Bjarni Ben. fengi forsætis og Össur utanríkis til að halda áfram helferðinni til Brussel.

Bjarni Ben. er lamaður formaður og fengi ekki Sjálfstæðisflokkinn með sér í stjórn með Samfylkingu. 

Össur þreifar þess vegna á einstökum þingmönnum um að koma til liðs við stjórnina. Guðmundur Steingríms og Siv Friðleifs í Framsóknarflokki eru líkleg og Birgitta og Margrét úr Hreyfingunni.

Völd í nokkrar vikur - í mesta lagi mánuði - til að lappa upp á ónýta ríkisstjórn sem þjóðin keppist við að hafna er tilboðið sem Össur leggur fyrir staka þingmenn. Hver getur hafnað slíku kostaboði?


mbl.is Styrkur ríkisstjórnar metinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Mér fannst ég skynja  á Margréti í umræðum eftir að þjóðin felldi Icesave,að nú hefði hún fengið tilboð,sem hún vildi ekki útiloka. Þannig leit Bjarni út rétt fyrir sinn snúning í Icesave.

Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2011 kl. 09:45

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég gæti vel trúað því að Bjarni Ben mundi halda áfram sviksemi -sinni.

Vilhjálmur Stefánsson, 11.4.2011 kl. 09:47

3 identicon

Já, tók eftir því að Steingrímur var endalaust að hrósa Birgittu. Þess vegna kom það eins og skrattinn að Guðfríði Lilju hefði verið hent út.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 11:04

4 identicon

Hvernig er það annars, er markmiðið með stjórnlagaráðinu að henda út forsetanum á eftir Guðfríði Lilju?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 11:41

5 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Þar held ég að Helga hitti naglann á höfuðið. Í sjónvarpinu í gær var Birgitta spurð í lokin hvort hún vildi kosningar - Nei, hún vildi bíða eftir niðurstöðu stjórnlagaráðs, horfði til Jóhönnu sem leit kankvís til baka eins og þegar væri einhvert samkomulag. Það mun koma í ljós hvort Hreyfingin muni tryggja þessa ríkisstjórnina til áframhaldandi valdasetu.

Anna Björg Hjartardóttir, 11.4.2011 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband