Icesave-leiktjöld ASÍ, SA og Jóhönnustjórnar

Samfylkingarliðar í ASÍ og hrunkvöðlar hjá Samtökum atvinnurekenda eru sammála ríkisstjórninni um að hengja Icesave-skuldaklafann á íslenskan almenning. Rækilega auglýstir fundir og hlé á milli eiga að gefa til kynna að aðilar vinnumarkaðarins séu að smjatta á tilboði ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir samningum.

Í reynd eru þessir þrír aðilar að kaupa tíma. Eftir rúma viku verður gengið til þjóðaratkvæðis um Icesave-samninginn. Þess verður gætt að samningar verði ekki frágengnir fyrir 9. apríl.

Blekkingarskilaboðin sem ASÍ, SA og ríkisstjórnin munu koma sér saman um er að Icesave-já sé forsenda fyrir kjarasamningum.


mbl.is ASÍ og SA hittast í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með því að samþykkja Icesave er fólk að veita útrásarvíkingunum syndaaflausn. Af hverju var ákvæðið um að sækja þá til saka tekið út í Icesave III?

Helgi (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 19:26

2 identicon

Það eru mikið mannval í þessum Icesave já kór.

Ymist eru þetta aðilar tengdir Björgólfi.  Peningafólk eins og bankastjórar og líkir sem vilja halda áfram lánahraðlestinni á leið norður og niður frá árinu 2007 eða fólk með svo pólitísk gleraugu að allt má leggja á íslenskan almúgann til að komast kanski í ESB rétttrúnaðin.

Það virðist mikill munur á heiðarleika fólks sem segir já eða nei í Icesave dæminu!

jonasgeir (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 20:40

3 identicon

Mælir þú rétt Páll.    Bráðum ælir Tryggvi þór.

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband