Framsóknarflokkurinn ræður afdrifum ESB-umsóknar

Samfylkingin óttast að á flokksþingi Framsóknaflokksins 9. apríl verði samþykkt tillaga um að slíta viðræðum við Evrópusambandið. Gangi það eftir eru Samfylkingunni allar bjargir bannaðar. Flokksþing Vinstri grænna ályktaði gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu og landsfundur Sjálfstæðisflokksins krefst þess umsóknin verði dregin tilbaka. Álykti Framsóknarflokkurinn skýrt og ákveðið gegn umsókninni verður beinlínis hjákátlegt að halda ferlinu áfram.

Framsóknarflokkurinn samþykkti á sínum tíma málamiðlun sem fól í sér að flokkurinn léði máls á að sækja um aðild að Evrópusambandinu ef sambandið gerði gagngerra breytingar á skipulagi sínu. Evrópusambandið hefur fjarlægst Framsóknarflokkinn, aukið miðstýringuna og haldið áfram að þróast í átt að Stórríki-Evrópu.

Meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins sagði nei þegar þingsályktun Össurar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu var samþykkt 16. júlí 2009. Þingmenn flokksins eru sumir hverjir meðal öflugustu andstæðinga aðildar og standa að þingsályktunartillögum um að draga umsóknin tilbaka og, náist það ekki fram, að efna til þjóðaratkvæðis um framhaldið. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda flokksins er andsnúinn aðild, eða 80 prósent samkvæmt könnun.

ESB-umsóknin gæti verið lögð til grafar á flokksþingi Framsóknarflokksins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Gæti komið upp draumastaða í málinu ef Framsókn samþykkir tillögu að draga til baka umsóknina.

Tryggvi Þórarinsson, 18.3.2011 kl. 15:25

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Tryggvi hvaða draumastaða er það? Finnst það frekar martröð. En bendi þér á að a.m.k. 2 framsóknar þingmenn eru fylgjandi að klára ESB umsóknina. Og eins og aðrir þingmenn hafa látið þá eru þeir ekkert að hengja sig í flokksamþykktir þingmenn framsóknar. Þ.e. Vigdís, Gunnar Bragi og Sigmundur m.a.

Og svo eru þingmenn í sjálfstæðisflokknum sem vilja líka klára þessar viðræður þannig að það eru a.m.k. um 40 þingmenn sem vilja klára þessar viðræður.  

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.3.2011 kl. 15:55

3 identicon

Já örvænting ESB aðildarsinnanna eins og Magnúsar Helga hér að ofan er orðin mikil. Pirrringurinn og áhyggjurnar yfir því að þjóðin vill ekkert með þetta ESB apparat hafa að gera.

Nöturlegur sannleikurinn er nefnilega að renna upp fyrir þeim. Jú þeir eru nokkrir sem vilja víst klára sem allra fyrst þessar svokölluðu aðildarviðræður við ESB til þess að geta tekið þennan sundrungar eiturbikar frá þjóðinni til að geta kolfellt þessa ESB aðildi, í eitt skipti fyrir öll og þá kannski sameinað þjóðina að nýju, frjálsa og fullvalda og án ESB helsis ! 

Þannig verður það nú, sama hvað þeir djöflast ESB aftaníossarnir !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 19:58

4 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Já þetta er draumastaða og þann 9 apríl þegar að þjóðin segir nei við ICESLAVE þá er stjórnin fallin þó fyrr hefði verið og þá er hægt að troða þessu ESB bulli þangað sem sólin aldrei skín :)

Marteinn Unnar Heiðarsson, 18.3.2011 kl. 20:03

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ ég vildi að þið hefðuð rétt fyrir ykkur. Fyrir mér er allt þetta ferli martröð, bæði Icesave og ESB. Það versta er að ég get ekki treyst forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar að vera heiðarleg og sanngjörn.  Mér finnst þau alltaf vera að ljúga og vera með áróður, það er rosalega slítandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2011 kl. 21:00

6 identicon

  Hjálpi mer hvað eg er sammála EBS og Icesave andstæðingum her .  Sannarlega væri það draumastaða ...Enda hljóta margra augu vera opnast fyrir öllu þessu skelfilega bulli  !!!!!!!!!!

ransý (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband