RÚV þegir um svindl Jóhönnu Sig.

Ofurlaun bankastjóranna, sem verið hafa til umræðu síðustu daga, munu standa vegna þess að trúverðugleiki verkstjóra ríkisstjórnarinnar er enginn. Eftir að upplýst var í morgun að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt sínum sporslum óskertum en krafðist þess að aðrir tækju á sig kjaraskerðingu eru engar líkur á því að nokkur taki mark á þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að ofurlaun séu liðin tíð.

RÚV minntist ekki einu orði á svindli Jóhönnu og hvaða afleiðingar það hefur fyrir stöðu ríkisstjórnarinnar. Þar með er fagmenska RÚV komin í ruslflokk. Allir sómakærir fjölmiðlar á vesturlöndum stökkva á fréttaefni þar sem valdhafar brjóta yfirlýsta stefnu til að hagnast á því persónulega. Þar liggur kjarninn í aðhaldinu sem fjölmiðlar eiga að veita ríkisvaldinu.

Þegar fagmennska RÚV er komin í ruslflokk vaknar spurningin hvers vegna almenningur ætti að halda hallærisútgerðinni gangandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"Allir sómakærir fjölmiðlar á vesturlöndum stökkva á fréttaefni þar sem valdhafar brjóta yfirlýsta stefnu til að hagnast á því persónulega".

Getur þú með sanni sagt Páll, sé litið yfir bloggferilinn og þá hatursmaníu sem þú ástundar að þú teljist til sómakærra blaðamanna?

Þú þarft að fara að taka þig saman í andlitinu drengur, þetta hatur tortímir engum nema þér sjálfum!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.3.2011 kl. 13:30

2 identicon

Eg mótmæli AXEL frettir PÁLS  og skrif eru kansli likari þvi sem væri erlendis og það er gott !.En skil vel að þeir sem ekki þoli opna umræðu eða hárbeitta taki þvi  illa . Annara sammála þer PÁLL  , Ruv er orðið ansi þreytt eins og fl og hefur vernað með hvað það er hlutdrægt  !!

Ransý (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 14:01

3 identicon

Þeir eru kostulegir spunatrúðar Baugsfylkingarinnar þegar á að reyna að breiða yfir óþverraskapinn hjá sér og sínum.  Nema að þetta eru bara kjánar sem gæti verið tilfellið með þann sem fyrstur lætur lítið ljósið blakta.  Heilög Jóhanna gerði langt upp á bak með lygunum varðandi "ópólitíska" seðlabankastjórann.  Núna skrifar hún á fésbókarsíðu hvað bankastjórar eru vondir að þiggja hærri laun en hún og þar eru meðtalið það mútufé sem hún hefir þegið frá Jóni Ásgeiri & Co.  (mútufé er skilgreining Marðar Árnasonar samþingmanns hennar á "peningagjöfum") Það er ljóst að hún og Baugsfylkingin halda að fólk er fífl. 

Hvað ætli Axel og aðrar brekkur blogglúðrasveitar Baugsfylkingarinnar hefðu sagt ef Davíð vondi hefði verið staðin af öðru eins og sú gamla hefur verið, þó bara ef lygarnar eru týndar til.  Hann sá þó manndóm sinn að loka reikningnum sínum hjá þessu glæpagengi undir verndarvængi Baugsfylkingarinnar, og heilög Jóhanna skrækti þá eins og nú um helvítis íhaldið væri að ráðast á þessa dáðustu syni flokksins hennar, sem meðal annars er verið að handtaka í Lundúnum þessa stundina.  Hringurinn þrengist um forsætisráðherrann og það hyski stjórnmálamanna sem hafa varðað vegin og verndað þessa auðróna við að leggja þjóðfélagið í rúst.  Farið hefur fé betra og þá sem allra fyrst, og lýðurinn sem hangir í skottinu á þeim.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 15:40

4 identicon

RUV er bara glatað batterí.  Glatað. Vonlaust.

Axel er dálítið fyndin.  

Staðreyndir eru orðin að hatursmaníu?

Staðreyndir verður fólk að horfast í augu við.  Framganga Jóhönnu í þessu máli er bara alveg í stíl við allt sem íslenskir kratar standa fyrir nú um stundir.  Animal farm módelið þar sem almenningur skal strita undir fína fólkinu í krataflokkunum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 16:36

5 identicon

Auðvirðileg manneskja sem hvorki nýtur álits né trausts.

Valdasjúklingur sem laug sig inn á þjóðina.

Rósa (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 17:26

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þetta er bara allt laukrétt sem þú skrifar hér Páll.  Þannig heyrði  maður í hverri einustu frett,frá Ruv. um eitthvað sem varðaði Icesave-fjárkúgunina,að vantaði ýtarlegri upplýsingar,sem ég veit að fólki bar að vita.Allir vita í dag að krafa UK. og NL. er ekki lögvarin.      það er fyrir þrotlausa vinnu ykkar,sem skrifið heilsteyptar fréttir,að því er ekki haldið leyndu lengur. Nægu er samt haldið bak við luktar dyr. Þess er gætt þegar, kvíðvænleg frétt er sögð,segjum lánshæfismat Ísl.  að þær endi á einhverju þessu líku,    (sem festist í samviskusömu fólki sem ávallt hefur reitt sig á Ruv.) ;vonir standa til að það lækki/hækki við frágang Icesavesamningsins; þetta gæti auðvitað verið hvaða frétt sem er. Það er tímafrekt að leiðrétta og draga fram aðrar staðreyndir,tengdar þessari.       

Helga Kristjánsdóttir, 9.3.2011 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband